Ferill 40. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 40 . mál.


Sþ.

40. Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um undirbúning starfsleyfis fyrir nýtt álver í Straumsvík.

Frá Kristínu Einarsdóttur.



1.     Hvaða niðurstöður liggja nú fyrir vegna undirbúnings að starfsleyfi fyrir nýja álbræðslu í Straumsvík?
2.     Hvaða kröfur telur ráðherra að gera þurfi til mengunarvarna frá nýju álveri á þessum stað? Svar óskast sundurliðað.
3.     Hefur það einhver áhrif á starfsleyfi og þar með kröfur til mengunarvarna hvort um verður að ræða stækkun núverandi álvers eða sjálfstæða verksmiðju?
4.     Hvaða umræður og athuganir hafa farið fram á mengunarvörnum í rafskautaverksmiðju í Straumsvík?

Greinargerð.


    Varðandi 1. og 4. tölul. fyrirspurnarinnar vísast til svars iðnaðaráðherra við fyrirspurn á 111. löggjafarþingi, þskj. 120 (10. mál), 7. og 10. tölul.



Skriflegt svar óskast.