Ferill 445. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 445 . mál.


1309. Breytingartillögur



við frv. til l. um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga.

Frá Svavari Gestssyni og Guðnýju Guðbjörnsdóttur.



    Við 2. gr. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Óski eigandi fyrirtækisins eftir frekari stækkun, umfram 60.000 tonna ársframleiðslu, skal leggja viðbótarsamningsdrög fyrir Alþingi til staðfestingar.
    Á eftir 2. gr. komi ný grein með fyrirsögninni Mengunarvarnir, svohljóðandi:
                  Álverið skal búið besta fáanlegum mengunarvarnabúnaði á hverjum tíma. Við stofnun fyrirtækisins skal það búið vothreinsibúnaði.