Ferill 611. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1179  —  611. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Sighvats Björgvinssonar um kostnað ríkissjóðs við öflun markaða erlendis fyrir lambakjöt.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu miklu fé hefur verið varið úr ríkissjóði frá því að greiðsla útflutningsbóta hófst og til ársloka 1999 til þess að greiða fyrir sölu lambakjöts frá Íslandi og afla markaða erlendis? Svar óskast sundurliðað eftir fjárframlögum á núvirði til einstakra útgjaldaliða sem eru eftirfarandi: útflutningsbætur, þar á meðal umboðs- og sölulaun, geymslugjald og flutningsgjald, svo og fjárframlög sem sérstaklega hefur verið varið til markaðsöflunar, söluátaks, kynningarstarfa og sérstakra átaksverkefna í tengslum við markaðsöflun erlendis fyrir íslenskt lambakjöt.

    Útflutningsbætur á landbúnaðarvörur voru greiddar úr ríkissjóði á árunum 1956–1992 og námu samtals um 57 milljörðum króna, uppreiknað með vísitölu neysluverðs til meðalverðlags ársins 1999. Meðfylgjandi er línurit sem sýnir greiðslur hvers árs. Byggt er á gögnum frá Þjóðhagsstofnun og Hagstofu Íslands og ríkisreikningi. Ætla má að a.m.k. 80% af stuðningnum hafi verið vegna útflutnings á sauðfjárafurðum, eða um 45–46 milljarðar á verðlagi ársins 1999. Ekki liggur fyrir nákvæm sundurliðun á útflutningsbótunum á umræddu tímabili. Ekki reyndist unnt að vinna frekari sundurliðun fyrir allt tímabilið sem hér um ræðir innan þess frests sem þingsköp gera ráð fyrir.
    Ríkissjóður veitti á árunum 1995–1999 25 millj. kr. á ári til Áforms, átaksverkefnis um vöruþróun og markaðsstarf vegna útflutnings íslenskra landbúnaðarafurða en það samsvarar alls um 130 millj. kr. á verðlagi ársins 1999. Í verkefninu hefur verið lögð megináhersla á útflutning á vistvænu lambakjöti.












Prentað upp.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



2