Ferill 446. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 446 . mál.


764. Frumvarp til laga



um útflutningstryggingaráð.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994–95.)



1. gr.

    Tilgangur laga þessara, sbr. 3.–6. gr., er að:
     1 .     greiða fyrir útflutningi á vöru og þjónustu,
     2 .     kynna og auka notkun útflutningstrygginga,
     3 .     jafna samkeppnisstöðu íslenskra útflytjenda gagnvart erlendum á sviði útflutningstrygginga og lánsábyrgða.

2. gr.

    Stofna skal útflutningstryggingaráð. Lánasýsla ríkisins annast daglega starfsemi ráðsins nema stjórn þess ákveði annað.

3. gr.

    Útflutningstryggingaráði er heimilt að:
     1 .     tryggja lán sem bankar eða aðrar lánastofnanir veita innlendum útflytjendum til fjármögnunar á útflutningslánum sem þeir veita eða útvega erlendum kaupendum,
     2 .     tryggja aðrar kröfur íslenskra útflytjenda á hendur erlendum kaupendum, enda hafi þær orðið til vegna útflutnings á íslenskum vörum eða þjónustu,
     3 .     tryggja samkeppnislán til innlendra aðila er kaupa vélar og tæki sem framleidd eru innan lands,
     4 .     selja ábyrgðartryggingar fyrir þjónustu sem íslenskir aðilar veita erlendis.

4. gr.

    Útflutningstryggingaráði er enn fremur heimilt að ábyrgjast allt að helmingi útflutningslána sem bankar eða aðrar lánastofnanir veita innlendum útflytjendum á framleiðslutíma, enda skipt ist tjón vegna greiðslufalls til helminga á milli þeirra. Ráðið ábyrgist fyrst og fremst lán sem eru veitt litlum útflutningsfyrirtækjum eða fyrirtækjum sem eru að hefja útflutning.

5. gr.

    Útflutningstryggingaráð upplýsir og leiðbeinir útflytjendum varðandi útflutningstryggingar, kröfukaup og útflutningslán. Umfang starfseminnar ræðst af fjárveitingum á fjárlögum hverju sinni. Ráðinu er heimilt að semja um að fela hana öðrum aðila.

6. gr.

    Útflutningstryggingaráð tryggir gegn áhættu sem getur verið stjórnmálalegs eða viðskipta legs eðlis. Þegar um er að ræða viðskiptalega áhættu tryggir ráðið fyrst og fremst gegn áhættu sem ekki verður tryggð á innlendum markaði vegna smæðar fyrirtækis, lítillar áhættudreifingar, lánstíma eða af öðrum slíkum ástæðum.
    Útflutningstryggingaráð gerir samstarfssamninga við útflutningstryggingafyrirtæki eða önnur fyrirtæki til þess að afla upplýsinga um áhættu í viðskiptum við erlend fyrirtæki, innheimta kröfur og endurtryggja áhættu sína eftir atvikum.

7. gr.


    Stjórn útflutningstryggingaráðs skipa sjö menn valdir til tveggja ára í senn. Fjármála ráðherra, iðnaðarráðherra, landbúnaðarráðherra, sjávarútvegsráðherra, Útflutningsráð Ís lands og Verslunarráð Íslands skulu tilnefna einn mann hver. Utanríkisráðherra skipar stjórnina samkvæmt tilnefningu ofangreindra aðila og formann ráðsins án tilnefningar. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum.

8. gr.

    Stjórn útflutningstryggingaráðs ákveður iðgjöld af einstökum tryggingum og láns ábyrgðum. Við ákvörðun þeirra skal miða við að þau standi undir rekstri ráðsins, greiðslu tjónabóta og myndunar varasjóðs. Taka skal einnig tillit til iðgjalda fyrir sambærilegar tryggingar og ábyrgðir í helstu samkeppnislöndum.
    Tekjuafgangur skal lagður í sérstakan varasjóð og skal honum varið til greiðslu tjóna bóta. Nægi fé ráðsins, þar með talinn varasjóður, ekki til greiðslu tjónabóta skal greiða það sem á vantar af fjárlögum. Stjórn ráðsins skal gæta þess að tjón umfram tekjur vegna greiðslufalls á kröfum og lánsábyrgðum verði að meðaltali ekki umfram fjárhæð að jafn virði hálfrar milljónar sérstakra dráttarréttinda (SDR) á ári. Ef tjónið fer fram yfir þá upp hæð á einu ári skerðist hámarkið á næstu árum á eftir árlega um 25% þar til jöfnuði er náð.

9. gr.

    Greiðsluskilmálar lána, sem útflutningstryggingaráð tryggir, skulu vera í samræmi við almennar viðskiptavenjur hér á landi sem erlendis og skal höfð hliðsjón af vörugerð, eðli þjónustu, markaðsaðstæðum og öðru sem máli skiptir.
    Heildarskuldbindingar ráðsins mega aldrei nema hærri fjárhæð en að jafnvirði 50 millj óna sérstakra dráttarréttinda (SDR). Í eftirfarandi tilvikum skulu ákvarðanir teknar sam hljóða af fulltrúum ráðuneytanna í stjórn ráðsins:
     1.     veiting trygginga og lánsábyrgða fyrir einstakri kröfu eða einstöku láni sem nema að jafnvirði hálfrar milljónar SDR eða meira,
     2.     veiting trygginga og lánsábyrgða fyrir kröfum eða láni einstaks útflytjanda sem nema samtals að jafnvirði einnar milljónar SDR eða meira,
     3.     veiting trygginga fyrir meira en 85% af einstöku tjóni,
     4.     ákvarðanir um iðgjöld af einstökum tryggingum og lánsábyrgðum.
    Stjórn ráðsins skal leitast við að dreifa áhættu vegna trygginga og lánsábyrgða hæfi lega milli landa.
    

10. gr.

    Utanríkisráðherra gerir Alþingi árlega grein fyrir starfsemi útflutningstryggingaráðs.

11. gr.

    Útflutningstryggingaráði skal heimilt að eiga minnihlutaaðild að hlutafélögum eða öðr um félögum með takmarkaðri ábyrgð í eigu banka, annarra lánastofnana, tryggingafé laga, hagsmunasamtaka eða annarra aðila í þeim tilgangi að stuðla að framgangi mark miða laga þessara.

12. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi lög um tryggingardeild útflutn ingslána við Ríkisábyrgðasjóð, nr. 60/1970, og ákvæði 14.–16. gr. laga um Iðnlánasjóð, nr. 76/1987. Útflutningstryggingaráð tekur við réttindum og skyldum tryggingardeilda út flutningslána við Ríkisábyrgðasjóð og Iðnlánasjóð.
    Lög þessi skulu falla út gildi 1. janúar 2001. Ríkisábyrgðasjóður tekur þá við rétt indum og skyldum útflutningstryggingaráðs.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


Inngangur.
    Á ríkisstjórnarfundi 14. desember 1993 var ákveðið að láta gera úttekt á því með hvaða hætti ríkisstjórnin geti stuðlað að því að íslenskir útflytjendur og fjárfestar erlend is geti tryggt sig með viðunandi hætti gegn vanefndum kaupenda þeirra erlendis.
    Ákveðið var að skipa nefnd fimm ráðuneyta sem skyldi skila tillögum til ríkisstjórn arinnar um framangreint.
    Utanríkisráðherra skipaði nefndina 1. mars 1994 að fengnum tillögum viðkomandi ráð herra:
     1.     Pétur G. Thorsteinsson, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu, formaður.
     2.     Agnar Kofoed-Hansen, Verslunarráði Íslands, tilnefndur af landbúnaðarráðherra.
     3.     Arndís Steinþórsdóttir, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, tilnefnd af sjáv arútvegsráðherra.
     4.     Finnur Sveinbjörnsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, tilnefndur af við skiptaráðherra.
     5.     Skarphéðinn Berg Steinarsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, tilnefndur af fjár málaráðherra.
    Helstu ástæðurnar fyrir skipun nefndarinnar voru eftirfarandi: Til þess að tryggja fulla atvinnu á Íslandi í framtíðinni verður í auknum mæli að leggja áherslu á útflutning. Sá útflutningur verður að vera fjölbreyttari en nú er og leggja verður áherslu á aukin tæki færi í iðnaði. Einkum verður að nýta þau tækifæri sem skapast vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Hins vegar eru mörg íslensk fyrirtæki sem nú starfa (eða koma til með að starfa) of lítil til þess að bera áhættuna af útflutningi án viðunandi trygginga.
    Því er haldið fram að ekki sé hægt að byggja upp útflutningshagkerfi án þess að hafa aðgang að útflutningstryggingum. Íslensk fyrirtæki hafa komist af til þessa, enda útflutn ingurinn að mestu í höndum stórra útflytjenda sem selja á nokkuð örugga markaði. Þessi staða er nú að breytast.
    Í nágrannaríkjunum er greiður aðgangur að margs konar útflutningstryggingum, oft niðurgreiddum af ríkisstjórnum. Á Íslandi eru hins vegar takmarkaðir möguleikar á slíkri þjónustu. Því búa íslenskir útflytjendur við verri samkeppnisskilyrði að þessu leyti en er lendir keppinautar.
    Rekstur útflutningstryggingafyrirtækis krefst mikillar sérþekkingar og víðtæks að gangs að upplýsingum um viðsemjendur erlendis. Slíkt kerfi er kostnaðarsamt og er því nauðsynlegt fyrir íslenska aðila sem að slíkri starfsemi standa að eiga samvinnu við að ila með sérþekkingu á þessu sviði.
    
Útflutningstryggingar.
    Með útflutningstryggingum er átt við tryggingu sem bætir seljanda tjón sem verður vegna vanefnda (greiðslufalls) kaupanda. Slíkar greiðslufallstryggingar eru í eðli sínu al mennar tryggingar og þekkjast því einnig í innanlandsviðskiptum.
    Skipta má útflutningstryggingum í tvo flokka: Trygging gegn viðskiptaáhættu og trygging gegn stjórnmálalegri áhættu. Í fyrra tilvikinu er fyrst og fremst verið að tryggja útflytjanda gegn greiðslufalli sem rekja má beint til kaupandans, svo sem gjaldþrots hans eða vanefnda. Í síðara tilvikinu er fyrst og fremst verið að tryggja útflytjanda gegn greiðslufalli sem rekja má til aðstæðna sem skapast vegna efnahagsaðstæðna eða stjórn málalegra aðstæðna í heimaríki kaupandans. Svo sem nærri má geta eru skilin á milli þessara tveggja þátta ekki alltaf glögg.
    Fjölmörg félög eru starfandi í heiminum sem selja tryggingar gegn viðskiptaáhættu. Þau eru ýmist í einkaeigu eða eigu opinberra aðila. Hins vegar eru það svo til eingöngu félög í eigu opinberra aðila eða félög sem njóta stuðnings opinberra aðila sem selja trygg ingar gegn stjórnmálalegri áhættu.
    Útflutningstryggingar hafa enn sem komið er ekki náð verulegri útbreiðslu hjá ís lenskum útflytjendum. Að einhverju leyti kann það að stafa af því að megnið af vöru útflutningi landsmanna hefur verið á höndum fárra aðila þar til á allra síðustu árum. Stóru sölusamtökin í sjávarútvegi hafa lengst af búið við töluverða áhættudreifingu og hafa þar að auki myndað eigin varasjóði til að mæta greiðslufalli hjá kaupendum. Þá byggist út flutningur stóriðjufyrirtækja að mestu leyti á traustum viðskiptasamböndum og þar af leiðandi hafa þau ekki þörf fyrir útflutningstryggingar. Loks má nefna að fyrir hrun kommúnismans byggðust viðskipti við austantjaldsríkin á viðskiptum við opinberar inn kaupastofnanir.
    Við Ríkisábyrgðasjóð hefur verið starfrækt tryggingardeild útflutningslána frá 1970. Sams konar deild hefur verið starfandi við Iðnlánasjóð frá 1987. Starfsheimildir deild anna samkvæmt lögum sem um sjóðina gilda eru nánast þær sömu:
     1.     Að taka að sér að tryggja lán sem bankar eða aðrar lánastofnanir veita innlendum framleiðendum vöru eða þjónustu til fjármögnunar á útflutningslánum sem veitt eru eða útveguð erlendum kaupendum.
     2.     Að tryggja kröfur íslenskra útflytjenda á hendur erlendum kaupendum, enda hafi þær orðið til vegna útflutnings á íslenskri vöru eða þjónustu.
     3.     Að tryggja, þegar sérstaklega stendur á, samkeppnislán til innlendra aðila er kaupa vélar, tæki og aðrar fjárfestingarvörur sem framleiddar eru innan lands.
    Að auki er tryggingardeild Iðnlánasjóðs heimilt að selja ábyrgðartryggingar fyrir þjón ustu sem íslenskir aðilar veita erlendis.
    Tryggingardeildir beggja sjóðanna geta tryggt bæði gegn viðskiptaáhættu og stjórn málalegri áhættu. Í október 1992 skilaði starfshópur á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðu neytis áliti um málefni tryggingardeildar útflutningslána við Iðnlánasjóð. Í kjölfar þess ákvað stjórn sjóðsins að takmarka tryggingar deildarinnar við pólitíska áhættu. Starf semi beggja deildanna hefur verið í lágmarki. Þannig lá t.d. starfsemi tryggingardeildar útflutningslána við Ríkisábyrgðasjóð niðri frá 1985 til 1992 er hún tryggði útflutnings lán vegna sölu á saltsíld til Rússlands. Það var síðan gert á ný síðla árs 1994.
    Kunnugt er um starfsemi umboðsmanna tveggja erlendra útflutningstryggingafélaga hér á landi, Namur í Belgíu og TopDanmark í Danmörku. Auk þess hafa íslenskir út flytjendur keypt útflutningstryggingar beint af erlendum félögum. Hér er þó einungis um tryggingar gegn viðskiptaáhættu að ræða en ekki stjórnmálalegri áhættu. Loks má geta þess samkvæmt upplýsingum frá danska fyrirtækinu Midt Factoring AS undirbýr það að bjóða kröfukaupaþjónusta sína hér á landi í samstarfi við innlendar bankastofnanir. Fyr irtækið ráðgerir einnig að bjóða útflutningstryggingar í samstarfi við útflutningstrygg ingafyrirtæki, m.a. Köbenhavnske Garanti.

Samráð við hagsmunaaðila.
    Nefndin leitaði til fjölmarga hagsmunaaðila til þess að afla upplýsinga um útflutn ingstryggingar á Íslandi, hvaða kjör er boðið upp á, hversu víðtæk notkunin sé, hvort breytingar séu á döfinni hjá einkaaðilum og hvaða möguleika þessir aðilar telji vera fyr ir hendi til úrbóta.
    Hér fara á eftir nöfn þeirra sem komu til viðræðna ásamt nöfnum fyrirtækja eða stofn ana: Árni Reynissson, umboðsmaður tryggingafélagsins Namur, Ásbjörn Jónsson, heild versluninni — Jón Ásbjörnsson hf., Barði Árnason, Landsbanka Íslands, Brynjólfur Helgason, Landsbanka Íslands, Gunnar Örn Kristjánsson, SÍF, Ívar Pálsson, Sævörum hf., Jakob Ármannsson, Búnaðarbanka Íslands, Jón Atli Kristjánsson, umboðsmaður Top Danmark Garanti A/S, Kristinn Lund, Íslenskum sjávarafurðum, Ólafur Ólafsson, Sam skipum hf., (áður Álafossi), Sigmar Ármannsson, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Stefán Melsted, Iðnlánasjóði, og Sveinn Hannesson, Samtökum iðnaðarins.
    Meðal þess sem kom fram var:
     1.     Margir töldu að eftirspurn eftir útflutningstryggingum hefði aukist hér á landi en þekking á þessari þjónustu væri fremur takmörkuð. Erlendu fyrirtækin tvö sem hér eru á markaðnum miða við að velta þess útflutnings sem tryggður er sé yfir 200 milljónir króna. Iðgjöldin eru frá 0,3% til 1,5% af veltu, allt eftir því hversu áhætt an er mikil og hversu dreifð viðskiptin eru. Ekki er hægt að tryggja kröfur nema upp að 85% til 90%.
     2.     Nokkrir töldu algengt meðal útflytjenda að þeir finni sér fasta viðskiptavini og minnki þar með áhættuna af útflutningi. Slíkt geti hins vegar hindrað aukningu við skipta þegar ákveðnu stigi er náð.
     3.     Sum tryggingafélög og bankar hafa kannað rekstrargrundvöllinn fyrir því bjóða út flutningstryggingar, en ekki talið sig samkeppnishæf við erlend félög. Fram kom að mörg tryggingafélög í Evrópu hafa dregið sig út úr þessari starfsemi á undanförn um árum vegna tapreksturs. Til þess að geta sinnt þessum markaði þarf stór félög þar sem áhættudreifingin er mikil. Greiðan aðgang þarf að fjárhagsupplýsingum um fyr irtæki erlendis.
     4.     Fyrirkomulagið sem nú gildir varðandi útflutningstryggingar Iðnlánasjóðs var ekki talið ná tilgangi sínum. Önnur fyrirtæki en iðnaðarfyrirtæki hefðu verið treg til þess að leita eftir þeirri þjónustu. Betra væri ef viðskiptabankarnir kæmu að þessari þjón ustu með einhverjum hætti.
     5.     Skiptar skoðanir voru um það hvort ríkisvaldið ætti að styrkja útflutningstrygging ar sem einkafyrirtæki bjóða þegar upp á. Hins vegar töldu vel flestir eðlilegt að styrkja tryggingar vegna stjórnmálalegrar áhættu eða áhættu sem ekki væri hægt að tryggja á markaðsgrundvelli. Þó var varað við reynslu Dana sem hefðu verið of frjálslegir í að bjóða ríkisstyrktar tryggingar, þannig að yfir 3 milljarðar DKK hefðu tapast á nokkrum árum.
     6.     Margir töldu að útflutningstryggingar væru lítið kynntar hér á landi. Þjónustan þætti í mörgum tilfellum dýr, seinvirk og krefðist mikillar pappírsvinnu, með tilheyrandi hlaupum á milli staða. Mörg fyrirtæki séu of lítil til þess að eiga kost á slíkum trygg ingum.
     7.     Fram kom það álit að nauðsyn væri á almennri upplýsingaþjónustu hér á landi þar sem hægt er að fá upplýsingar um erlenda viðskiptaaðila, sérstaklega þá sem slæm reynsla væri af.
     8.     Margir töldu íslenska markaðinn of lítinn til þess að bera útflutningstryggingafyr irtæki án aðstoðar frá stjórnvöldum. Nauðsynlegt væri að eiga samvinnu við sér hæfð erlend fyrirtæki á þessu sviði.

Aðrir valkostir útflytjenda.
    Til þess að minnka áhættuna af útflutningi eru ýmis úrræði, auk útflutningstrygginga, sem standa útflytjendum til boða. Skal nú farið yfir helstu valkostina.
    a. Eigin áhætta.
    Útflytjandinn getur flutt út vöru gegn greiðslu við móttöku án sérstakra trygginga fyr ir efndum eins og tíðkast innan lands milli aðila í föstum viðskiptum. Slíkt er hins veg ar mjög áhættusamt þegar um útflutning er að ræða. Ástæður þess eru margþættar. Fjar lægðir eru meiri og ýmislegt getur komið fyrir vöruna á leiðinni. Samningsgerðin er öllu flóknari, m.a. vegna opinberra reglna í viðkomandi löndum. Hætta er á misskilningi vegna mismunandi laga, hefða og tungumála. Erfiðara er að afla upplýsinga um áreiðanleika kaupandans milli landa og ef til dómsmáls kemur er niðurstaðan oft óvissuþáttum háð.
    i. Bankaupplýsingar o.fl.
    Til þess að minnka áhættu sína getur útflytjandinn reynt að afla sér upplýsinga um kaupandann, t.d. með því að biðja hann um að láta viðskiptabanka sinn senda meðmæli. Í sumum tilfellum gæti hann leitað til verslunarráðs á staðnum eða til Verslunarráðs Ís lands. Til greina kemur að íslensk sendiráð eða ræðisskrifstofur veiti aðstoð á þessu sviði. Þá getur útflytjandinn leitað til síns eigin viðskiptabanka sem gæti leitað áfram til sér hæfðs fyrirtækis sem veitir viðskiptaupplýsingar. Útflytjandinn gæti einnig leitað sjálf ur beint til þeirra.
    ii. Sérhæfð fyrirtæki.
    Erlendis hafa um árabil verið starfrækt fyrirtæki sem sérhæfa sig í að selja upplýs ingar um einstök fyrirtæki til aðila um allan heim sem hyggjast eiga viðskipti við þau. Þessar upplýsingar varða í flestum tilvikum fjárhagsstöðu eða markaðsstöðu fyrirtækj anna.
    Upplýsingar um fjárhagsstöðu fyrirtækja eru misjafnlega aðgengilegar og er hvað best ur aðgangur að slíkum upplýsingum um bandarísk fyrirtæki. Upplýsingarnar eru settar fram með þeim hætti að þær gefa vísbendingu um þá áhættu sem talin er fylgja viðskipt um við fyrirtækið eða einstaklinginn. Upplýsingaskrifstofa Verslunarráðs Íslands veitir þessa þjónustu hér á landi, en einnig er hægt að leita til upplýsingafyrirtækja erlendis.
    Þessi upplýsingamiðlun um fjárhagsstöðu fyrirtækja og einstaklinga er kölluð á ensku „credit report“ en til er ítarlegri greining á viðskiptaáhættu fyrirtækja sem kallast láns hæfiflokkun (einkunn um lánshæfi) eða „credit rating“ á ensku. Lánshæfiflokkun er ít arleg skýrsla um framtíðarmöguleika, fjárhagslegan styrkleika og stöðugleika fyrirtækja, stofnana og þjóðlanda og er lögð til grundvallar vaxtaákvörðunum í stórum lánssamn ingum.
    Þekktustu fyrirtækin sem stunda lánshæfiflokkun eru bandarísk, Standard & Poor's og Moody's. Moody's er í eigu Dun & Bradstreet Inc., en það er stærsta fyrirtæki heims á sviði miðlunar fjárhagsupplýsinga.
    b. Fyrirframgreiðsla.
    Til þess að minnka áhættu sína getur útflytjandinn krafist fyrirframgreiðslu. Slíkt stendur þó oft ekki til boða og verður ekki fjallað um hann frekar hér.
     c.      Bankaábyrgðir.
    Algengasta aðferðin sem notuð er í milliríkjaviðskiptum til þess að tryggja greiðslu eru bankaábyrgðir (letter of credit). Kaupandi felur sínum banka að opna ábyrgð í gegn um viðskiptabanka seljanda sem tryggir útflytjandanum greiðslu við efndir samnings. Seljandi leggur yfirleitt fram í sínum banka nauðsynleg skjöl og ef skilyrðum ábyrgð arinnar er fullnægt fær hann greiðslu frá bankanum. Bankinn gerir síðan kröfu á kaup anda í gegnum viðskiptabanka sinn.
    Kaupandinn greiðir kostnað vegna bankaábyrgðar. Af þeim sökum er ekki óalgengt að hann krefjist lægra verðs eða lengri gjaldfrests frá útflytjanda.
    d.      Kröfukaup.
    Kröfukaup er það kallað þegar seljandi vöru eða þjónustu sem selt hefur kaupanda í reikningi selur þriðja aðila kröfuna á kaupandann og fær greiðslu fyrir. Þriðji aðili ann ast upp frá því innheimtu á kröfunni eins og hann hefði verið seljandi vörunnar. Þriðji að ili hefur því með þessum hætti tekið á sig áhættuna af viðskiptunum.
    Kröfukaup geta hentað fyrirtækjum sem t.d. eru að byrja rekstur og þurfa fjármagn til að byggja sig upp. Þessi aðferð er hins vegar kostnaðarsöm þar sem afföll eru nokk ur af kröfunum.
    Á Íslandi bjóða fjármögnunarleigur, verðbréfafyrirtæki og bankar þessa þjónustu. Sum ir kaupa kröfuna og greiða hana strax, en aðrir greiða útflytjandanum ef hann fær ekki greiðslu frá kaupanda innan tiltekins frests.
    Landsbanki Íslands er í samstarfi við erlent fyrirtæki á þessu sviði, Factors Chain International (FCI).
    Í flestum tilvikum gerir kröfukaupafyrirtækið það að skilyrði að fá að kaupa allar kröf ur viðkomandi seljanda en ekki einungis þær kröfur sem eru áhættusamar. Þetta er gert til að dreifa áhættunni þannig að iðgjaldið verði viðráðanlegt.
Útflutningslán á Íslandi.
    Þar sem útflutningslánakerfi eru nátengd útflutningstryggingum þykir rétt að fara nokkrum orðum um þau hér.
    Fjármögnun útflutnings frá Íslandi hefur um nokkuð langt skeið verið í fremur föst um skorðum. Framleiðendum sjávarafurða hafa staðið til boða afurðalán og framleið endum iðnaðarvöru framleiðslulán. Þessi lán hafa numið allt að 75% af áætluðu útflutn ingsverðmæti. Lánin hafa verið tryggð með 1. veðrétti í birgðum unninna afurða. Þá hef ur framleiðendum iðnaðarvöru staðið til boða rekstrarlán sem veitt eru út á staðfestar pantanir erlendis frá. Þau geta hæst numið 50% af áætluðum framleiðslukostnaði. Þessu til viðbótar má nefna yfirdráttarlán, einkum þegar um smærri fyrirtæki er að ræða, og kröfukaup, sjá d-lið að framan.
    Á síðustu missirum hafa komið fram nýjungar á fjármögnun útflutnings. Þar skulu annars vegar nefnd milliganga stórra útflutningssölusamtaka um fjármögnun framleiðslu félagsmanna og hins vegar heildstæðir samningar lánastofnunar og fyrirtækis um fjár mögnun þess án þess að þar sé sérstaklega skilið á milli þeirra þátta í starfsemi fyrir tækisins sem fjármagna þarf.
    Víða erlendis eru starfandi á vegum opinberra aðila sérstakir útflutningslánasjóðir sem veita útflutningslán á hagstæðum kjörum. Svo er ekki hér á landi. Á tímum óðaverð bólgu og opinberra vaxtaákvarðana má segja að afurðalán og önnur fjármögnun útflutn ings hafi notið vaxtaniðurgreiðslu en svo er ekki lengur. Útflutningslánasjóður, sem stofn aður var árið 1970 af Seðlabanka Íslands, Landsbanka Íslands og Iðnlánasjóði , hefur einkum veitt svokölluð samkeppnislán, þ.e. lán til innlendra aðila vegna kaupa þeirra á vélum og búnaði sem framleidd eru hér á landi en eru í samkeppni við innflutning, en ekki útflutningslán. Lán úr sjóðnum eru veitt á markaðskjörum.

Útflutningslán og útflutningstryggingar í öðrum ríkjum.
    Á vegum Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar (OECD) hefur verið reynt að stemma stigu við því að aðildarríkin bæti samkeppnisstöðu eigin fyrirtækja gagnvart fyr irtækjum í öðrum aðildarríkjum með því að bjóða niðurgreidd útflutningslán. Náðst hef ur sammæli um leiðbeinandi reglur um útflutningslán sem njóta stuðnings opinberra að ila. Öll aðildarríki stofnunarinnar eru aðilar að þessu sammæli að Íslandi og Tyrklandi undanskildum. Reglurnar ná til útflutningslána sem veitt eru í tengslum við sölu á vöru og þjónustu og þegar endurgreiðslutími láns er a.m.k. tvö ár. Auk venjulegra lána ná regl urnar einnig til kaupleigusamninga. Auk almennra reglna gilda sérstakar reglur um út flutningslán í tengslum við sölu á flugvélum, skipum, kjarnorkuverum og öðrum orku verum. Reglurnar ná ekki til útflutningslána vegna sölu á vopnabúnaði og landbún aðarvörum.
    Hér á eftir er fjallað um fyrirkomulag útflutningslána og útflutningstrygginga á veg um opinberra aðila í nokkrum viðskiptalöndum Íslendinga: Bandaríkjunum, Danmörku, Englandi, Finnlandi, Frakklandi, Noregi og Svíþjóð. Þegar um er að ræða útflutnings lán sem njóta opinbers stuðnings fylgja öll þessi ríki leiðbeinandi reglum OECD.
    a. Bandaríkin.
    Exim-bankinn (Export-Import Bank) er sjálfstæð ríkisstofnun sem hefur starfað frá 1934. Bankinn starfar náið með tryggingastofnuninni FCIAM (Foreign Credit Insurance Management Association) sem er að mestu leyti í eigu hans. Að einum lánaflokki frá töldum þá nýtur Exim-bankinn ekki framlaga úr ríkissjóði. Bankinn fjármagnar sig ekki á markaði heldur fær hann lán beint úr ríkissjóði eða frá endurlánastofnun ríkissjóðs.
    Exim-bankinn endurtryggir útflutningstryggingar sem FCIAM selur. Hann ábyrgist einnig endurgreiðslu lána sem veitt eru af PEFCO-bankanum (Private Export Funding Corporation). Sá banki er í eigu tæplega fimmtíu viðskiptabanka, nokkurra iðnfyrirtækja og fjárfestingarbanka. Saman taka þessir tveir bankar iðulega þátt í að fjármagna útflutn ing.
    FCIAM býður bandarískum seljendum ýmiss konar útflutningstryggingar: Skamm tímatryggingar, langtímatryggingar, tryggingar gegn viðskiptaáhættu og tryggingar gegn stjórnmálalegri áhættu. Reynt er að sníða tryggingar að þörfum ólíkra viðskiptavina. Sér stakar tryggingar eru í boði fyrir smáa útflytjendur og þá sem eru að hefja útflutning. Unnt er að tryggja allan útflutning seljanda gegn viðskiptaáhættu (undanskilinn er sá út flutningur þar sem greiðsla telst vera nokkuð örugg, svo sem ef um bankaábyrgð eða fyr irframgreiðslu er að ræða). Einnig er unnt að tryggja eina sendingu til eins kaupanda gegn viðskiptaáhættu eða allan útflutning til eins kaupanda. Sértryggingar eru vegna stjórn málalegrar áhættu og þjónustuviðskipta. Tryggingar ná til 90–95% af verðmæti þegar um viðskiptaáhættu er að ræða og 90–100% þegar um stjórnmálalega áhættu er að ræða.
    Iðgjöld útflutningstrygginga ráðast m.a. af greiðsluskilmálum útflutningsins, reynslu útflytjandans, fjárhagsstöðu og fjölda kaupenda og heimaríki kaupandans.
     b. Danmörk.
    Í Danmörku er það sjálfseignarstofnunin DEF (Dansk Eksportfinancieringsfond) sem veitir útflutningslán og ríkisstofnunin EKR (Eksportkreditrådet) sem veitir útflutnings tryggingar. EKR heyrir undir iðnaðarráðuneytið. Stofnendur DEF árið 1975 voru danski seðlabankinn, samtök danskra viðskiptabanka og samtök danskra sparisjóða.
    Hlutverk DEF er að veita lán til tveggja til tíu ára vegna útflutnings á fjárfestingar vöru, þó ekki skipum, og þjónustu og tækniþekkingu danskra aðila. DEF veitir yfirleitt ekki lægri lán en sem svarar til DKK 500.000. Danski seðlabankinn ber allan vaxta- og gengiskostnað af erlendum lántökum DEF sem er umfram það sem DEF mundi greiða á innlendum markaði.
    Skammtímaútflutningstryggingar EKR eru af tvennum toga. Annars vegar trygging sem nær til alls útflutnings til eins kaupanda og hins vegar heildartrygging sem nær til alls útflutnings hlutaðeigandi seljanda. Tryggingarnar geta náð bæði til viðskiptaáhættu og stjórnmálalegrar áhættu og bætur nema 80–90% af tjóni. Útflutningstryggingar til lengri tíma en tveggja ára ná til einstakra sendinga og eru veittar samkvæmt samspili lánstíma og samningsfjárhæðar. Tryggingin getur náð til bæði viðskiptaáhættu og stjórn málalegrar áhættu og bætur nema 85–95% af tjóni.
    EKR býður einnig upp á ýmsar aðrar tryggingar, t.d. tryggingu gegn gengisáhættu.
     c. England.
    Engin opinber eða hálfopinber stofnun veitir útflutningslán. Hins vegar hefur verið skipulögð lánsfjármögnun viðskiptabanka í tengslum við útflutningstryggingar. Útflutn ingstryggingar standa til boða hjá ríkisstofnuninni ECGD (Export Credits Guarantee Department) sem heyrir undir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Árið 1991 var sá hluti ECGD sem annaðist skammtímaútflutningstryggingar seldur hollensku tryggingafélagi. Síðan hefur félagið einungis selt útflutningstryggingar í tengslum við sölu á fjárfesting arvöru, verksamninga og annan þjónustuútflutning. Það er gjarnan gert með þeim hætti að annaðhvort ábyrgist stofnunin gagnvart erlendum eða innlendum viðskiptabanka sem fjármagnar kaupin frá Englandi að lán hans verði greitt að fullu. Lán af þessu tagi geta hæst numið 85% af samningsfjárhæð. Auk þess að ábyrgjast lánveitingar banka selur ECGD ýmiss konar sértryggingar fyrir útflytjendur verðmætrar fjárfestingarvöru og verk samninga, bæði gegn viðskiptaáhættu og stjórnmálalegri áhættu. Iðgjald er ákveðið sér staklega fyrir hverja tryggingu. Einnig er unnt að tryggja beina fjárfestingu erlendis í at vinnurekstri fyrir stjórnmálalegri áhættu, svo sem eignaupptöku, tjóni af völdum stríðs og hömlum á yfirfærslu arðs.
     d. Finnland.
    Útflutningslán eru veitt af sérstakri lánastofnun í eigu ríkisins (Finnish Export Credit, FEC) og útflutningstryggingar eru veittar af ríkisstofnuninni FGB (Finnish Guarantee Bo ard). FEC var stofnuð 1956 af helstu viðskiptabönkum Finnlands og nokkrum iðnfyrir tækjum. Ríkið eignaðist meiri hluta FEC 1963 og að fullu á árunum 1990–91. Útflutn ingslánin eru einkum ætluð vegna útflutnings á fjárfestingarvöru og þjónustu þar sem langtímafjármögnunar er krafist. Lánin eru ýmist með markaðskjörum (útflutningur til iðnríkjanna) eða OECD-kjörum. Stofnunin veitir einnig lán til kaupenda í þróunarríkj um með niðurgreiddum vöxtum og kemur niðurgreiðslan af fjárveitingu ríkisins til þró unaraðstoðar. Megnið af fjármagni FEC fæst með lántökum erlendis.
    FGB var stofnuð árið 1989 á grunni eldri stofnunar og sjóðs. Stofnunin heyrir und ir iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Hún nýtur fullrar ábyrgðar ríkissjóðs en var hins veg ar ekki stofnuð með framlagi úr ríkissjóði. Stofnunin reynir að láta enda ná saman þannig að ekki reyni á ábyrgð ríkissjóðs. Í því skyni hefur hún byggt upp nokkurn varasjóð. Stofnunin tryggir bæði gegn viðskiptaáhættu og stjórnmálalegri áhættu. Í fyrra tilvikinu er tryggingarfjárhæðin takmörkuð við 80% en 85–95% í síðara tilvikinu. Iðgjald fer eft ir því hver kaupandinn er, heimaríki kaupandans og tryggingartímabilinu. Þá býður stofn unin upp á ýmsar sértryggingar og ábyrgðir.
    e. Frakkland.
    Útflutningslán eru ýmist veitt af bönkum eða útflutningslánabankanum BFCE (Banque Française du Commerce Extérieur) sem er í eigu ríkisins. Útflutningstryggingarnar eru veittar af stofnuninni COFACE (Compagnie Française d'Assurance pour le Commerce Extérieur). Félagið er í eigu ríkisins og helstu fjármálastofnana í eigu ríkisins.
    Útflutningslán til skemmri tíma en tveggja ára eru algerlega á vegum bankakerfisins og eru veitt á markaðskjörum. Varðandi önnur útflutningslán er miðað við reglur OECD.
    Útflutningstryggingar á vegum COFACE skiptast í meginatriðum í þrjá flokka en þeir síðan í ýmsa undirflokka:
     1.     Tryggingar vegna einstakra vörusendinga. Þessar tryggingar eru einkum notaðar þeg ar um er að ræða dýra fjárfestingarvöru og verksamninga.
     2.     Rammatryggingar þar sem seljanda er frjálst innan ákveðinna marka að velja sjálf ur hvaða vörusendingar eru tryggðar. Þessar tryggingar eru einkum notaðar þegar um er að ræða almenna fjárfestingarvöru og iðnaðarvöru sem seld er til annarra ríkja en OECD-ríkjanna. Í þessu tilviki er vátryggingartímabilið takmarkað við þrjú ár.
     3.     Heildartryggingar þar sem allur útflutningur seljanda er tryggður, nema þegar um er að ræða vörusendingar sem njóta bankaábyrgða sem staðfestar hafa verið af frönsk um banka.
     4.     Þá er boðið upp á sérstakar tryggingar fyrir smáa og meðalstóra útflytjendur.
     5.     Loks skal nefnt að COFACE býður tryggingu gegn því að markaðsátak eða þátt taka á tilteknum vörusýningum utan ESB leiði ekki til aukinnar sölu.
    Unnt er að tryggja gegn viðskiptaáhættu og stjórnmálalegri áhættu. Iðgjöld ráðast af ýmsum þáttum, svo sem útflytjandanum, starfsemi hans og veltu, landfræðilegri dreif ingu kaupenda, hámarksfjárhæð útistandandi útflutningskrafna og áreiðanleika kaupend anna og þeim greiðslufresti sem útflytjandi veitir. Trygging gegn viðskiptaáhættu bætir allt að 85–90% af tjóni og trygging gegn stjórnmálalegri áhættu allt að 90%.
     f. Noregur.
    Útflutningslán eru veitt af útflutningslánasjóðnum — Eksportfinans — sem er í eigu allra helstu viðskiptabanka Noregs. Sjóðurinn er án ríkisábyrgðar. Útflutningstrygging ar eru veittar af ríkisstofnuninni GIEK (Garanti-Instituttet for Eksportkredit) sem heyr ir undir utanríkisráðuneytið.
    Viðskiptabankarnir veita skammtímaútflutningslán, iðulega á grundvelli útflutnings trygginga frá GIEK. Lán frá Eksportfinans eru fyrst og fremst ætluð vegna útflutnings á vöru og þjónustu þegar þörf er á lengri lánstíma en tveimur árum og samningsfjárhæð er hærri en sem svarar til 500.000 NKK. Lán er ekki veitt nema fyrir liggi útflutningstrygg ing frá GIEK eða ábyrgð norsks viðskiptabanka eða vátryggingafélags. Þá veitir Eksport finans útflutningslán á markaðskjörum, einkum til kaupenda í OECD-ríkjum. Kjörin eru iðulega hagstæð þar sem Eksportfinans nýtur góðra kjara á alþjóðlegum fjármagnsmörk uðum.
    Þegar um er að ræða tryggingu á skammtímakröfum býður GIEK upp á heildartrygg ingu sem nær til alls útflutnings viðkomandi. Unnt er að tryggja bæði gegn viðskipta áhættu og stjórnmálalegri áhættu. Trygging gegn viðskiptaáhættu bætir allt að 90% af tjóni og trygging gegn stjórnmálalegri áhættu allt að 95%. Auk þess er unnt að tryggja sölu á einstökum sendingum þegar um er að ræða fjárfestingarvöru.
    Iðgjöld trygginga gegn viðskiptaáhættu ráðast af ýmsum þáttum, svo sem lánstíma, hvort kaupandinn er opinber aðili eða einkaaðili og fjárhagsstöðu. Þegar iðgjöld trygg inga gegn stjórnmálalegri áhættu eru ákveðin er ríkjum raðað í fimm flokka.
     g. Svíþjóð.
    Útflutningslán eru veitt af SEK (Svensk Exportkredit) sem er hlutafélag að hálfu í eigu ríkisins og að hálfu í eigu stærstu viðskiptabanka Svíþjóðar. Útflutningstryggingar eru seldar af EKN (Exportkreditnämnden) sem er ríkisstofnun.
    SEK nýtur ekki ríkisábyrgðar en vegna sterkrar fjárhagsstöðu og þar sem stór hluti útistandandi lána SEK er tryggður af EKN getur félagið tekið lán á innlendum og er lendum fjármagnsmörkuðum á afar góðum kjörum. Þessi góðu kjör endurspeglast í kjör um þeirra lána sem SEK veitir en stærsti hluti af starfsemi SEK byggist alfarið á mark aðskjörum. Slík lán eru ýmist veitt til skamms eða langs tíma. Þá veitir SEK einnig út flutningslán sem njóta stuðnings sænska ríkisins. Kjör þeirra eru í samræmi við reglur OECD.
    EKN býður tryggingu gegn viðskiptaáhættu, stjórnmálalegri áhættu eða hvort tveggja. Trygging bætir allt að 85–90% af tjóni. Yfirleitt nær trygging til einstakra sendinga. Ið gjöldum er ætlað að standa undir kostnaði þannig að ekki sé um niðurgreidda starfsemi að ræða. Auk afkomu EKN hafa þættir eins og heimaríki kaupanda og eðli tryggingar áhrif á iðgjöld.

Reglur ESB/EES um útflutningstryggingar.
    Í Evrópusambandinu hafa ríkisreknar eða ríkisstyrktar útflutningstryggingar löngum verið notaðar til þess að styrkja útflutning þarlendra fyrirtækja. Þótt ríkisstuðningur við útflutning innan ESB sé bannaður hefur framkvæmdastjórnin lítið amast við ríkisstyrkt um útflutningstryggingum og útflutningslánum. Þó skekkja slíkir ríkisstyrkir samkeppn isstöðu fyrirtækja innan ESB, enda eru kjörin ekki samræmd.
    Tekið skal fram að útflutningstryggingar eru mikið notaðar í ESB-ríkjunum. Áætlað er að á hverju ári tryggi fyrirtækin kröfur (til eins árs eða meira) sem nema 25.000 millj örðum króna. Á sl. 15 árum hafa ríkissjóðirnir þurft að greiða tapaðar kröfur sem nema tæpum 600 milljörðum króna vegna stjórnmálalegrar áhættu, m.a. greiðsluvanda þróun arríkja, Persaflóastríðsins og upplausn Sovétríkjanna.
    Innan ESB hefur verið reynt að samræma reglur um útflutningstryggingar frá árinu 1960. Sett var tilskipun um þessi mál árið 1970 en hún var aldrei framkvæmd. Aðrar leið ir hafa verið reyndar en án árangurs. Aðildarríkin hafa verið mjög treg til þess að sam ræma reglur sínar, m.a. vegna þess að ríkisstyrktar útflutningstryggingar eru álitnar hluti af utanríkisviðskiptapólitík landanna. Fleiri sjónarmið spila inn í, m.a. vilja sum ríki ekki skerða samkeppnisstöðu fyrirtækja sinna gagnvart ríkjum utan ESB en önnur hræðast auk in útgjöld til þessara mála.
    Framkvæmdastjórn ESB hefur nú ákveðið að gera enn eina tilraun til þess að sam ræma reglur um útflutningstryggingar. Talið er brýnt að ganga frá þessum málum af ýms um ástæðum, m.a. tilkomu innri markaðarins. Einnig hefur árangur náðst í því að draga úr ríkisstyrkjum innan ESB, svo og á vettvangi OECD og GATT.
    Evrópusambandið gerir greinarmun á því hvort útflutningsáhætta sé markaðshæf, þ.e. hvort hægt sé að selja útflutningstryggingarnar á markaðsgrundvelli eða ekki. Viðskipta áhætta er talin markaðshæf ef hún stafar af skammtímakröfu til tveggja ára eða skemmri tíma vegna útflutnings til OECD-ríkja (nema Tyrklands og Mexíkó). Viðskiptaáhætta sem er ekki talin markaðshæf nær til mið- og langtímakrafna, þ.e. til tveggja ára eða meira. Ef tillögur framkvæmdastjórnarinnar ná fram að ganga munu reglurnar að öll um líkindum verða látnar ná til EES-svæðisins.
    Regludrögin sem nú liggja fyrir gera ráð fyrir því að ekki megi ríkisstyrkja útflutn ingstryggingar fyrir markaðshæfa áhættu, þ.e. skammtímakröfur. Frá þessari meginreglu eru ýmsar undantekningar, t.d. ef ekki eru fáanlegar útflutningstryggingar í viðkomandi landi fyrir skammtímakröfur.

Efni frumvarpsins.
    Í kjölfar aðildar Íslands að EES-samningnum og aðgangs landsins að innri markaði Evrópusambandsins hafa fjölmörg ný útflutningstækifæri komið til sögunnar. Gildistaka nýs GATT-samnings og annarra samninga sem tengjast Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO, skapar einnig nýjar forsendur til fjölbreyttari útflutnings frá Íslandi. Samningarn ir auðvelda milliríkjaviðskipti, draga úr viðskiptahindrunum og minnka kostnaðinn við milliríkjaverslun. Þar með opnast möguleikar fyrir minni fyrirtæki til þess að stunda út flutning sem ekki voru fyrir áður, en einkennandi fyrir Ísland er hversu mörg fyrirtæki eru smá.
    Til þessa hefur útflutningurinn mest verið í höndum stórra útflytjenda eða sölusam taka, sem hafa geta dreift áhættunni og kostnaðinum sem útflutningi fylgir. Þessi staða er nú að breytast, m.a. vegna efnahagsbreytinganna í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu á undanförnum árum.
    Í nágrannaríkjum Íslands og helstu samkeppnislöndum eru útflutningstryggingar mik ið notaðar af útflutningsfyrirtækjum, en slíkar tryggingar eru fremur óalgengar hér á landi. Ríkisstjórnir annarra landa greiða niður þessar tryggingar til þess að hvetja fyrir tæki sín til útflutnings, skapa atvinnu o.fl. Að þessu leyti er samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja verri þar sem slíkar tryggingar eru lítt eða ekki styrktar af stjórnvöldum.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að til þess að bregðast við framangreindri stöðu sé fyr irkomulag útflutningstrygginga endurskipulagt hér á landi. Stofnað verði útflutnings tryggingaráð er komi í stað tryggingardeildar útflutningslána við Ríkisábyrgðasjóð og hliðstæðrar deildar við Iðnlánasjóð. Hlutverk ráðsins verði þríþætt:
     1.     Að selja útflutningstryggingar sem ekki er hægt að kaupa annars staðar.
     2.     Að kynna útflutningstryggingar og leiðbeina útflytjendum.
     3.     Að selja lánsábyrgðir til útflutningsfyrirtækja.
    Lánsábyrgðirnar eru nauðsynlegur hlekkur í útflutningskeðjunni. Áður en til útflutn ingsins kemur er nauðsynlegt fyrir útflutningsfyrirtækin að fjármagna framleiðsluna. Bankar og aðrar lánastofnanir gætu veitt þeim lán á grundvelli fyrri útflutnings eða pant ana fyrir vörur sem á eftir að framleiða. Lagt er til að stjórnvöldum verði gert kleift að ábyrgjast allt að helmingi slíkra lána á móti bönkunum og þar með minnka áhættu þeirra til þess að hvetja til slíkrar starfsemi.
    Til þess að halda kostnaði niðri er lagt til að útflutningstryggingaráð verði vistað hjá Lánasýslu ríkisins þar sem tryggingardeild útflutningslána við Ríkisábyrgðasjóð er nú. Einnig er lagt til að fulltrúar Útflutningsráðs Íslands og Verslunarráðs Íslands fái aðild að ráðinu og þar með stefnumörkun og ákvarðanatöku.
    Útflutningstryggingaráð mundi væntanlega gera samstarfssamning við erlendan að ila til þess að fá upplýsingar um erlenda kaupendur, mat á áhættu og aðstoð við inn heimtur við greiðslufall.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í þessari grein er kveðið á um markmið laganna sem er nánar útfært í 3.–6. gr. Vís að er til markmiðs laganna í 11. gr. frumvarpsins.

Um 2. gr.


    Lagt er til að Lánasýsla ríkisins annist daglega starfsemi útflutningstryggingaráðs til þess að halda kostnaði niðri. Jafnframt er æskilegt að nýta þá þekkingu og aðstöðu sem fyrir er í tengslum við tryggingardeild útflutningslána við Ríkisábyrgðasjóð. Stjórn ráðs ins gæti einnig samið við annan aðila um að annast daglega starfsemi ráðsins, t.d. banka stofnun.

Um 3. gr.


    Hlutverk útflutningstryggingaráðs yrði hliðstætt hlutverki tryggingardeilda útflutn ingslána Ríkisábyrgðasjóðs og Iðnlánasjóðs samkvæmt þessari grein.

Um 4. gr.


    Lagt er til að útflutningstryggingaráði verði heimilað að ábyrgjast allt að helming út flutningslána á móti bönkum og öðrum lánastofnunum, svo framarlega sem hugsanlegt tjón skiptist jafnt á milli þeirra. Ábyrgðir á útflutningslánum eru einkum ætlaðar litlum fyrirtækjum og fyrirtækjum sem eru að hefja útflutning.

Um 5. gr.


    Útflutningstryggingaráði er ætlað það hlutverk að leiðbeina útflytjendum varðandi út flutningstryggingar almennt, en því er heimilt að fela það verk öðrum aðila. Því er einnig ætlað að veita upplýsingar um skyld efni, svo sem kröfukaup og útflutningslán. Eðlilegt er að þessi þáttur starfseminnar verði fjármagnaður af fjárlögum.

Um 6. gr.


    Með þessu ákvæði er kveðið á um að útflutningstryggingaráð eigi fyrst og fremst að sinna tryggingum fyrir áhættu sem önnur fyrirtæki tryggja ekki. Stjórn ráðsins er ætlað að framfylgja því markmiði.
    Ekki er raunhæft að ráðið safni sjálft upplýsingum um erlend fyrirtæki til þess að meta áhættuna af viðskiptum við þau og því gert ráð fyrir að það geri samstarfssamning við hliðstæða aðila á þessu sviði. Einnig þarf að semja við aðra aðila um innheimtu krafna sem ekki eru greiddar.
    Ekkert mælir á móti því að ráðið geri samninga við banka- eða aðrar lánastofnanir um að bjóða þjónustu sína með atbeina þeirra. Slíkt gæti verið æskilegt til þess að tryggja þjálli framkvæmd fyrir útflytjendur.

Um 7. gr.


    Lagt er til að utanríkisráðherra skipi stjórn útflutningstryggingaráðs. Algengt er í ná grannalöndum að þessi málaflokkur fylgi ráðuneyti útflutningsmála, t.d. í Noregi.

Um 8. gr.


    Ákvæði þetta er hliðstætt þeim sem eru í gildandi lögum, nema kveðið er á um að tryggingariðgjöld skuli m.a. taka mið af því sem gildir í helstu samkeppnislöndum. Einnig er það nýmæli að sett er hámark á meðaltalsútgjöld fyrir ríkissjóð vegna útflutnings trygginga sem er 1 / 2 milljón sérstakra dráttarréttinda, SDR (um 50 milljónir króna á ári). Verði útgjöldin meiri en sú upphæð á ársgrundvelli ber stjórn útflutningstryggingaráðs að haga rekstrinum þannig að þau verði innan við 25% lægri upphæð næstu ár á eftir eða þar til meðalútgjöld undanfarinna ára eru orðin 1 / 2 milljón SDR eða lægri upphæð.

Um 9. gr.


    1. mgr. þessarar greinar er hliðstæð gildandi ákvæði laga um Iðnlánasjóð. Í þeim lög um er hámark skuldbindinga tryggingardeildar útflutningslána miðað við 100 milljónir sérstakra dráttarréttinda, SDR (um 10 milljarðar króna), en hér er lagt til að hámarkið verði lækkað í SDR 50 milljónir (um 5 milljarðar króna) fyrir útflutningstryggingaráð. Enn fremur eru settar ýmsar takmarkanir á heimildir stjórnar ráðsins til þess að skuld binda ríkissjóð, þ.e. fulltrúar ráðuneytanna verða að taka samhljóða ákvarðanir undir viss um kringumstæðum. Fulltrúar ráðuneytanna fara með fimm atkvæði af sjö í stjórninni. Fulltrúi fjármálaráðherra hefur því neitunarvald gagnvart ákvörðunum sem fara út fyrir þann ramma sem er skilgreindur í lögunum. Nánar tiltekið:
     a.     Ákvarðanir í stærri málum skulu teknar með samhljóða ákvörðun ráðuneytisfulltrú anna, þ.e. ef einstakt tjón getur orðið meira en 1 / 2 milljón SDR (um 50 milljónir króna).
     b.     Sama á við ef heildarskuldbindingar vegna eins aðila ná 1 milljón SDR (um 100 milljónum króna).
     c.     Þá er kveðið á um að tryggingar- og ábyrgðartakar verði að bera a.m.k. 15% áhætt unnar sjálfir, nema aukinn meiri hluti stjórnarinnar ákveði annað.
     d.     Ákvarðanir um iðgjöld af tryggingum og lánsábyrgðum verða ráðuneytisfulltrúar að taka samhljóða.
    Loks er ráðinu gert að dreifa áhættu vegna trygginga og lánsábyrgða hæfilega milli landa.

Um 10. gr.


    Lagt er til að Alþingi fylgist reglulega með starfsemi útflutningstryggingaráðs. Ut anríkisráðherra mundi leggja ársskýrslu ráðsins fyrir Alþingi og gera frekari grein fyrir henni, eftir atvikum, um leið og hann flytur skýrslu sína um utanríkismál.

Um 11. gr.


    Ákvæði þetta er hliðstætt ákvæðum í lögum um Iðntæknistofnun og fleiri lögum. Ef þróunin hér innan lands leiðir til stofnunar innlends útflutningstryggingafélags gæti Út flutningstryggingaráð átt hlut í því félagi í þeim tilgangi að vinna að markmiðum lag anna. Til dæmis gæti það annast starfsemi útflutningstryggingaráðs innan þeirra marka sem lögin setja. Ef eigið fé ráðsins nægir ekki til slíkrar eignaraðildar yrði að sækja það á fjárlögum.

Um 12. gr.


    Með ákvæðinu eru gildandi lög um útflutningstryggingar felld úr gildi og útflutn ingstryggingaráði falið að taka við skuldum tryggingardeilda útflutningslána við Ríkis ábyrgðasjóð og Iðnlánasjóð.
    Tryggingardeild útflutningslána við Ríkisábyrgðasjóð leysti til sín kröfu árið 1992 vegna síldarsölu að upphæð 423.000 USD sem er útistandandi. Í nóvember sl. var aftur gefin út ábyrgð vegna síldarsölu að upphæð 2.350.000 USD til eins árs. Ekki hafði kom ið til greiðslufalls vegna hennar í febrúar 1995.
    Hjá tryggingardeild útflutningslána við Iðnlánasjóð var ábyrgðaramminn 53 milljón ir kr. 31. desember 1994, þar af höfðu 34 milljónir kr. verið notaðar. Tryggingardeild in átti engar útistandandi kröfur.
    Lagt er til að sólarlagsákvæði verði sett í lögin þannig að ráðið starfi í fimm ár til reynslu nema Alþingi ákveði annað.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um útflutningstryggingaráð.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að fyrirkomulag útflutningstrygginga verði endur skoðað hér á landi. Stofnað verði útflutningstryggingaráð er komi í stað tryggingardeild ar við Ríkisábyrgðasjóð og hliðstæðrar deildar við Iðnlánasjóð. Hlutverk ráðsins verði þrí þætt:
     1.     Að selja útflutningstryggingar sem ekki er hægt að kaupa annars staðar.
     2.     Að kynna útflutningstryggingar og leiðbeina útflytjendum.
     3.     Að selja lánsábyrgðir til útflutningsfyrirtækja.
    Ef kynning útflutningstrygginga og leiðbeining útflytjenda leiðir ekki til aukinna skuldbindinga ríkissjóðs eða iðgjöld standi að fullu undir rekstri ráðsins, greiðslu tjóna bóta og myndunar varasjóðs má gera ráð fyrir að frumvarpið feli í sér óverulegan kostn aðarauka fyrir ríkissjóð. Rúm til aukinna skuldbindinga frá því sem er nú er hins vegar mikið. Eftir því sem þetta rúm fyllist eykst fjárhagsleg áhætta ríkissjóðs þannig að yrði heimiluð skuldbinding nýtt að fullu og skuldin mundi ekki innheimtast yrði kostnaður rík issjóðs 5 milljarðar kr. að frádregnum varasjóði og iðgjöldum.

Hlutverk (1. og 3.–6. gr.).
    Samkvæmt frumvarpinu yrði hlutverk útflutningstryggingaráðs hliðstætt hlutverki tryggingardeildar útflutningslána Ríkisábyrgðasjóðs og Iðnlánasjóðs. Meginmunurinn er sá að í frumvarpinu er lögð sérstök áhersla á leiðbeiningarhlutverk ráðsins gagnvart út flytjendum varðandi útflutningstryggingar almennt og skyld efni. Umfang þessa hlut verks ræðst af fjárveitingum á fjárlögum hverju sinni en áætlað er að það kosti ráðið um 3–4 m. kr. að sinna þessu hlutverki sínu. Ekki er gert ráð fyrir fjárveitingum til verk efnisins í fjárlögum ársins 1995.

Tekjur og ábyrgðir (8. og 9. gr.).
    Í 8. gr. er kveðið á um að iðgjöld af einstökum tryggingum og lánsábyrgðum verði ákveðin af stjórn útflutningstryggingaráðs og skal við ákvörðun þeirra miða við að þau standi undir rekstri ráðsins, greiðslu tjónabóta og myndunar varasjóðs. Ákvæði þetta á sér hliðstæðu í gildandi lögum. Það er hins vegar nýmæli að tryggingariðgjöld skuli m.a. taka mið af því sem gildir í helstu samkeppnislöndum. Tekjumöguleikar ráðsins eru því skert ir sem getur komið í veg fyrir að hann nái að standa undir rekstri, greiðslu tjónabóta og myndun varasjóðs. Einnig er það nýmæli að sett er hámark á meðaltalsútgjöld fyrir rík issjóð vegna útflutningstrygginga sem er 1 / 2 milljón sérstakra dráttarréttinda SDR eða 50 m.kr. á ári. Verði útgjöldin meiri en sú upphæð á ársgrundvelli ber stjórn útflutnings tryggingaráðs að haga rekstrinum þannig að þau verði innan við 25% lægri upphæð næstu ár á eftir eða þar til meðalútgjöld undanfarinna ára eru orðin 1 / 2 milljón SDR eða lægri upphæð.
    1. mgr. 9. gr. er hliðstæð gildandi ákvæði laga um Iðnlánasjóð. Í þeim lögum er há mark skuldbindinga tryggingardeildar útflutningslána miðað við 100 milljónir sérstakra dráttarréttinda, SDR, sem er um 10 milljarðar kr. Gildar ábyrgðir tryggingardeildar út flutningslána hjá Iðnlánasjóði námu tæpum 34 m.kr. í árslok 1994 sem er um 0,4% af há marki skuldbindinga deildarinnar. Á árinu 1994 voru engin töp hjá deildinni. Í frum varpinu er lagt til að hámarkið verði lækkað niður í 50 milljónir SDR eða í 5 milljarða króna. Einn megintilgangur frumvarpsins er að kynna og auka notkun útflutningstrygg inga. Þetta þýðir auknar skuldbindingar ríkissjóðs og aukna fjárhagslega áhættu sem þrátt fyrir ákvæði 8. gr. getur útheimt allt að 5 milljörðum kr. á ári að frádregnum varasjóði og iðgjöldum.
    Í 9. gr. er auk áðurnefnds kveðið á um að settar verði ýmsar takmarkanir á heimild ir stjórnar ráðsins til þess að skuldbinda ríkissjóð. Fulltrúar ráðuneytanna fara með fimm atkvæði af sjö í stjórninni og hefur fulltrúi fjármálaráðherra því neitunarvald gagnvart ákvörðunum sem fara út fyrir þann ramma sem skilgreindur er í lögum.

Staðsetning rekstrar og önnur ákvæði.
    Til að halda rekstrarkostnaði útflutningstryggingaráðs niðri er lagt til að það verði vistað hjá Lánasýslu ríkisins þar sem tryggingardeild útflutningslána við Ríkisábyrgða sjóð er nú. Einnig er lagt til að fulltrúar Útflutningsráðs Íslands og Verslunarráðs Ís lands fái aðild að ráðinu og þar með stefnumörkun og ákvarðanatöku.
Neðanmálsgrein: 1
1     Skipta má útflutningstryggingum í nokkra flokka eftir því hversu víðtækar þær eru:
     a.     Tryggingin tekur til alls útflutnings hlutaðeigandi útflytjanda. Þetta þýðir að allar vöru sendingar eru tryggðar og gildir þá einu hvort verið er að selja traustum viðskiptavini eða einhverjum sem lítil reynsla hefur fengist af.
     b.     Tryggingin tekur til alls útflutnings til tiltekins kaupanda. Þetta getur verið mjög hentugt í upphafi viðskipta áður en reynsla hefur fengist af tilteknum kaupanda, sérstaklega ef markaðsaðstæður eru þannig að aðrar leiðir til að draga úr áhættu af greiðslufalli, svo sem fyrirframgreiðsla, staðgreiðsla eða bankaábyrgð, koma ekki til greina.
     c.     Tryggingin tekur til einstakra vörusendinga. Í þessu tilviki er valfrelsi útflytjandans mest og áhætta tryggingarsalans að sama skapi mest. Trygging af þessu tagi á vel við ef um einstök, tilfallandi viðskipti er að ræða eða þegar einhverjar breytingar verða á viðskiptum
aðila, t.d. skyndileg og mikil aukning.

    Útflutningstryggingar bæta yfirleitt 80–85% af hlutaðeigandi útflutningskröfu. Áður en til greiðslu kemur verður útflytjandi að hafa reynt að innheimta kröfuna í samræmi við ákveðið ferli sem tryggingafélagið hefur ákveðið. Komi til greiðslu af hálfu tryggingafélagsins yfirtekur það kröfu útflytjandans og heldur áfram innheimtuaðgerðum.
Neðanmálsgrein: 2
2    Lög um tryggingardeild útflutningslána við Ríkisábyrgðasjóð, nr. 60/1970, og lög um Iðn lánasjóð, nr. 76/1987.
Neðanmálsgrein: 3
    Eftirfarandi erlend vátryggingafélög höfðu fengið viðurkenningu Vátryggingaeftirlitsins í febrúar 1995 til þess að selja greiðsluvátryggingar án starfsstöðvar hér á landi, samkvæmt lög um um vátryggingastarfsemi, nr. 60/1994: Frá Bretlandi: Aetna National Accounts U.K. Ltd., FM Insurance Co. Ltd., Gan Minster Insurance Co. Ltd., Royal Insurance Plc. Frá Belgíu: Namur Assurances du crédit S.A. Frá Svíþjóð: Sirius International Insurance Corp. Frá Frakklandi: Compagnie Française d'Assurance pour le Commerce Extérieur (COFACE).
Neðanmálsgrein: 4
    Iðnlánasjóður keypti hlut bankanna tveggja 1993.
Neðanmálsgrein: 5
    Arrangements on Guidelines for Officially Supported Export Credits, OECD/GD (92) 95.
Neðanmálsgrein: 6
    Í stuttu máli er í reglunum gert ráð fyrir því að kaupendur útflutningsvöru og -þjónustu sem fá útflutningslán greiði a.m.k. 15% af útflutningsverðinu með reiðufé eigi síðar en við afhend ingu. Lánstími má ekki vera lengri en fimm ár fyrir lán til kaupenda í tiltölulega efnuðum ríkjum (átta og hálft ár er mögulegt en tilkynna verður öðrum aðildarríkjum af sammælinu um slíkt fyrir fram í hvert sinn sem heimildin er notuð), átta og hálft ár í meðalefnuðum ríkjum og tíu ár í fátækum ríkjum (tiltölulega efnuð eru ríki þar sem þjóðarframleiðsla á mann 1979 var yfir 4.000 USD samkvæmt skýrslum Alþjóðabankans. Fátæk eru þau ríki sem eiga að gang að lánum frá Alþjóðaþróunarfélaginu (IDA) eða eru undir viðmiðunarmörkum þess ef þau eru ekki aðilar). Meginreglan er sú að greitt sé hálfsárslega af útflutningslánum og að endur greiðslur hefjist hálfu ári eftir afhendingu. Vextir af útflutningslánum eru tvenns konar: Ann ars vegar vextir sem eru 1% hærri en markaðsávöxtun á ríkisskuldabréfum í hlutaðeigandi gjaldmiðli með fimm ár eftir af upphaflegum lánstíma. Þessir vextir útflutningslána eru nefndir markaðsvextir. Hins vegar vextir sem byggjast á vöxtum sérstakra dráttarréttinda Alþjóðagjald eyrissjóðsins (SDR) að viðbættu 0,2–1,55% álagi eftir því frá hvaða ríkjahópi lántakandinn er og hvort lánstíminn er á bilinu tvö til fimm ár eða lengri en fimm ár. Óheimilt er að veita út flutningslán með SDR-vöxtum til kaupenda í tiltölulega efnuðum ríkjum. OECD auglýsir bæði markaðsvextina og SDR-vextina mánaðarlega. Óheimilt er að haga vaxtaákvæðum í samningum um útflutningslán með breytilegum vöxtum þannig að þeir vextir gildi hverju sinni sem lægstir eru af markaðsvöxtum, SDR-vöxtum og vöxtum á millibankamarkaði. Þá gildir sérstök til kynningarskylda þegar blandað er saman lánum og þróunaraðstoð.
Neðanmálsgrein: 7
    Draft Communication of the Commission to the Member States under Article 93(1) of the EC Treaty applying Article 92 and 93 of the EC Treaty to short-term export credit insurance, 26.09.1994.
Neðanmálsgrein: 8
    Proposal for a Council Directive on harmonization of the main provisions concerning export credit insurance for transaction with medium and long-term cover, COM (94) 297 final, 13.07. 1994. Þess skal getið að samband evrópskra iðnrekendasamtaka (UNICE) hefur með bréfi 18. janúar 1995 mælt gegn þessari tillögu á þeim forsendum að hún tryggi ekki evrópskum fyrir tækjum sömu samkeppnisstöðu og annarra fyrirtækja að því er útflutningstryggingar varðar.