Ferill 250. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 250 . mál.


Sþ.

397. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um sérstakan eignarskatt.

Frá Hreggviði Jónssyni.



     Hvernig skiptist álagður sérstakur eignarskattur árið 1990 samkvæmt ákvæðum laga nr. 49/1986, um þjóðarátak til byggingar þjóðarbókhlöðu, milli einstakra kjördæma?
     Hvernig skiptist álagning þeirra í hverju kjördæmi fyrir sig milli:
          A. fyrirtækja,
          B. einstaklinga:
                   a. hjóna,
                   b. einhleypinga?
         Einnig er beðið um upplýsingar um fjölda í hverjum hópi fyrir sig.
     Hve há upphæð var innheimt árið 1990 og hve stór hluti hennar rann til byggingar Þjóðarbókhlöðunnar?


Skriflegt svar óskast.