Ferill 88. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 88 . mál.


91. Frumvarp til laga



um veitingu ríkisborgararéttar.

(Lagt fyrir Alþingi á 115. löggjafarþingi 1991.)



1. gr.


    Ríkisborgararétt skulu öðlast:
    Andreasen, Olga, húsmóðir í Gnúpverjahreppi, f. 19. mars 1956 í Stykkishólmi.
    D'Arcy, Julian Meldon, dósent í Reykjavík, f. 9. mars 1949 í Bretlandi.
    Cashman, Mary Michelle, húsmóðir í Reykjavík, f. 14. apríl 1961 í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
    Dunn, Charlotta Maria Madelaire, bókari á Blönduósi, f. 10. ágúst 1960 í Danmörku.
    Groeneweg, Adriaan Dick, verslunarstjóri í Hveragerði, f. 16. mars 1944 í Hollandi.
    Groiss, Helmut, vefmeistari á Akureyri, f. 27. september 1941 í Austurríki.
    Hanneck, Björn Sindri, barn í Reykjavík, f. 10. mars 1980 í Þýskalandi.
    Hannigan, Nicholas Peter John, kennari í Reykjavík, f. 26. desember 1957 í Kanada.
    Hansen, Sigurður Peter, verslunarmaður í Mosfellsbæ, f. 4. desember 1967 í Reykjavík.
    Hinrichsen, Helmut, kennari í Mosfellsbæ, f. 23. ágúst 1953 í Þýskalandi.
    Hockett, Allan Örn, nemi í Reykjavík, f. 3. júlí 1973 í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
    Johannsen, Hrönn, nemi í Borgarnesi, f. 27. febrúar 1975 í Reykjavík.
    Kale, Mahesh Madhavrao, rafsuðumaður í Hafnarfirði, f. 8. júlí 1953 á Indlandi.
    Kampp, Anne, leiðbeinandi á Egilsstöðum, f. 12. júlí 1955 í Danmörku.
    Kwaszenko, Soffia Kristin, ritari í Reykjavík, f. 26. febrúar 1953 í Englandi.
    Labandero, Pinafrancia, póstmaður í Reykjavík, f. 17. september 1968 á Filippseyjum.
    Paran, Alma Unabia, iðnverkakona í Kópavogi, f. 13. júní 1971 á Filippseyjum.
    Smith, Marlisa Jean, aðstoðarmaður í Reykjavík, f. 21. janúar 1963 í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
    Telli, Elife, verkakona í Hafnarfirði, f. 15. maí 1965 í Tyrklandi.

2. gr.


    Þeir sem heita nöfnum sem ekki fullnægja reglum laga um mannanöfn, nr. 37 27. mars 1991, skulu ekki öðlast íslenskt ríkisfang samkvæmt lögum þessum fyrr en fullnægt er ákvæðum 15. gr. laga um mannanöfn. Sama gildir um börn þeirra.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Umsækjendur þeir, sem teknir hafa verið í lagafrumvarp þetta, fullnægja skilyrðum þeim sem Alþingi hefur stuðst við er umsóknir um ríkisborgararétt hafa verið afgreiddar.
     Ákvæði 2. gr. um nafnbreytingu er nú breytt frá því sem verið hefur undanfarin ár vegna nýrra mannanafnalaga sem taka gildi 1. nóvember nk. Er vísað til 15. gr. þeirra laga um nafnbreytingarkröfur. Þess skal getið að regla nefndrar 15. gr. er strangari en verið hefur undanfarin ár samkvæmt einstökum lögum um veitingu ríkisborgararéttar að því er varðar kenninöfn barna sem fá ríkisborgararétt með foreldri sínu.
     Til skýringar er tekin hér upp 15. gr. mannanafnalaganna:
     „Nú fær maður, er heitir erlendu nafni, íslenskt ríkisfang með lögum og skulu þá börn hans fimmtán ára og yngri, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 100/1952, taka upp íslenskt eiginnafn, sbr. þó 2. mgr. 8. gr., og kenninafn sem samþykkt er af mannanafnanefnd. Börnum hans sextán ára og eldri er þetta einnig heimilt. Maðurinn skal sjálfur taka sér íslenskt eiginnafn, ásamt nafni sem hann ber fyrir, er börn hans taka sem kenninafn. Honum skal þó heimilt, ef hann kýs heldur, að breyta eiginnafni sínu og/eða ættarnafni eftir ákvæðum þessara laga. Slík nafnbreyting skal ákveðin samtímis því að dómsmálaráðuneyti gefur út bréf um að hlutaðeigendur öðlist íslenskt ríkisfang. Barni, sem fæðist eftir að foreldri þess hefur fengið íslenskt ríkisfang með lögum, skal gefið íslenskt eiginnafn, sbr. þó 2. mgr. 8. gr., og það skal fá íslenskt kenninafn.
     Ákvæði 1. mgr. taka á hliðstæðan hátt til útlendinga sem fá íslenskt ríkisfang skv. 2.–4. gr. laga nr. 100/1952.“