Ferill 81. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 300 – 81. mál.



Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Magnúsar Stefánssonar um vegasamband við þéttbýlis staði.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni hafa ekki vegasamband með bundnu slitlagi við þjóðveg 1? Um hve langa malarvegi er að ræða frá hverjum þéttbýlisstað fyrir sig?

    Í töflu 1 eru taldir upp þeir þéttbýlisstaðir, með 200 íbúa eða fleiri, sem eiga um malar vegi að sækja til hringvegarins (þjóðvegar 1). Í sumum tilvikum þurfa íbúar margra þétt býlisstaða að fara um sama malarkaflann. Í aftari töludálki er því sýnd lengd þeirra malar kafla sem leggja þarf bundnu slitlagi ef tengja ætti þessa staði við hringveginn.

Tafla 1. Þéttbýlisstaðir sem ekki eru tengdir hringveginum með malbikuðum vegum.
Malarkaflar á leið að hring vegi, km.
Skýringar.
Staðsetning malarkafla.
Lengd kafla sem þyrfti að malbika, km.
Hellissandur/Rif 15 Fróðárheiði 15
Ólafsvík 15
Stykkishólmur 14 Kerlingarskarð 14
Grundarfjörður 28 Kerlingarskarð/Kolgrafarfjörður 14
Búðardalur 17 Brattabrekka 17
Patreksfjörður 196 Brattabrekka/Barðastrandarsýsla 179
Tálknafjörður 196
Bíldudalur 196
Hólmavík 50 Í Hrútafirði og um Kollafjörð 50
Súðavík 171 Í Strandasýslu, Steingrímsfjarðarheiði og Djúpi 121
Ísafjörður 171
Bolungarvík 171
Suðureyri 171
Flateyri 171
Þingeyri 171
Siglufjörður 21 Sléttuhlíð 21
Grenivík 12 Framnes – Grýtubakki 12
Raufarhöfn 131 Tjörnes, Kelduhverfi og Melrakkaslétta 131
Þórshöfn 173 (Sjá Raufarhöfn, en einnig) Hálsar 42
Vopnafjörður 62 Möðrudalsheiði 62
Fáskrúðsfjörður 10 Sléttuströnd og Vattarnesskriður 10
Stöðvarfjörður 4 Hvalnesskriður 4
Til þess að tengja þessa þéttbýlisstaði við hringveginn með malbikuðum vegum 692
Malarkaflar á hringveginum* Á Norðaustur- og Austurlandi 251
Til þess að tengja þessa þéttbýlisstaði innbyrðis með malbikuðum vegum 943

*Sjá einnig töflur 2 og 3.

    Enn eru eftir margir malarkaflar á hringveginum (alls 251 km) og allmargir íbúar þétt býlisstaða sem þurfa að fara um þá á leið sinni til Reykjavíkur og Akureyrar. Þessir þétt býlisstaðir eru taldir upp í töflum 2 og 3 og jafnframt getið um lengd malarkaflanna.
    Til að tengja alla þéttbýlisstaði á landinu með 200 íbúum eða fleiri þarf að leggja 943 km af bundnu slitlagi.

Tafla 2. Þéttbýlisstaðir sem eru tengdir hringveginum með malbikuðum vegum en auk þess eru malarkaflar á honum á leið til Reykjavíkur annars vegar og Akureyrar hins vegar.
Malarkaflar á leið til Reykjavíkur, km. Malarkaflar á leið til
Akureyrar, km.
Reykjahlíð (22 ) 22
Fellabær 115 136
Egilsstaðir 115 136
Seyðisfjörður 115 136
Neskaupstaður 65 136
Eskifjörður 65 136
Reyðarfjörður 65 136
Breiðdalsvík 51 200
Djúpivogur 36 216
Höfn í Hornafirði 9 242

Tafla 3. Þéttbýlisstaðir sem ekki hafa samband við hringveginn með malbikuðum vegum og auk þess eru malarkaflar á honum á leið til Reykjavíkur annars vegar og Akur eyrar hins vegar (sjá einnig töflu 1).
Malarkaflar á leið að hringvegi, km. Malarkaflar á leið til Reykjavíkur, km. Malarkaflar á leið til Akureyrar, km.
Vopnafjörður 62 (116 ) 116
Fáskrúðsfjörður 10 55 146
Stöðvarfjörður 4 55 146