Ferill 336. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 336 . mál.


Sþ.

608. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um afgreiðslu á húsnæðislánaumsóknum.

Frá Júlíusi Sólnes.



1.     Hve margar umsóknir um húsnæðislán bíða afgreiðslu hjá Húsnæðisstofnun ríkisins?
2.     Hversu stór hluti umsókna um húsnæðislán er „virkur“, þ.e. ef umsóknir, sem eru ógildar eða af öðrum orsökum ekki teknar til greina, eru dregnar frá? Hver eru afföllin?
3.     Hvernig hefur þróunin verið síðustu mánuðina? Hve margar umsóknir berast og hversu mörg lánsloforð eru afgreidd á hverjum mánuði?
4.     Benda niðurstöður síðustu mánaða til þess að jöfnuður milli umsókna og afgreiðslu lánsloforða sé að komast á?
5.     Hvernig er háttað afgreiðslu á umsóknum frá svokölluðum víkjandi hópum í samanburði við umsóknir frá forgangshópum?
6.     Hvernig hafa skerðingarheimildir til að takmarka afgreiðslu lána til eignamanna verið notaðar?



Skriflegt svar óskast.