Ferill 500. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 500 . mál.


Sþ.

1055. Tillaga til þingsályktunar



um endurskoðun laga um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins.

Flm.: Árni Gunnarsson, Matthías Bjarnason, Guðni Ágústsson,


Alexander Stefánsson, Geir Gunnarsson, Kristinn Pétursson,


Kolbrún Jónsdóttir.



    Alþingi ályktar að kjósa fyrir þinglok fimm manna nefnd til að endurskoða lög nr. 72/1969, um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins, með síðari breytingum. Nefndin ljúki störfum og skili áliti fyrir haustþing 1989.

Greinargerð.


    Þingsályktunartillaga þessi er flutt af nefndarmönnum í sjávarútvegsnefnd neðri deildar. Nefndin hefur á nokkrum fundum fjallað um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 72/1969, um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins, með síðari breytingum, 283. mál þingsins, en frumvarp þetta er flutt af Matthíasi Bjarnasyni o.fl. Nefndin er þeirrar skoðunar að ástæða sé til þess að endurskoða lögin um Verðjöfnunarsjóð í heild og að við þá endurskoðun sé eðlilegt að höfð verði hliðsjón af hugmyndum sem fram hafa komið á Alþingi um breytingar á lögunum.
    Þrír nefndarmanna í sjávarútvegsnefnd neðri deildar, þau Matthías Bjarnason, Kristinn Pétursson og Kolbrún Jónsdóttir, töldu eðlilegast að frumvarp Matthíasar Bjarnasonar o.fl. yrði afgreitt úr nefndinni en féllust á að standa að flutningi þessarar þingsályktunartillögu ásamt öðrum nefndarmönnum í sjávarútvegsnefndinni. Nefndarmenn í sjávarútvegsnefnd neðri deildar standa því einhuga að þessari þingsályktunartillögu.