Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 2 . mál.


Nd.

610. Nefndarálit



um frv. til l. um eignarleigustarfsemi.

Frá fjárhags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og leggur til að það verði samþykkt með þeim 13 breytingartillögum sem birtar eru á sérstöku þingskjali. Hér er ekki um meiri háttar efnisbreytingar að ræða heldur miða flestar þeirra að því að kveða skýrar á um ýmis ákvæði frumvarpsins. Meiri hluti þessara breytinga byggist á athugasemdum sem bankaeftirlit Seðlabankans gerði við frumvarpið.
    Þrír nefndarmanna, Matthías Bjarnason, Kristín Halldórsdóttir og Hreggviður Jónsson, áskilja sér þó rétt til að flytja eða fylgja breytingartillögum er fram kunna að koma.
    Nefndin fékk skriflegar umsagnir um frumvarpið frá Landssambandi smábátaeigenda, Vinnuveitendasambandi Íslands, Samstarfsráði verslunarinnar, bankaeftirliti Seðlabanka Íslands, Neytendasamtökunum og fjármögnunarfyrirtækjunum Féfangi, Lind, Glitni og Lýsingu.

Alþingi, 8. mars 1989.



Páll Pétursson,

Ragnar Arnalds.

Árni Gunnarsson.


form., frsm.



Matthías Bjarnason.

Kristín Halldórsdóttir.

Hreggviður Jónsson.



Guðmundur G. Þórarinsson.