Ferill 514. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 514 . mál.


Nd.

1245. Frumvarp til laga



um breytingu á lögsögumörkum Sauðárkrókskaupstaðar og Skarðshrepps í Skagafjarðarsýslu.

Flm.: Páll Pétursson, Pálmi Jónsson, Jón Sæmundur Sigurjónsson.



1. gr.

    Mörk lögsagnarumdæma Sauðárkrókskaupstaðar og Skarðshrepps skulu breytast þannig að jarðirnar Sjávarborg og Áshildarholt í Skarðshreppi skulu vera innan lögsögu Sauðárkrókskaupstaðar.

2. gr.

    Sauðárkrókskaupstaður greiði Skarðshreppi bætur vegna rýrnandi tekna og skertra möguleika til atvinnurekstrar.
    Hafi ekki tekist samkomulag innan sex mánaða frá gildistöku laga þessara skal skipa gerðardóm til að ákvarða bætur. Tilnefna aðilar sinn manninn hvor og Hæstiréttur oddamann sem verði formaður dómsins.

3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1991.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta er flutt að beiðni bæjarstjórnar Sauðárkrókskaupstaðar. Undanfarin ár hafa farið fram viðræður á milli sveitarfélaganna um breytingu á lögsögumörkum. Þær hafa ekki enn þá leitt til niðurstöðu.