Ferill 328. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 427  —  328. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um skuldir fyrirtækja og einstaklinga.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig skiptast heildarskuldir við innlánsstofnanir eftir neðangreindum útlánaflokkum milli einstaklinga annars vegar og fyrirtækja hins vegar:
                  a.      skuldabréfalán,
                  b.      víxillán,
                  c.      innleystar ábyrgðir,
                  d.      yfirdráttur á ávísana- og hlaupareikningi,
                  e.      afurðalán,
                  f.      endurlánað erlent lánsfé?
     2.      Hvernig var yfirdráttur einstaklinga hjá innlánsstofnunum um síðustu áramót og aftur nú 1. desember í ár? Hvernig hefur meðaltal yfirdráttar breyst á þessu tímabili, hve háar voru yfirdráttarheimildir hjá einstaklingum 1. desember 2000 og hversu margir eru með slíka heimild?


Skriflegt svar óskast.