Ferill 126. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 126  —  126. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um „nýja stétt vinnukvenna“.

Frá Svanfríði Jónasdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur.



     1.      Hefur ráðherra látið kanna „aðstöðu, réttindi og skyldur aðfluttra kvenna sem koma hingað til lands til að vinna inni á einkaheimilum“ eins og tiltekið er að ráðuneytið muni gera, sbr. lið 3.11 í þingsályktun um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna sem samþykkt var á Alþingi 28. maí 1998?
     2.      Hverjar eru niðurstöður þeirrar könnunar ef henni er lokið?
     3.      Hvaða tillögur sér ráðherra til úrbóta á stöðu og réttindum þessara kvenna, bæði með tilliti til niðurstaðna áðurnefndrar könnunar og þess sem fram hefur komið opinberlega um stöðu þeirra?