Ferill 611. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 953  —  611. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um kostnað ríkissjóðs við öflun markaða erlendis fyrir lambakjöt.

Frá Sighvati Björgvinssyni.



    Hversu miklu fé hefur verið varið úr ríkissjóði frá því að greiðsla útflutningsbóta hófst og til ársloka 1999 til þess að greiða fyrir sölu lambakjöts frá Íslandi og afla markaða erlendis? Svar óskast sundurliðað eftir fjárframlögum á núvirði til einstakra útgjaldaliða sem eru eftirfarandi: útflutningsbætur, þar á meðal umboðs- og sölulaun, geymslugjald og flutningsgjald, svo og fjárframlög sem sérstaklega hefur verið varið til markaðsöflunar, söluátaks, kynningarstarfa og sérstakra átaksverkefna í tengslum við markaðsöflun erlendis fyrir íslenskt lambakjöt.


Skriflegt svar óskast.























Prentað upp.