Samningar við EB um fiskveiðimál

99. fundur
Mánudaginn 11. janúar 1993, kl. 15:15:39 (4640)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Það er algerlega út í hött að halda því fram að hér eigi að nota stuðla þar sem byggt er á því að 50% af karfanum eru unnin um borð eða hann seldur á takmörkuðum markaði sem vegna takmörkunar á framboði gefur hátt verð og bera það saman við þorsk þar sem aðeins 20% er unnið um borð eða selt á þessum tilteknu mörkuðum. Það er auðvitað alveg út í bláinn að nota slíka stuðla við þetta mat. Þess vegna held ég því enn fram að ekki hafi verið færð gild rök fyrir því að aðrir stuðlar séu hentugri

en þeir sem sjútvrn. gefur út í þessu efni.