Ferill 412. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 412. mál.


661. Tillaga til þingsályktunar



um aðgerðir í landbúnaðarmálum og úttekt á starfsskilyrðum og samkeppnisstöðu landbúnaðar.

Flm.: Steingrímur J. Sigfússon, Ragnar Arnalds, Guðrún Helgadóttir,


Hjörleifur Guttormsson, Jóhann Ársælsson, Kristinn H. Gunnarsson,


Margrét Frímannsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson,


Svavar Gestsson.



    Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra í samráði við nefnd skipaða fulltrúum allra þingflokka að grípa til eftirfarandi ráðstafana í málefnum landbúnaðarins:
     1 .     Gera áætlun um hvernig staðið verði að málefnum landbúnaðarins og eflingu byggðar í sveitum það sem eftir lifir gildistíma búvörusamningsins. Markmiðið verði að tryggja að við lok gildistíma samningsins hafi að fullu verið staðið við ákvæði viðauka og bókana sem honum fylgja.
     2 .     Gera tillögur um sérstakan stuðning við hefðbundnar búgreinar, einkum sauðfjárrækt, vegna erfiðleika í aðlögun að markaðsaðstæðum. Ráðstafað verði a.m.k. hliðstæðum fjár munum í þessu skyni og ríkið hefur sparað og mundi spara sökum minni sölu innan lands en forsendur búvörusamnings gerðu ráð fyrir. Verði þessum fjármunum varið til að bæta stöðu þeirra bænda sem fyrir mestum tekjusamdrætti hafa orðið til þess að kosta útflutn ingsátak á hágæðavörum á þá markaði sem best borga og til fleiri nýsköpunarverkefna.
     3 .     Hlutast til um ítarlega úttekt á starfsskilyrðum og samkeppnisstöðu landbúnaðarins í ljósi breyttra aðstæðna, m.a. alþjóðasamninga sem Íslendingar hafa gerst aðilar að síðan bú vörusamningurinn var gerður. Á grundvelli þeirrar úttektar verði síðan gerðar tillögur um jöfnun samkeppnisskilyrða.
     4 .     Hefja undirbúning að mótun landbúnaðarstefnu til næstu ára, sbr. ákvæði 10. gr. í gildandi búvörusamningi, og taka upp viðræður við bændasamtökin um þessi mál.
    Landbúnaðarráðherra og nefnd þingflokkanna skulu sameiginlega skila Alþingi skýrslu um framangreind atriði og stöðu landbúnaðarins almennt ásamt tillögum eigi síðar en 15. október næstkomandi.

Greinargerð.


    Tillaga þessi er flutt í framhaldi af beiðni Alþýðubandalagsins um skýrslu frá landbúnaðar ráðherra um framkvæmd búvörusamnings sem lögð var fram fyrr á þessu þingi og er 95. mál þingsins á þskj. 97.
    Landbúnaðarráðherra skilaði skýrslu nú fyrir skemmstu og var hún unnin fyrir ráðuneytið af framkvæmdanefnd búvörusamninga. Í svari ráðherra við skýrslubeiðni þingflokks Alþýðu bandalagsins kemur skýrt fram að verulega vantar upp á að staðið hafi verið við öll ákvæði bú vörusamningsins og einnig kemur þar fram að forsendur eru að nokkru leyti breyttar frá því sem gert var ráð fyrir þegar búvörusamningur var undirritaður 11. mars 1991. Í framhaldi af áður nefndri skýrslu og umræðum um hana hafa því þingmenn Alþýðubandalagsins ákveðið að leggja fram tillögu þessa.
    Ljóst er að aðlögun sú að breyttum markaðsaðstæðum og starfskilyrðum, sem núgildandi bú vörusamningur gerir ráð fyrir, hefur að ýmsu leyti reynst erfiðari en vonir stóðu til, einkanlega í sauðfjárræktinni. Kemur þar ekki síst til að versnandi atvinnuástand og þrengri atvinnumögu leikar hafa gert bændum erfiðara um vik en ella að hasla sér völl í öðrum greinum. Kaupmáttur hefur fallið og neysla dregist saman í þjóðfélaginu og hef ur það eins og jafnan endranær haft óhagstæð áhrif á sölu innlendrar búvöru. Neyslan hef ur því dregist meira saman en áætlanir, sem lagðar voru til grundvallar búvörusamningn um, gerðu ráð fyrir. Allt hefur þetta skapað bændum og byggð í sveitum mikla erfið leika.
    Við þetta bætast beinar vanefndir, enn sem komið er, á ýmsum stuðningsþáttum bú vörusamningsins, svo sem framlögum ríkissjóðs til Byggðastofnunar vegna annarar at vinnuuppbyggingar í sveitum og algerum vanefndum á því stórátaki í landgræðslu og skógrækt sem bókanir með búvörusamningnum gerðu ráð fyrir að ráðist yrði í og bænd ur hefðu forgang til. Að þessu öllu samanlögðu er ekki á góðu von, enda flestum ljóst að við gríðarlega erfiðleika er að etja hjá fjölmörgum bændafjölskyldum.
     Fyrsti liður tillögunnar gerir ráð fyrir að gerð verði um það áætlun hvernig tryggja megi með stórauknum framlögum að þrátt fyrir vanefndir á fyrri hluta samningstímans takist að vinna þær upp og tryggja að þegar upp verði staðið hafi ríkið staðið við sitt. Til þess þarf m.a. að verja það sem eftir lifir samningstímans rúmum 300 millj. kr. til Byggðastofnunar og rúmum 2 milljörðum kr. aukalega til landgræðslu og skógræktar og hafi bændur forgang til þeirra starfa sem við þetta skapast.
     Annar af fjórum liðum tillögunnar gengur út á að breyttum forsendum varðandi inn anlandsmarkað og aðlögun að honum verði mætt sérstaklega með fjárstuðningi og þá haft í huga að a.m.k. sambærilegum fjármunum og ríkið hefur sparað, sökum minni sölu inn an lands en forsendur búvörusamnings gerðu ráð fyrir, verði varið til þeirra verkefna. Ljóst er að mun minni sala innan lands á kindakjöti en búvörusamningurinn gerði ráð fyr ir hefur þýtt umtalsverðan sparnað fyrir ríkið í formi minni beingreiðslna.
    Haldi salan áfram að dragast saman, sbr. nýlega spá Framleiðsluráðs landbúnaðarins, mun enn draga í sundur með áætluninni sem lögð var til grundvallar samningnum og raunverulegum útgjöldum ríkissjóðs. Í töflu, sem fylgir greinargerðinni, er gerð tilraun til að meta þann viðbótarsparnað sem líklegt er að ríkið fái í sinn hlut vegna minni sölu kindakjöts innan lands en búvörusamningurinn gerði ráð fyrir. Í ljós kemur að viðbót arsparnaður ríkisins stefnir í rúmar 900 millj. kr. (920) á verðlagi samningsins, þ.e. fast að 1 milljarði á gildandi verðlagi. Enn meira vantar upp á að bændur hafi fengið í sinn hlut út úr beingreiðslunum það sem áætlað var eða 1.150 millj. kr. á verðlagi samnings ins, þ.e. rúmlega 1.200 millj. kr. á gildandi verðlagi. Stafar þetta af því að hluti bein greiðslnanna hefur verið tekinn til markaðsaðgerða í stað þess að hann gengi beint til bænda. Ljóst er að innanlandssala sem nemur allt niður í 7.000 tonn í stað þeirra 8.600 sem búvörusamningurinn gerði ráð fyrir þýðir að óbreyttu umtalsverðan sparnað fyrir rík ið í beingreiðslum. Það hlýtur að teljast sanngjarnt í ljósi mikilla erfiðleika sauðfjárrækt arinnar sem atvinnugreinar og þeirra sem á henni byggja að þessum fjármunum verði þá í staðinn varið til þess að bæta stöðu þeirra bænda sem fyrir mestum tekjusamdrætti hafa orðið og til útflutnings- og þróunarverkefna.
    Einnig er ljóst og óumdeilanlegt að samningurinn í heild sinni sparar nú ríkissjóði miklar fjárhæðir á hverju ári svo nemur 3–4 milljörðum kr. miðað við útgjöld eins og þau voru á árunum fyrir gerð núgildandi búvörusamnings. Munar þar mestu um að útflutn ingsuppbætur heyra nú sögunni til og minna framleiðslumagn er nú niðurgreitt en áður. Kostnaðurinn, sem því er samfara fyrir ríkið að standa að fullu við ákvæði viðauka og bókana samningsins, er því ekki nema sem svarar sparnaði ríkissjóðs á hverjum 7–10 mánuðum, þ.e. 2–2 1 / 2 milljarður kr., en það er sú upphæð sem vanefndir ríkisins stefna í að óbreyttu.
    Tillagan gerir í þriðja lagi ráð fyrir að landbúnaðarráðherra í samráði við nefnd skip aða fulltrúum allra þingflokka, sbr. 1. mgr., hlutist til um að fram fari ítarleg úttekt á starfsskilyrðum og samkeppnisstöðu landbúnaðarins í ljósi breyttra aðstæðna. Er þar ekki síst átt við þá alþjóðasamninga sem gerðir hafa verið á þessu kjörtímabili og óumdeil anlega koma til með að hafa áhrif á aðstöðu innlendrar framleiðslu á komandi árum.
    Íslendingar hafa nú að hluta til með landbúnaðarákvæðum í tengslum við EES-samn inginn og síðan með aðild sinni að Úrúgvæ-niðurstöðu GATT-samninganna afsalað sér rétti til að stjórna innflutningi búvara með beinum magntakmörkunum og auk þess skuld bundið sig til að leyfa hér ákveðinn lágmarksmarkaðsaðgang niðurgreiddra búvara. Af þessum sökum er enn mikilvægara en ella að samkeppnisskilyrði greinarinnar verði jöfn uð og ekki halli á íslenskan landbúnað í því efni. Einnig er ljóst að eigi greinin að eiga sér raunhæfa möguleika til að keppa á erlendum mörkuðum verða að liggja til grund vallar sambærileg starfsskilyrði og samkeppnisstaða hvað markaðsvernd og útflutnings stuðning snertir.
    Í raun er landbúnaðurinn að ganga inn í samkeppnisumhverfi sambærilegt við það sem til að mynda skipasmíðaiðnaðurinn hefur lengi glímt við, en þar hefur eins og kunnugt er lengi tíðkast ríkisstuðningur og niðurgreiðslur í nágrannalöndunum sem innlend fram leiðsla hefur orðið að keppa við.
    Brýnt er að gerð verði vönduð úttekt á þessu breytta starfsumhverfi landbúnaðarins og á grundvelli hennar tillögur um þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að ekki halli á innlenda framleiðslu í þessu efni.
    Minna má á í þessu sambandi ákvæði 9. gr. búvörusamningsins, en þar er sérstak lega tekið fram að forsenda samningsins sé að reglum verði ekki breytt eða ákvarðanir teknar um innflutning búfjárafurða þannig að teflt verði í tvísýnu því jafnvægi og þeim árangri sem að er stefnt. Þar er að sjálfsögðu átt við það jafnvægi milli innlendrar eft irspurnar og framleiðslu sem búvörusamningurinn grundvallast á.
    Í fjórða og síðasta lagi gerir tillagan ráð fyrir að hafinn verði undirbúningur að mót un landbúnaðarstefnu til næstu ára. Má í því sambandi minna á að í 10. gr. samnings ins er gert ráð fyrir að gera skuli úttekt á framkvæmd samningsins með tilliti til mark miða hans að fjórum árum liðnum og síðan skuli hefja viðræður um áframhaldandi stefnu mörkun á þessu sviði. Því er ekki seinna vænna að hefja nú undirbúning að þessu starfi og þó fyrr hefði verið því að ljóst er að nú þegar eru að nokkru leyti breyttar forsend ur, bæði vegna áðurnefndra alþjóðasamninga sem áhrif hafa á grundvöll innlendrar bú vöruframleiðslu en einnig vegna þess að aðstæður hafa þróast með öðrum hætti en ráð var fyrir gert og samdráttur í neyslu hefur orðið meiri en grundvöllur samningsins gerði ráð fyrir.
    Það er því ekki seinna vænna að þessi vinna hefjist nú enda komið að lokum þessa kjörtímabils. Rétt þótti að leggja til þá tilhögun að landbúnaðarráðherra yrði falið að hafa forustu fyrir þessu starfi í samráði við nefnd sem skipuð verði fulltrúum allra þingflokka og komið verði á fót í þessu skyni. Er það gert sökum þess að komið er að lokum kjör tímabils, eins og áður sagði, og því mundi ella ríkja nokkur óvissa um hverjir færu með forræði í þessum málum strax að fáum mánuðum liðnum og eins þess að nauðsyn er að reyna að hefja þessi afdrifaríku mál upp yfir flokkadrætti eins og kostur er og laða fram eftir því sem mögulegt er sem breiðasta, faglega og þverpólitíska samstöðu um málið. Fátt er landbúnaði, sem og öðrum atvinnugreinum, mikilvægara á umrótstímum en það að um málefni greinarinnar ríki sem mestur friður og breiðust samstaða.
    Að öðru leyti vísast til þeirra þingskjala sem áður hafa verið nefnd og umræðna um þau um frekari rökstuðning, þ.e. þskj. 97, beiðni þingflokks Alþýðubandalagsins um skýrslu um framkvæmd búvörusamnings, svars ráðherrans, skýrslu landbúnaðarráðherra um framkvæmd búvörusamnings á þskj. 537, og umræðu um þá skýrslu sem fram fór föstudaginn 3. febrúar sl.
    Eftirfarandi yfirlitstafla sýnir áætlaðar beinar greiðslur til framleiðenda sauðfjáraf urða á lögbýlum, eins og þær fylgdu með búvörusamningnum á sínum tíma, og niður stöður eins og þær hafa orðið í ljósi minni sölu innan lands.

Samanburður á forsendum búvörusamnings um innanlandssölu á kindakjöti,


sölunni í reynd og nýjustu áætlunum um söluna tvö síðustu ár samningstímans.











TAFLA REPRÓ









    Horfur eru miðaðar við spá Framleiðsluráðs fyrir árið 1996 og 1997. Annars er um rauntölur að ræða. Miðað er við verðlag sauðfjárafurða verðlagsárið 1991/1992. Hækk un lánskjaravísitölu frá því er um 6%. Þá er ekki talið til frádráttar tekjum bænda 100 millj. kr. vegna ónýttra beingreiðslna.