Ferill 558. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 904  —  558. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um fjölgun nýrra starfa á vegum ríkisins á landsbyggðinni.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hyggst ráðherra grípa til aðgerða í ljósi nýrra upplýsinga um að markmið um að fjölga störfum og auka umsvif í opinberri þjónustu og á vegum opinberra stofnana á lands­byggðinni, sbr. byggðaáætlun frá í maí 1994, hafa ekki náðst?
     2.      Hvernig metur ráðherra stöðu byggðamála í ljósi upplýsinga um vaxandi byggðaröskun ár frá ári síðan 1993 og upplýsinga um mikinn kostnað sveitarfélaga á höfuðborgar­svæðinu af fólksflutningum þangað og þjóðhagslegt óhagræði af þeim, svo og í ljósi fyrrnefndra upplýsinga um að störfum á vegum ríkisins hafi ekki fjölgað á landsbyggð­inni?


Skriflegt svar óskast.






















Prentað upp.