Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 225 . mál.


563. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um verkaskiptingu ríkis og sveit arfélaga.

     1 .     Hvaða verkefni hafa verið flutt frá ríki til sveitarfélaga árin 1991 til og með 1994,
                   a .     í samræmi við lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga,
                   b .     í framhaldi af öðrum samþykktum eða lagabreytingum?

    Eina breytingin á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem gerð hefur verið á þessum árum, átti sér stað í framhaldi af samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um að sveitarfélögin tækju að sér að annast akstur fatlaðra barna í grunnskóla og á móti tæki ríkið að sér að greiða allan kostnað af rekstri Unglingaheimilis ríkisins og meðferðarheimilisins að Torfastöðum. Áður höfðu sveit arfélögin greitt daggjöld vegna vistunar unglinga á þessum heimilum. Lög til staðfestingar á þessari verkaskiptingu tóku gildi 1. janúar 1993.

     2 .     Hver er heildarkostnaður sveitarfélaganna af þessum verkefnum árin 1991 til og með 1994,
                   a .     kostnaður allra sveitarfélaga,
                   b .     kostnaður Reykjavíkurborgar,
                   c .     kostnaður á hvern kaupstað?

    a. Kostnaður allra sveitarfélaga við akstur fatlaðra barna í grunnskóla árið 1993 var um 45.940.000 kr. Ekki liggja fyrir upplýsingar um kostnað á árinu 1994.
    b. Kostnaður Reykjavíkurborgar árið 1993 var 25.992.247 kr.
    c. Kostnaður á hvern kaupstað árið 1993, en kostnaður leggst aðallega á þau sveitarfélög þar sem sérskólar eru staðsettir:

         Krónur     

Reykjavíkurborg               25.992.247
Kópavogur               3.265.505
Hafnarfjörður               3.540.070
Garðabær               680.924
Mosfellsbær               2.178.224
Seltjarnarnes               135.453
Bessastaðahreppur               135.453
Sveitarfélög á Suðurnesjum               5.102.075
Akureyri (áætl. 1994)               4.500.000
Önnur sveitarfélög               410.018
Samtals               45.939.969
    Í aðdraganda að þessari breyttu verkaskiptingu á árinu 1992 hafði verið áætlað að akstur fatl aðra grunnskólabarna kostaði um 42–46 millj. kr. og að útgjöld sveitarfélaga vegna vistunar barna á meðferðarheimilunum kostaði um 42 millj. kr.

     3 .     Hvaða tekjustofnar hafa verið færðir frá ríki til sveitarfélaga árin 1991 til og með 1994 og
                   a .     hver er heildartekjuaukning sveitarfélaga af þessu,
                   b .     hverjar eru tekjur Reykjavíkurborgar og
                   c.     hverjar eru tekjur hvers kaupstaðar?

    Í tengslum við niðurfellingu aðstöðugjalds á árinu 1993 og niðurfellingu landsútsvars á árinu 1994 fengu sveitarfélögin á árinu 1993 framlög frá ríkissjóði sem numu 80% af álögðu aðstöðugjaldi á því ári. Á árinu 1994 gekk í gildi breyting á lögum um tekju stofna sveitarfélaga þar sem heimilað var að hækka hámarksútsvar um 1,7 prósentustig úr 7,5% í 9,2%. Einnig var sveitarfélögunum heimilað að hækka fasteignaskatt á at vinnuhúsnæði úr 1,25% í 1,40% eða um 0,15 prósentustig. Þá var heimild til að leggja á sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði færð frá ríki til sveitarfélaga en álagn ingarprósentan lækkuð úr 1,5% í 1,25%. Framlag ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga var jafnframt hækkað um 0,227% af útsvarsstofni en hluti landsútsvars rann áður í Jöfnun arsjóð. Framlag ríkisins í stað aðstöðugjalds á árinu 1993 féll niður samhliða þessum breytingum er tóku gildi 1994.
    Reiknað var með að þessar breytingar leiddu til þess að í heildina yrðu sveitarfélög in jafnsett miðað við heildarinnheimtu af álögðu aðstöðugjaldi.
    a. Ekki er rétt að tala um tekjuaukningu sveitarfélaga af þessum breytingum þar sem sveitarfélögin innheimtu ekki aðstöðugjald á árunum 1993 og 1994.
    Til að mæta niðurfellingu aðstöðugjaldsins má áætla að tekjur sveitarfélaganna hefðu hækkað sem hér kemur fram ef öll sveitarfélög hefðu nýtt rýmkaðar álagningarheimild ir að fullu á árinu 1994 sem þau gerðu alls ekki.
    Millj. kr.
1993:
Framlög ríkisins (80% af álögðu aðstöðugjaldi)          4.048

1994:
Heimild til hækkunar útsvars          3.942
Heimild til hækkunar fasteignaskatts          282
Heimild til álagningar skatts á verslunar- og skrifstofuhúsnæði
  Álagning: 521 millj. kr. Áætluð afföll við innheimtu: 77 millj. kr.          444
Hækkað framlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga          526
Landsútsvar fellt niður árið 1994          –622
Samtals          4.572

    Af framangreindu má ráða að ef sveitarfélögin hefðu nýtt þessar heimildir að fullu árið 1994 hefðu rauntekjur þeirra aukist miðað við það framlag er þau fengu úr ríkissjóði 1993. Í þessu sambandi verður að líta til þess að álögð gjöld innheimtast aldrei að fullu og að framlagið vegna aðstöðugjaldsins var miðað við 80% af álagningu 1993. Jafnframt má geta þess að álagt aðstöðugjald 1993 fyrir rekstrarárið 1992 var í lágmarki vegna sam dráttar í atvinnulífinu á því ári.
    b–c. Mjög erfitt er að sundurliða áhrif þessara breytinga á tekjustofnum sveitarfélaga á einstök sveitarfélög þar sem þau nýttu rýmkaðar heimildir með mjög misjöfnum hætti. Í heildina talið áttu sveitarfélögin að verða nálægt því jafnsett hvað tekjur varðar og tekj ur þeirra jöfnuðust mjög mikið sem þýddi að þau sveitarfélög, sem höfðu háar tekjur af aðstöðugjaldi, lækkuðu í tekjum en önnur sveitarfélög juku tekjur sínar.

     4.     Hverjar eru þær laga- og reglugerðarbreytingar, gerðar á árunum 1991–1994, sem hafa í för með sér aukna skatta á sveitarfélögin eða annan kostnaðarauka en um get ur í 1., 2. og 3. lið? Um hve háar upphæðir er að ræða:
                   a.     heildarálögur allra sveitarfélaga,
                   b.     auknar álögur á Reykjavíkurborg og
                   c.     auknar álögur á kaupstaði, skipt niður á einstaka kaupstaði?

    Kostnaðarauki sveitarfélaga 1992–1994 vegna breytinga á lögum og reglugerðum (í millj. kr.):
     1992      1993      1994        Samtals
Framlag v/löggæslu          600               600
Framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð.               500     600     1.100
Skerðing á framlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
         til Lánasjóðs sveitarfélaga               110          110
Aukinn kostnaður sveitarfélaga vegna átaksverkefna               300     500     800

Annað:
Gjaldskrá Fasteignamats ríkisins          35     35     35     105
3,5% gjald vegna Byggingarsjóðs ríkisins          116     116     116     348

    a. Samtals kostnaðarauki sveitarfélaga 1992–1994 (í millj. kr.):

     1992      1993      1994        Samtals

 Samtals          751     1.061     1.251     3.063

    Til viðbótar þeim fjárhæðum sem hér eru tilgreindar hafa verið gerðar fleiri breyt ingar á lögum og reglugerðum og fjárhagslegum samskiptum ríkissjóðs og sveitarfélaga sem leitt hafa til aukins kostnaðar sveitarfélaga. Í því sambandi má nefna lækkun á end urgreiðslum vegna skipulagsmála og refa- og minkaeyðingar og ákvæði reglugerða um umhverfismál.
    b–c. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig kostnaðaraukinn skiptist á einstök sveit arfélög, en þyngstu álögurnar voru lagðar á eftir íbúafjölda í sveitarfélögunum. Lægri fjárhæðir á hvern íbúa voru þó krafðar af sveitarfélögum með færri en 300 íbúa.