Ferill 116. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 116 . mál.


Sþ.

598. Nefndarálit



um till. til þál. um könnun á áhrifum steinatöku í náttúru Íslands og hertar reglur í þeim efnum til náttúruverndar.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og leggur til að hún verði samþykkt með breytingum sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Tillaga þessi var einnig flutt á 111. löggjafarþingi og studdist nefndin við umsagnir er lágu fyrir frá því þingi frá Landvernd, Náttúruverndarráði og Náttúrufræðistofnun Íslands.
    Rannveig Guðmundsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.


Alþingi, 13. febr. 1990.



Hjörleifur Guttormsson,


form., frsm.


Alexander Stefánsson.


Birgir Ísl. Gunnarsson.


Guðni Ágústsson.


Kristinn Pétursson.


Anna Ólafsdóttir Björnsson.