Breyttar áherslur í Evrópumálum

Föstudaginn 04. desember 1998, kl. 13:40:14 (1643)

1998-12-04 13:40:14# 123. lþ. 33.93 fundur 136#B breyttar áherslur í Evrópumálum# (umræður utan dagskrár), HG
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 123. lþ.

[13:40]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Spurningin um aðild að Evrópusambandinu kemur hér á landi öðru hvoru upp á yfirborðið innan stjórnmálaflokka og forustu þeirra. Það gerðist ítrekað af hálfu formanns Framsfl. á nýafstöðu flokksþingi en vissulega hef ég tekið eftir því að svipaðar áherslur hafa komið fram hjá honum áður, að ekki beri að útiloka aðild að Evrópusambandinu. Alþfl. hefur æ ofan í æ ítrekað að hann vildi helst sækja um aðild strax í dag og það er ástæða til að nefna að þann 30. nóvember lýsti formaður Alþfl. því yfir á vettvangi EFTA, EFTA-þingmanna og ráðherra, að leiðin til að losna við hnökrana í samskiptum EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins væri að sækja um aðild. Það hefur nýlega verið ítrekað af hálfu formanns Alþfl.

Menn ættu að taka eftir þessum merkjasendingum, eins og hér var nefnt af síðasta ræðumanni, og hverjir nota nú í vaxandi mæli hvert tækifæri til að koma því á framfæri við þjóðina að vel komi til greina að sækja um aðild ef menn eru ekki þá þegar sannfærðir um það. Formaður Framsfl. og utanrrh. Íslands gerði það hér á dögunum á flokksþingi og dylst auðvitað engum að það er galopinn hugarheimur hvað þetta snertir hjá þeim sem þannig talar. Þeir ætla sér í raun að komast inn. Spurningin er bara hvenær sæta eigi færi.