Ferill 33. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 33  —  33. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um kostnað af losun gróðurhúsalofttegunda.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hverjum ætlar ríkisstjórnin að bera hugsanlegan kostnað af losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðjufyrirtækjum hérlendis?
     2.      Hversu háum fjárhæðum gæti slíkur kostnaður numið af losun CO 2-ígilda frá 480 þúsund tonna álbræðslu miðað við núverandi hugmyndir manna um markaðsverð á losunarkvótum?
     3.      Hvaða hugmyndir hafa menn gert sér um greiðslur fyrir losunarkvóta í hagkvæmniforsendum álbræðslu á vegum Noral á Reyðarfirði, bæði í fyrsta áfanga og síðari áföngum hennar?
     4.      Er fyrirliggjandi arðsemismat fyrirhugaðrar álbræðslu á Reyðarfirði, frá fyrsta áfanga og til síðari áfanga hennar? Ef svo er, hvernig hefur verið tekið á svokölluðum fórnarkostnaði í því mati?
     5.      Er gert ráð fyrir að álbræðslan verði búin vothreinsibúnaði til að takmarka útstreymi brennisteinssambanda og annarra skaðlegra efna?