Ferill 494. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1034  —  494. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þuríðar Backman um tóbaksvarnir á heilbrigðisstofnunum.

    Tóbaksvarnanefnd var falið að taka saman svör við fyrirspurninni og eftirfarandi eru upplýsingar sem bárust frá heilbrigðisstofnunum. Taka skal fram að ekki bárust svör frá öllum stofnunum.

     1.      Hvaða heilbrigðisstofnanir hafa sett sér reglur og markmið í tóbaksvörnum?
    Eftirfarandi heilbrigðisstofnanir hafa sett sér reglur og markmið í tóbaksvörnum:
     Dalbær, heimili aldraðra.
    Eir, hjúkrunarheimili.
    Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.
    Heilbrigðisstofnunin Selfossi.
    Heilbrigðisstofnun Austurlands (ekki þó á öllum starfsstöðvum).
    Heilsugæslustöð Grundarfjarðar.
    Heilsugæslustöðin Búðardal.
    Heilsugæslan í Garðabæ.
    Heilsugæslan Lágmúla.
    Hjúkrunarheimilið Skógarbær.
    Hjúkrunarheimilið Víðinesi.
    Sjúkrahús Akraness.
    Sólvangur, hjúkrunarheimili.
    Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili.
    Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól.

     2.      Hvernig er ákvæðum 10. gr. tóbaksvarnalaga um takmörkun á tóbaksreykingum á heilbrigðisstofnunum framfylgt á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og dvalarheimilum?
                  a.      Hvaða stofnanir eru reyklausar, í þeim skilningi að starfsmenn reyki ekki í vinnutímanum og sjúklingar eða skjólstæðingar reyki ekki á meðan á innlögn stendur?
                  b.      Hvaða stofnanir leyfa reykingar utan húss eða í sérstökum herbergjum?

    a. Eftirfarandi stofnanir eru reyklausar samkvæmt framangreindri skilgreiningu, þó eru undantekningar á því, sbr. b-lið:
     Dalbær, heimili aldraðra.
    Dvalarheimilið Höfði.
    Dvalarheimilið Seljahlíð.
    Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól.
    Eir, hjúkrunarheimili.
    Garðvangur.
    Heilbrigðisstofnun Austurlands.
    Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.
    Heilbrigðisstofnunin Hólmavík.
    Heilbrigðisstofnunin Húsavík.
    Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga.
    Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ.
    Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki.
    Heilbrigðisstofnunin Selfossi.
    Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum.
    Heilsugæsla Rangárþings.
    Heilsugæslan í Garðabæ.
    Heilsugæslan í Kópavogi.
    Heilsugæslan í Reykjavík.
    Heilsugæslan Lágmúla.
    Heilsugæslustöðin Búðardal.
    Heilsugæslustöðin Hveragerði.
    Heilsugæslustöðin Sólvangi, Hafnarfirði.
    Heilsugæslustöð Grundarfjarðar.
    Heilsugæslustöðin Þorlákshöfn.
    Hjúkrunarheimilið Droplaugarstaðir.
    Hjúkrunarheimilið Skógarbær.
    Hjúkrunarheimilið Víðinesi.
    Hraunbúðir, Vestmannaeyjum.
    Klausturhólar, hjúkrunar- og dvalarheimili.
    Sjúkrahús Akraness.
    Sólvangur, hjúkrunarheimili.
    Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili.
    Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól.

    b. Eftirfarandi stofnanir leyfa reykingar utan húss eða í sérstökum herbergjum, nánari skýring innan sviga:
     Dalbær, heimili aldraðra (íbúar á herbergjum sínum og starfsmenn á ákveðnum stað á lóð).
    Dvalarheimilið Höfði (vistmenn á herbergjum sínum og í séraðstöðu á hjúkrunardeild).
    Dvalarheimilið Seljahlíð (íbúar á herbergjum sínum).
    Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól (vistmenn reykja á ákveðnum stað).
    Eir, hjúkrunarheimili (reykherbergi fyrir íbúa).
    Garðvangur (heimilisfólk í valinni vistarveru).
    Heilbrigðisstofnun Austurlands (skjólstæðingar í sérstakri aðstöðu).
    Heilbrigðisstofnunin Blönduósi (vistmenn á dvalarheimili).
    Heilbrigðisstofnunin Húsavík (skjólstæðingar sem ekki geta hætt reykingum).
    Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga (reykherbergi fyrir sjúklinga).
    Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ (afdrep fyrir sjúklinga).
    Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki (skjólstæðingar sem ekki geta hætt reykingum).
    Heilbrigðisstofnunin Selfossi (starfsmenn utan dyra, sjúklingar í rými innan dyra).
    Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum (sjúklingar í sérstöku herbergi).
    Heilsugæslan í Reykjavík (samnýting húsnæðis með annarri starfsemi).
    Heilsugæslan Lágmúla (utan húss, samnýting húsnæðis með annarri starfsemi).
    Hjúkrunarheimilið Droplaugarstaðir (skjólstæðingar sem ekki geta hætt reykingum).
    Hjúkrunarheimilið Skógarbær (vistmenn í sérstöku reykherbergi).
    Hjúkrunarheimilið Víðinesi (vistmenn í sérstöku reykherbergi).
    Hraunbúðir, Vestmannaeyjum (vistmenn í reykherbergi og starfsmenn í kompu utan dyra).
    Klausturhólar, hjúkrunar- og dvalarheimili (vistmenn í vistarverum sínum).
    Sjúkrahús Akraness (reykherbergi fyrir sjúklinga).
    Sólvangur, hjúkrunarheimili (heimilisfólk/sjúklingar á stigapöllum).
    Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili (íbúar á ákveðnum stað í húsinu).
    Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól (aðstaða fyrir heimilisfólk).

     3.      Á hvaða stofnunum hefur verið gert átak í tóbaksvörnum fyrir skjólstæðinga eða starfsmenn?
    Á eftirfarandi stofnunum hefur verið gert átak í tóbaksvörnum:
    Dvalarheimilið Seljahlíð.
    Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól.
    Eir, hjúkrunarheimili.
    Heilbrigðisstofnun Austurlands (ekki þó á öllum starfsstöðvum).
    Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.
    Heilbrigðisstofnunin Húsavík.
    Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga.
    Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ.
    Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki.
    Heilsugæslustöð Grundarfjarðar.
    Heilsugæslustöðin Sólvangi, Hafnarfirði.
    Hjúkrunarheimilið Droplaugarstaðir.
    Hjúkrunarheimilið Skógarbær.
    Hjúkrunarheimilið Víðinesi.
    Hraunbúðir, Vestmannaeyjum.
    Sjúkrahús Akraness.
    Sólvangur, hjúkrunarheimili.
    Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól.