Ferill 235. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 235 . mál.


276. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um framkvæmd jafnréttislaga.

Frá Guðnýju Guðbjörnsdóttur.



    Hvernig er háttað eftirliti með framkvæmd laganna um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, t.d. á sviði launamála og menntamála, sbr. 4. og 10. gr. núgildandi laga?
    Áformar ráðherra að efla eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga, t.d. með því að beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns jafnréttismála sem hefði það hlutverk, auk kærunefnda og dómstóla, að fylgja eftir framkvæmd jafnréttislaga eins og tíðkast á Norðurlöndum?