Ferill 240. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 240 . mál.


Sþ.

350. Beiðni um skýrslu



frá sjávarútvegsráðherra um úthlutun á fiskveiðiheimildum fyrir smábáta.

    Með vísan til 30. gr. laga um þingsköp Alþingis óskum við undirritaðir alþingismenn eftir því að sjávarútvegsráðherra flytji Alþingi skýrslu um úthlutun á fiskveiðiheimildum fyrir smábáta.
    Í skýrslunni komi m.a. fram hvaða bátum, annars vegar milli 10 og 20 brúttólesta og hins vegar undir 10 brúttólestum, hafi verið haldið til veiða, hver hafi verið stærð þeirra og aflamark öll árin síðan 1984. Sérstaklega er beðið um, eftir að endanlegri úthlutun á aflaheimildum til smábáta er lokið, að gerð sé nákvæm grein fyrir tilraunaúthlutun þeirri til smábáta sem fram hefur farið, hverjar hafi verið aflaheimildir einstakra báta samkvæmt þeirri úthlutun og hvers eðlis þær leiðréttingar séu sem ráðuneytið hafi gert og hvers eðlis þær athugasemdir séu sem ekki hafa verið teknar til greina. Jafnframt er óskað upplýsinga um endanlega úthlutun til einstakra báta og að gerð sé grein fyrir þeim kaupum og sölum á bátum og fiskiskipum sem orðið hafa eða verða á árinu 1990.
    Þess er óskað að skýrslan verði tekin til umræðu á fundi sameinaðs þings fljótlega eftir að henni hefur verið útbýtt á Alþingi.

Alþingi, 18. des. 1990.



Halldór Blöndal.

Skúli Alexandersson.

Danfríður Skarphéðinsdóttir.


Karvel Pálmason.

Geir Gunnarsson.

Matthías Bjarnason.


Hreggviður Jónsson.

Þórhildur Þorleifsdóttir.

Kristinn Pétursson.


Guðmundur H. Garðarsson.




    Til forseta sameinaðs Alþingis, Alþingi.