Ferill 494. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 778  —  494. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir á heilbrigðisstofnunum.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hvaða heilbrigðisstofnanir hafa sett sér reglur og markmið í tóbaksvörnum?
     2.      Hvernig er ákvæðum 10. gr. tóbaksvarnalaga um takmörkun á tóbaksreykingum á heilbrigðisstofnunum framfylgt á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og dvalarheimilum?
                  a.      Hvaða stofnanir eru reyklausar, í þeim skilningi að starfsmenn reyki ekki í vinnutímanum og sjúklingar eða skjólstæðingar reyki ekki á meðan á innlögn stendur?
                  b.      Hvaða stofnanir leyfa reykingar utan húss eða í sérstökum herbergjum?
     3.      Á hvaða stofnunum hefur verið gert átak í tóbaksvörnum fyrir skjólstæðinga eða starfsmenn?



Skriflegt svar óskast.