Áhugamannahnefaleikar

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 13:57:36 (4023)

2002-02-05 13:57:36# 127. lþ. 69.1 fundur 39. mál: #A áhugamannahnefaleikar# frv. 9/2002, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[13:57]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Það er fráleitt að Alþingi eyði tíma sínum frekar í að ræða hvort það megi æfa, sýna eða keppa í íþróttagrein sem hlotið hefur alþjóðlega viðurkenningu og keppt er í á ólympíuleikum. Slík ákvörðun er best komin í höndum íþróttahreyfingarinnar sjálfrar og að reglur séu settar af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Þess vegna, herra forseti, styð ég þetta frv.