Ferill 505. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1128  —  505. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um hönnunarrétt.

Frá iðnaðarnefnd.



     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna „til hönnunar“ komi: á hönnun.
     2.      Við 54. gr. Við greinina bætist orðin: á sviði iðnaðar.
     3.      Við 60. gr. 2. málsl. 1. mgr. verði svohljóðandi: Ákvæði X. kafla laganna öðlast þó ekki gildi fyrr en við birtingu auglýsingar ráðherra um að Genfarsamningurinn frá 2. júlí 1999 um breytingu á Haag-samningnum um alþjóðlega skráningu hönnunar á sviði iðnaðar hafi öðlast gildi að því er Ísland varðar.
     4.      Fyrirsögn frumvarpsins verði svohljóðandi: Frumvarp til laga um hönnun.