Rannsóknarnefnd til að rannsaka ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins

159. fundur
Mánudaginn 19. apríl 1993, kl. 19:19:57 (7194)

     Geir H. Haarde :
    Virðulegi forseti. Ég hef leyft mér að flytja í máli þessu svohljóðandi tillögu til rökstuddrar dagskrár:
    ,,Þar sem fyrir liggur að menntamálaráðherra hefur óskað athugunar Ríkisendurskoðunar á fjárhagslegum samskiptum setts framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins við stofnunina telur Alþingi ekki ástæðu til að kjósa rannsóknarnefnd samkvæmt stjórnarskránni til að fjalla um málið. Því samþykkir Alþingi að vísa málinu frá og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.``
    Virðulegi forseti. Þessi tillaga skýrir sig sjálf. Ég sé ekki ástæðu til þess að hafa um hana fleiri orð.