Ferill 117. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 117 — 117. mál.



Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um lækkun álverðs og lækkun orkuverðs.

Frá Svavari Gestssyni.



     1.      Hvert er verðið á hverju tonni af áli á síðasta fjórðungi þessa árs? Hvað hefur verðið lækkað mikið miðað við afkomuáætlanir Landsvirkjunar í upphafi ársins 1998?
     2.      Hver eru áhrifin af lækkun álverðs á orkuverð sem stóriðjufyrirtækin greiða til Landsvirkjunar
       a.      alls,
       b.      á hverja kílóvattstund að meðaltali á þriggja mánaða tímabili?
     3.      Hver yrði tekjulækkunin af sölu Landsvirkjunar á raforku til stóriðju á næsta ári ef verðið héldist það sama út allt árið 1999 í samanburði við þær tekjur sem Landsvirkjun hafði af sölu á orku til stóriðju á árinu 1997?
     4.      Telur ráðherra tilefni til að endurskoða verðlagsviðmiðanir stóriðjufyrirtækja?
     5.      Telur ráðherra ástæðu til að endurskoða fyrri áætlanir um lækkun raforkuverðs til almennings?