Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 15:08:45 (8826)

2002-05-03 15:08:45# 127. lþ. 137.11 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv. 85/2002, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[15:08]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég vona að mér hafi tekist með fyrri atkvæðaskýringu að setja orð mín í þann búning að tilfinningar og sársauki komi í ljós gagnvart þeim ósóma sem hefur gert suma að öreigum og aðra að auðkýfingum, þ.e. íslenska fiskveiðistjórnarkerfið. Öll framkvæmd þess er á hinn vesta veg þannig að ég greiði atkvæðí gegn og mun gera í hverju einasta máli sem ég á eftir að koma að varðandi fiskveiðistjórnarkerfið þangað til það hefur verið aflagt. Ég segi nei.