Ferill 406. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 406 . mál.


Ed.

1209. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 37/1961, um ríkisábyrgðir, með síðari breytingum.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (EG, VS, JE, MF).



1.     Við 1. gr. Greinin orðist svo:
.      Við 1. mgr. 8. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 65/1988, bætist nýr málsl. svohljóðandi: Jafnframt skulu ríkisviðskiptabankar greiða ábyrgðargjald af innlendum skuldbindingum sínum sem eru í formi framseljanlegra verðbréfa, þ.e. skuldabréfum, vaxtabréfum, bankabréfum og þess háttar verðbréfum sem boðin eru einstaklingum og lögaðilum til kaups, hvort sem þau eru talin markaðsbréf eða ekki og hvort sem bankarnir eru skuldarar eða ábyrgjast greiðslu slíkra verðbréfa, sbr. þó 9. gr.
2.     Við 2. gr. Greinin orðist svo:
.      Við 2. mgr. 9. gr. laganna, sbr. 3. gr. laga nr. 65/1988, bætist nýr málsl. svohljóðandi: Jafnframt skulu innlend millibankalán ríkisviðskiptabanka og skuldbindingar þeirra gagnvart Seðlabanka Íslands ekki mynda stofn við ákvörðun ábyrgðargjalds.
3.     Við 3. gr. Í stað „b-lið 1. gr.“ komi: 1. gr.



Prentað upp.