Forgangur kostaðra dagskrárliða Ríkisútvarpsins

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 13:57:27 (1046)

1999-11-03 13:57:27# 125. lþ. 18.2 fundur 105. mál: #A forgangur kostaðra dagskrárliða Ríkisútvarpsins# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., TIO
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[13:57]

Tómas Ingi Olrich:

Herra forseti. Það skiptir miklu máli hvernig unnið er að fréttamennsku í íslenskum fjölmiðlum. Hv. þm. Mörður Árnason gat þess áðan að hann vildi ekki horfa upp á það í Ríkisútvarpinu að fréttamenn væru seldir á fæti eins og gerðist á öðrum útvarpsstöðum. Vill þingmaðurinn gjöra svo vel og gera grein fyrir því hvað hann er að tala um.