Ferill 550. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 550 . mál.


1261. Frumvarp til laga



um leikskóla.

(Eftir 2. umr., 6. maí.)



    Samhljóða þskj. 861 með þessari breytingu:

    9. gr. hljóðar svo:
    Leikskólanefnd, kjörin af sveitarstjórn, fer með málefni leikskóla í umboði sveitarstjórnar. Einn fulltrúi starfsfólks leikskóla og einn fulltrúi foreldra leikskólabarna eiga rétt til setu á fundum leikskólanefndar með málfrelsi og tillögurétti. Heimilt er sveitarstjórn að sameina nefndir þannig að ein nefnd fari með verkefni á fleiri en einu sviði, sbr. 58. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986. Þar sem sveitarfélög hafa sameinast um rekstur leikskóla skulu þau öll eiga fulltrúa í þeirri nefnd sem fer með málefni leikskóla.