Ferill 389. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 389 . mál.


631. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um störf nefndar um stöðu karla í breyttu samfélagi.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hvert er erindisbréf nefndar um stöðu karla í breyttu samfélagi sem skipuð var 24. okt. 1991 og hverjir eiga sæti í nefndinni?
    Hefur ráðherra fylgst með kynningu einstakra nefndarmanna á opinberum vettvangi á viðfangsefnum nefndarinnar og viðhorfum þeirra til hlutverks hennar?
    Hvenær er nefndinni ætlað að ljúka störfum og hvað hefur ráðherra fyrirhugað að gera með niðurstöður hennar?