Ferill 406. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 406 . mál.


Ed.

1204. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 37/1961, um ríkisábyrgðir, með síðari breytingum.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið á sinn fund Lárus Ögmundsson frá fjármálaráðuneyti, Má Guðmundsson, efnahagsráðunaut fjármálaráðherra, Má Elísson frá Fiskveiðasjóði, Stefán Pálsson frá Stofnlánadeild landbúnaðarins og Búnaðarbanka Íslands og Braga Hannesson frá Iðnlánasjóði. Skriflegar greinargerðir bárust frá Iðnaðarbanka Íslands og Framkvæmdasjóði Íslands.
    Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeirri breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 17. maí 1989.



Eiður Guðnason,

Valgerður Sverrisdóttir,

Jóhann Einvarðsson.


form., frsm.

fundaskr.



Margrét Frímannsdóttir.