Ferill 81. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 248  —  81. mál.




Svar



iðnaðar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um styrkveitingar úr opinberum sjóðum til atvinnuuppbyggingar.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver er heildarupphæð styrkja sem veittir hafa verið úr opinberum sjóðum til atvinnuuppbyggingar á síðustu þremur árum, sundurliðað eftir sjóðum, árum, verkefnum og landsvæðum?
     2.      Hversu margir einstaklingar hafa fengið slíka styrki á síðustu þremur árum, sundurliðað eftir kyni umsækjenda, sjóðum, upphæðum, árum, verkefnum og landsvæðum?


    Ráðuneytið miðar svarið annars vegar við sjóði sem byggja starfsemi sína á ákvæðum laga og hins vegar verkefni sem greina mætti sem ígildi sjóðs. Hið fyrra á við um styrkveitingar Byggðastofnunar til verkefna á sviði atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar og styrkveitingar Kísilgúrsjóðs sem sinnir sambærilegum verkefnum í tilteknum sveitarfélögum. Undir hið síðara fellur verkefnið Átak til atvinnusköpunar sem rekið hefur verið af iðnaðarráðuneytinu frá 1996. Upplýsingar frá þessum þremur aðilum fylgja hér á eftir í fylgiskjölum.
    Ráðuneytið beindi því til framangreindra aðila að miða upplýsingar við styrkveitingar sem ákveðnar voru á árunum 1998, 1999 og 2000. Tilgreind skyldi sú styrkupphæð sem ákveðið var að veita þótt hluti upphæðarinnar kæmi til greiðslu síðar, eins og títt er með árangurstengdar styrkveitingar. Styrkur telst almennt vera óafturkræf fjárveiting sem veitt er af tilteknu tilefni og án sérstakrar kröfu um endurgjald, jafnvel þótt styrkurinn kunni að leiða til eignaraðildar, eins og fáein dæmi eru um.
    Orðið atvinnuuppbygging hefur víðtæka merkingu og ákvað ráðuneytið að tilgreina í svarinu stuðning við hvers konar verkefni sem beint og óbeint leiða til atvinnuuppbyggingar. Á grundvelli þess er gerð grein fyrir styrkjum úr Orkusjóði þótt áhrif verkefnanna sem styrkt voru hafi mun víðtækari samfélagslega þýðingu en telja má að átt sé við samkvæmt þröngri túlkun á fyrirspurninni.
    Nokkur verkefni njóta stuðnings frá fleiri en einum. Þannig var t.d. leit að jarðhita á köldum svæðum styrkt af bæði Byggðastofnun og Átaki til atvinnusköpunar. Mikilvægt er einnig að hafa í huga að getið er um styrki á því ári þegar ákvörðun er tekin um þá þótt þeir komi til greiðslu ári síðar eða á fleiri en einu ári, eins og allmörg dæmi eru um. Því kann að vera dæmi um misræmi við ársreikninga sem miða útgjöld við greiðsludag.
    Þegar um er að ræða skiptingu verkefna eftir landsvæðum þarf að hafa í huga að nokkur verkefnanna hafa þýðingu fyrir annað landsvæði en heimilisfesta styrkþega gefur til kynna og dæmi eru um verkefni sem hafa svo almenna þýðingu að flokkun eftir landshlutum er haldlítil. Í þeirri landshlutaflokkun sem hér er birt er miðað við heimilisfestu styrkþega.
    Flestir styrkir falla í skaut fyrirtækja. Í tilfellum þar sem styrkþegi er einstaklingur er líklegt að nafn hans gefi til kynna hvort styrkurinn renni til konu eða karls. Það er þó ekki einhlítt þar sem dæmi eru um að einstaklingur skrifi sig fyrir hópi eða jafnvel fyrirtæki. Ráðuneytið telur best að greining á kyni styrkþega sé í höndum lesenda.
    Átak til atvinnusköpunar hefur verið rekið af iðnaðarráðuneyti frá árinu 1996. Ítarlega var gerð grein fyrir starfsemi þess á árunum 1996–99 í svari við fyrirspurn frá háttvirtum þingmönnum Svanfríði Jónasdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur á þingskjali 69, sem var 69. mál 126. löggjafarþingsins. Í fylgiskjali I er gerð grein fyrir styrkjum Átaks til atvinnusköpunar á árunum 1998, 1999 og 2000.

Styrkir Átaks til atvinnusköpunar 1998–2000.


Ár Fjöldi styrkja Heildarupphæð
1998 60 80.000.000
1999 61 80.000.000
2000 54 62.500.000

    Byggðastofnun hefur veitt nokkuð af styrkjum til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar á landsbyggðinni. Gerð er grein fyrir þessum styrkjum í fylgiskjali II.

Styrkveitingar Byggðastofnunar 1998–2000.


Ár Fjöldi styrkja Heildarupphæð
1998 140 144.106.000
1999 160 214.480.000
2000 30 131.280.000

    Kísilgúrsjóður var stofnaður 1966 með lögum um Kísilgúrverksmiðju við Mývatn í þeim tilgangi að kosta undirbúning aðgerða til þess að efla atvinnulíf í þeim sveitarfélögum sem eiga verulegra hagsmuna að gæta vegna starfsemi kísilgúrverksmiðjunnar. Gerð er grein fyrir styrkjum Kísilgúrsjóðs í fylgiskjali III.

Styrkveitingar Kísilgúrsjóðs 1998–2000.

Ár

Fjöldi styrkja

Heildarupphæð
1998 12 4.530.000
1999 10 3.985.000
2000 13 4.750.000


Fylgiskjal I.

Verkefni á vegum „Átaks til atvinnusköpunar“ 1998.


1. Almennar stuðningsaðgerðir við iðngreinar og einstök svæði.
Verkefni Lýsing Styrkur
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, Akureyri Athugun á hagkvæmni þess að reisa fiskgaletínverksmiðju á Norðurlandi. Galetín er prótein sem notað er við matvæla- og lyfjaframleiðslu og m.fl. Það er unnið úr fiskúrgangi, einkum roði og beinum. 750.000
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, Akureyri Stefnumótun í skinna- og fataiðnaði þar sem kannað verður hvort möguleiki er á aukinni verðmætasköpun úr íslenskum skinnum með því að auka hlutdeild útflutts fatnaðar á kostnað útflutnings á skinnum sem hráefnis til iðnaðar. Samvinnuverkefni Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og fyrirtækja í greininni. 500.000
Sögusetrið á Hvolsvelli Áframhald uppbyggingar verkefnisins „á Njáluslóð“ á Sögusetrinu á Hvolsvelli í tengslum við nýtt og stærra húsnæði. 2.200.000
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, Akureyri Samstarfsverkefni Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og heimamanna í Hrísey um stefnumótun um samræmingu ferðaþjónustu í Hrísey í þeim tilgangi að vinna markvisst að heildstæðri og fjölbreyttri ferðaþjónustu. 300.000
Æðardúnsframleiðslan Skarði, Búðardal Endurbætur á framleiðslustýringu við hreinsun æðardúns til að uppfylla alþjóðlegar kröfur og hagræðing í rekstri með endurbótum á vélakosti. 500.000
Ölfushreppur, Árnessýslu Úttekt á mögulegri iðnaðaruppbyggingu í Þorlákshöfn í tengslum við betri nýtingu á góðri hafnaraðstöðu og nægu landrými auk nálægðar við orkuvirki og jarðefnaauðlindir. Auk þess kynning fyrir erlendum fjárfestum sem vilja fjárfesta í meðalstórum iðnaði. 500.000
Samstarfsvettvangur um Málmgarð „Málmgarður“. Samstarfsverkefni fyrirtækja og stofnana um eflingu úrvinnsluiðnaðar úr léttmálmum. Því tengist samræming rannsóknar- og þróunarstarfs, þekkingarmiðlun og kynning á möguleikum á nýsköpun í tengslum við léttmálma. Áhersla verður lögð á málmsteypur og málmvinnslu í fyrirtækjum á landsbyggðinni. Mótframlag frá ýmsum aðilum, m.a. framleiðendum. 1.500.000
Iðntæknistofnun og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Ísafirði Kynning á möguleikum til eflingar atvinnuþróun á Vestfjörðum. Leiðsögn og fagleg aðstoð m.a. um rekstrar- og framleiðsluþætti sem bætt geti afkomu fyrirtækja á svæðinu og ábendingar um möguleika nýsköpunar sem skotið gæti nýjum stoðum undir atvinnulíf á Vestfjörðum. Einnig að leiðbeina áhugasömu fólki á Vestfjörðum við að gera viðskiptahugmyndir að veruleika og þjálfa leiðbeinendur til að sinna slíku starfi. Unnið í samvinnu atvinnuráðgjafa og Iðntæknistofnunar. 1.000.000
Snorri Þorfinnsson ehf., Hofsósi Áframhaldandi vinna við gagnagrunn um ættir Vestur-Íslendinga vestanheims og tengja hann innlendum ættfræðiskrám. Einnig til áframhaldandi uppbyggingar Vesturfarasetursins á Hofsósi. 1.000.000
Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra og Iðntæknistofnun, Blönduósi Kynning á möguleikum til eflingar atvinnuþróun í Vestur-Húnavatnssýslu. Leiðsögn og fagleg aðstoð m.a. um rekstrar- og framleiðsluþætti sem bætt geti afkomu fyrirtækja á svæðum og ábendingar um möguleika nýsköpunar sem skotið gæti nýjum stoðum undir atvinnulíf svæðisins. Einnig að leiðbeina áhugasömu fólki í Vestur-Húnavatnssýslu að gera viðskiptahugmyndir að veruleika og þjálfa leiðbeinendur til að sinna slíku starfi. Unnið í samvinnu atvinnuráðgjafa og Iðntæknistofnunar. 1.000.000
Efling Stykkishólms Atvinnuvegasýning í Stykkishólmi. Kynning á atvinnulífi í Stykkishólmi allt frá sjávarútvegi og iðnaði til ferðaþjónustu og handverks. 500.000
Átak til atvinnusköpunar Ráðstefna og greining á stöðu líftækniiðnaðar á Íslandi. Markmiðið er að fá yfirlit yfir þá möguleika sem eru til eflingar nýjum hátækniiðnaði tengdum líftækni. Mótframlag frá ýmsum aðilum, s.s. Íslenskri erfðagreiningu. 400.000
Iðntæknistofnun, Byggðastofnun o.fl. Fjarfundakerfi, nettenging og samþætting á starfsemi þeirra sem stunda leiðsögn og þekkingarmiðlun til fyrirtækja um land allt. Samstarfsverkefni ITÍ, Byggðastofnunar, atvinnuráðgjafa og iðnþróunarfélaga í öllum landsfjórðungum. 1.200.000
Eyjaferðir ehf., Stykkishólmi Samræming og markaðssetning skoðunarferða um lífríki Breiðafjarðar, t.d. ferðir til hvalaskoðunar, m.a. til að fullnýta aukinn skipakost. 500.000
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Ísafirði Úttekt á styrkleika og veikleika Vestur-Barðastrandarsýslu og mögulegri eflingu atvinnulífsins þar. Unnið í samvinnu við Byggðastofnun. 300.000
Hvalamiðstöðin á Húsavík Uppbygging á safni og fræðslusetri á Húsavík um hvali. Stefnumótun og gerð viðskiptaáætlunar. 500.000
Menningarfélag um Brydesbúð, Vík í Mýrdal Brydesverslun í Vík. Áframhaldandi uppbygging verslunarminjasafns og söguseturs er tengist Brydebúð og þeirri fjölbreytilegu starfsemi sem þar hefur farið fram. 500.000
Víkurplast ehf. Stuðningur við endurnýtingu aðfluttrar plastverksmiðju sem fær nýtt hlutverk við framleiðslu ýmiss konar umbúða, skápa o.fl. 500.000
Útflutningsráð Íslands Gerð vefsíðu á Interneti, svokallað Hestanet, til að markaðssetja erlendis vörur og þjónustu er tengist íslenska hestinum. Hestanetið á að nýtast öllum þeim framleiðendum og þjónustuaðilum sem tengjast íslenska hestinum. Unnið í samstarfi við framleiðendur og Útflutningsráð Íslands sem kostar það að hluta. 1.000.000
Söðlasmiðurinn ehf., Helluskeifur ehf., Sólberg Sigurðsson Bæta framleiðslutækni við framleiðslu á hnökkum, beislum og skeifum og samræming og efling markaðsaðgerða erlendis. Verkefnið er samstarfsverkefni Helluskeifna ehf., Söðlasmiðsins ehf. og Sólbergs Sigurbergssonar söðlasmiðs. 2.000.000
Atvinnuráðgjöf Vesturlands, Ólafsvík, Stykkishólmur, Dalasýsla Samræming á markaðssetningu á ferðaþjónustu og tengdri atvinnustarfsemi á Snæfellsnesi. 500.000
Iðnminjasafn á Akureyri Iðnminjasafn á Akureyri. Safnið er í gömlu Hekluhúsunum á Gleráreyrum. Þar eru kynntar helstu iðngreinar sem við lýði hafa verið á Akureyri um áratuga skeið. 400.000
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Húsavík og nágrenni Verslun í Þingeyjarsýslum. Úttekt á styrkleika og veikleika verslunar í sýslunni og leit að nýjum sóknarfærum. 500.000
Dalaleir, Dalabyggð Rannsóknir á mögulegri framleiðslu á iðnaðarvöru úr leir sem finnst í Dalabyggð. Framleiðsluprófanir í verksmiðju í Frakklandi. 400.000
Saumastofan, Grenivík Hönnunar- og vöruþróunarverkefni um nýjar vörur og markaðssetningu þeirra. 300.000
Átak um jarðhitaleit á köldum svæðum Jarðhitaleitarátak á köldum svæðum. Framlag til samstarfsverkefna iðnaðarráðuneytisins, Orkuráðs og Byggðastofnunar um átak til leitar að jarðhita til húshitunar á þeim svæðum þar sem ekki eru hitaveitur nú en talið er að þjóðhagslega hagkvæmt kunni að vera að leggja hitaveitu. Átakið beinist einkum að frumstigum leitar en heimaaðilum og orkufyrirtækjum er ætlað að taka við framkvæmdum þegar vísbending er fengin um jarðhita sem hagkvæmt væri að nýta. 10.000.000
Átak um orkusparnað á köldum svæðum Kynning á aðferðum til orkusparnaðar vegna rafhitunar, gerð fræðsluefnis og fagleg ráðgjöf til almennings. 50% kostnaður við framkvæmd á móti Orkustofnun. 2.000.000
ERGO, Reykjavík Úttekt á ástandi efnistöku og efnisvinnslu á Íslandi og gerð tillagna um bætt framtíðarskipulag og betri nýtingu á þessum óendurnýtanlegu auðlindum landsins. 200.000
Heiðdís Jónsdóttir, Sauðárkróki „Á roði í reiðtúr“ – útivistarfatnaður. Þróunarvinna og undirbúningur að framleiðslu að nýrri línu íslensks tískufatnaðar fyrir hestamenn og annað útivistarfólk þar sem fiskroð verður ríkur þáttur í hönnuninni. Mótframlag frá ýmsum aðilum. 400.000
Iðntæknistofnun Íslands, Nýsköpunarsvið „Stofnun og rekstur fyrirtækja.“ Leiðbeinandi þjónusta um almennan undirbúning að stofnun fyrirtækja, gerð viðskiptaáætlana ásamt námskeiðahaldi um stofnun og rekstur fyrirtækja. Verkefnið hefur einkum nýst fólki á landsbyggðinni. Mótframlag frá Nýsköpunarsjóði. 100.000
Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra, Blönduósi Handverkshús á Blönduósi. Stofnun handverkshúss sem nýtist sem starfsstöð stofnaðila, aðstaða fyrir handverksfólk, aðstaða fyrir námskeið, samskiptamiðstöð handverksfólks og verslun. 500.000
Höfðaver, Húsavík Endurgerð seglbáts frá síðustu aldamótum í upprunalega mynd. Báturinn fær síðan hlutverk tengt ferðaþjónustu og hvalaskoðun frá Húsavík. 500.000
Jóhann Gíslason, Akureyri Hönnun og þróun á fjaðrandi báti sem er byggð á hugmynd umsækjanda. Stefnt er að því að frumgerð verði fljótlega tilbúin. 500.000
Samstarfsverkefni um hörvinnslu Áframhaldandi þróun á hörvinnslu. Í verkefninu felast hagkvæmnisathuganir á ræktun og framleiðslu hörs, feygingartilraunir og athuganir á líklegum mörkuðum. Mótframlag frá Framleiðnisjóði. 1.500.000
Gunnar Jóhannesson, Húsavík Hálendisvefur. Gerð stafræns kortagrunns um hálendi Íslands sem verður aðgengilegur á interneti og nýst getur t.d. skólum, ferðaþjónustu og minni byggðarlögum í einfaldari verkefnum. 750.000
Íslenskt sjávarsilfur ehf., Þorlákshöfn Áframhald þróunar á paté úr laxaafurðum bæði fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. 500.000
Samstarfsverkefni um Icelandica 2001 Icelandica 2001. Undirbúningur og markaðssetning alþjóðlegrar sýningar á íslenska hestinum og vörum tengdum honum. Mótframlag frá ýmsum aðilum. 2.000.000
Iceland Complete ehf. Margmiðlun, hönnun og framleiðsla á margmiðlunardiski þar sem er að finna allt það helsta um ferðaþjónustu á Íslandi. Nýtist vel smærri aðilum á landsbyggðinni sem hafa takmarkað auglýsingafé. 500.000
Framfarafélag Bolungarvíkur Framfarafélag og fulltrúar fyrirtækja í Bolungarvík. Kostaður verði ráðgjafi sem fer á milli fyrirtækja og veik- og styrkleikagreinir þau, kemur með tillögur um úrbætur og hugsanlega nýjar framleiðslulínur. Einnig verði möguleikar á nýjum atvinnutækifærum kannaðir í tengslum við nýsköpun, vöruþróun og nýja atvinnustarfsemi. 500.000
Kirkjubæjarstofa Uppbygging, rekstur og kynning á Kirkjubæjarstofu sem er upplýsinga- og fræðasetur með áherslu á náttúruvísindi, landmótun og ferðaþjónustu. 1.000.000
Fagráð textíliðnaðarins, Iðntæknistofnun Samvinnuverkefni prjónastofanna í landinu. Samræming aðgerða við endurbætur á framleiðsluaðferðum, þróun nýrra textílafurða fyrir erlendan markað, og markaðsátak til að endurheimta fyrri stöðu á álitlegum markaðssvæðum, t.d. í Ameríku. 6.000.000
Trévík, Vík í Mýrdal Þróun og markaðssetning á húsgagni fyrir börn, svokallaðri ferðaskrifstofu. Verðlaunaverkefni frá Hönnunardögum. 400.000
Ferðaþjónustan Bjarnargili, Fljótum Hagkvæmnisathuganir og viðskiptaáætlun vegna ferðaþjónustu á Bjarnargili í Fljótum. Undirbúningur að stofnun alhliða ferðaþjónustufyrirtækis. 300.000
Bioprocess Ísland hf., Keflavík Vöruþróun og markaðssetning á afurðum unnum úr smáþörungum. 800.000
Iðntæknistofnun Íslands, Nýsköpunarsvið Kynningarmiðstöð um Evrópuverkefni þar sem fyrirtækjum eru veittar upplýsingar um evrópskt samstarfsverkefni og þau aðstoðuð við að koma á vísinda- og tæknisamstarfi við erlend fyrirtæki. 3.000.000
Iðntæknistofnun Íslands, Nýsköpunarsvið „Reynslunni ríkari.“ Leiðbeiningar og aðstoð við konur til að taka fyrstu skref við mótun viðskiptahugmynda, viðskiptasambanda og til undirbúnings að stofnun fyrirtækis. Þetta verkefni ætti að henta konum á landsbyggðinni einkar vel. Mótframlag frá Nýsköpunarsjóði. 1.500.000
Iðntæknistofnun Íslands, Nýsköpunarsvið Tæknivöktun: Að safna upplýsingum og nýjungum um tækni- og rekstrarleg málefni og miðla þeim til fyrirtækja sem greiða áskriftargjald fyrir þjónustuna. Mótframlag frá Nýsköpunarsjóði. 1.100.000
Iðntæknistofnun Íslands, Nýsköpunarsvið „Uppeldissetur.“ Stofnun uppeldisseturs sem miðast við íslenskar aðstæður í líkingu við það sem gerist t.d. í Nova Scotia. Takmarkið er að þróa tækninýjungar í fullmótaða framleiðslu og koma framleiðslunni af stað, t.d. í nýju fyrirtæki. Mótframlag frá Nýsköpunarsjóði. 2.000.000
Átak til atvinnusköpunar Rekstur verkefna um atvinnuþróun á svæðum sem ekki njóta stóriðjuuppbyggingar. Leiðsögn og miðlun þekkingar til þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í nýsköpun. Mótframlag frá fleiri aðilum, m.a. IVR. 4.000.000
Víkurlax ehf., Grýtubakkahreppi, Akureyri Efling nýsköpunar í fiskeldi, einkum lúðueldi, en tilraunaræktun á lúðu lofar góðu. Talið er að með vísindalegri þróun fiskeldis megi vænta mikils af þessari grein í framleiðni. 900.000
Iðntæknistofnun „Eldisbóndinn“ er Evrópuverkefni sem að meginstofni er kostað af ESB. Samstarfsaðilar eru frá Írlandi og Hollandi. Um er að ræða þróun námsefnis fyrir bændur og aðra sem vilja hefja fiskeldi í smáum stíl. 800.000
Iðntæknistofnun „Ferðaþjónusta til framtíðar“ er verkefni sem að meginstofni fjallar um umbætur á sviði umhverfismála hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Tilgangurinn er að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu í dreifbýli við að bæta stöðu sína í umhverfismálum og tengja starfsemina við þjóðmenningu. Samstarfsverkefni ITÍ, atvinnu- og ferðaráðgjafa, fyrirtækja í ferðaþjónustu og tækniskólans í Þórshöfn í Færeyjum. 500.000
Skelfiskur hf., Flateyri Þróun og markaðssetning á kúffisksþykkni sem framleiðsla er að hefjast á á Vestfjörðum. Kúffisksþykkni er unnið úr kúskel með suðu og notað til súpugerðar og sem bragðefni í sjávarrétti. 1.600.000
Ístoppur Kópavogi Kynning á íslenska hestinum á nýjum erlendum mörkuðum. Talið er að hefðbundnir markaðir séu u.þ.b. að mettast og til þess að geta viðhaldið svipuðum útflutningi og undanfarin ár þurfi markaðsátak á nýjum mörkuðum. 400.000
2. Erlend fjárfesting utan stóriðju.
Fjárfestingastofa Íslands Forhagkvæmnisathugun á möguleikum framtíðaruppbyggingar orkufreks iðnaðar í Norðurlandskjördæmi vestra. Styrkleika- og veikleikagreining landsvæðisins. Í fyrsta áfanga verði lokið við slíka vinnu í Skagafirði. 6.500.000
Fjárfestingastofa Íslands Endurnýjun kynningarefnis um Ísland sem fjárfestingarkost. Gerð kynningarbæklings og heimasíðu á internetinu. 3.000.000
Fjárfestingastofa Íslands Útgáfa bókar á ensku um íslenskt rekstrarumhverfi „Doing Business in Iceland“, útgáfa og dreifing. 1.000.000
Fjárfestingastofa Íslands Fjárhagsleg úttekt á rekstrargrundvelli saltverksmiðju á Reykjanesi og kynning á niðurstöðum fyrir fjárfestum. 500.000
Fjárfestingastofa Íslands Margvíslegar úttektir á hagkvæmni og markaðsforsendum erlendra fyrirtækja sem flytja mætti til Íslands. Áhersla á landsbyggðina. M.a. efling viðskipta við austurströnd Kanada og Bandaríkjanna er nýst gæti íslenskum jaðarsvæðum. 3.000.000
Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar Lok forhagkvæmnisathugana, gerð kynningarefnis fyrir erlenda fjárfesta og kynningarfundir með þeim. Hugsanlegir staðir eru Þorlákshöfn, Húsavík, Mývatnssveit og Suðurnesin. 3.000.000

Kjördæmaskipting styrkja 1998.


Kjördæmi Fjöldi styrkja Þús. kr.
Reykjavík 23 48.500.000
Reykjanes 3 1.700.000
Vesturland 5 2.400.000
Vestfirðir 4 3.400.000
Norðurland vestra 6 10.500.000
Norðurland eystra 11 5.900.000
Austurland
Suðurland 8 7.600.000
Samtals 80.000.000

Verkefni á vegum „Átaks til atvinnusköpunar“ 1999.


1. Almennar stuðningsaðgerðir við iðngreinar og einstök svæði.
Verkefni Lýsing Styrkur
Átak til jarðhitaleitar á köldum svæðum Jarðhitaleitarátak á köldum svæðum. Framlag til samstarfsverkefna iðnaðarráðuneytisins, Orkuráðs og Byggðastofnunar um átak til leitar að jarðhita til húshitunar á þeim svæðum þar sem ekki eru hitaveitur nú en talið er að þjóðhagslega hagkvæmt kunni að vera að leggja hitaveitu. Átakið beinist einkum að frumstigum leitar en heimaaðilum og orkufyrirtækjum er ætlað að taka við framkvæmdum þegar vísbending er fengin um jarðhita sem hagkvæmt væri að nýta. 10.000.000
Atvinnuráðgjöf
Vesturlands, Borgarnesi
Atvinnuráðgjöf Vesturlands:
a)    Könnun á hagkvæmni þess að ráðast í kræklingaeldi með samanburðarrannsóknum á allt að níu völdum stöðum. Samstarfsverkefni Nýsis hf., Búnaðarsamtaka Vesturlands, Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar.
b)    Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Stuðningur við að koma upp starfsstöðum fyrir fjarkennslu á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi.
c)    Könnun á atvinnu- og búsetumálum í Borgarfjarðarsveit.
1.800.000
d)    Athugun á styrk Borgarbyggðar sem vænlegs valkosts fyrir nýja atvinnustarfsemi, einkum eftir tilkomu Hvalfjarðarganga.
e)    Stuðningur við merkingu gönguleiða og sögufrægra staða í Eyrarsveit, en söguminjar og sérstök náttúra gefur sóknarfæri í ferðaþjónustu.
f)    Námskeið til að auka þekkingu leiðsögumanna á náttúru og sögulegum sérkennum.
Fjölbrautaskóli
Suðurnesja, Keflavík
Undirbúningsvinna og þróun á kennsluefni í Fjölbrautaskóla Suðurnesja um veiðarfæragerð vegna fjarkennslu, unnið í samvinnu við Háskóla Sameinuðu þjóðanna. 500.000
Dalabyggð, Búðardal Mat á sóknarfærum til að styrkja atvinnulíf í Dalasýslu, m.a. í tengslum við rekstur hótels að Laugum. 700.000
Fagráð textíliðnaðarins Yfirfærsla þekkingar til fyrirtækja sem starfa í textíliðnaði. Vöruþróun, gerð kynningarefnis og markaðssetning nýjunga í textíliðnaði á erlendum mörkuðum. 6.000.000
Grundarfjörður Framleiðsla á íslenskum minjagripum sem skírskota til sögu og menningar. Um er að ræða líkön af gömlum íslenskum torfbæjum, þurrabúðum og hjöllum. 250.000
Efling Stykkishólms Stuðningur við atvinnuvegasýningu í Stykkishólmi á framleiðslu og þjónustu frá Vesturlandi. 400.000
Víkurlax, Akureyri Efling nýsköpunar í fiskeldi og tenging þess við uppbyggingu á ferðaþjónustu í Eyjafirði. Talið er að með vísindalegri þróun fiskeldis megi vænta mikils af þessari grein í framleiðni. 900.000
Samvinnuverkefni Máka, H.A. o.fl., Sauðárkróki Samvinnuverkefni Máka, Element HÍ og Bændaskólans að Hólum um að þróa endurnýtingarkerfi vatns og varma í fjölþjóðlegu verkefni. 750.000
Kötluvikur, Vík í Mýrdal Rannsóknir á möguleikum á að hagnýta Kötluvikur til margvíslegra nota, m.a. til byggingarvöruframleiðslu og sem óvirkt ræktunarefni í gróðurhúsaræktun. 500.000
Flugsafnið á Akureyri Söfnun muna og uppbygging á flugsafni á Akureyri. 1.500.000
Þróunarfélag
Austurlands,
Egilsstöðum
Þróunarstofa Austurlands:
a)    Rannsóknir á meðferð og meðhöndlun hráefnis með s.k. Sous Vide-aðferð. Um er að ræða fullvinnslu kjöts, fisks og grænmetisafurða fyrir útflutning.
b)    Þróun á framleiðslu KK-matvæla á Reyðarfirði fyrir erlenda markaði. Þróunin beinist m.a. að ýmsum fiskréttum og markaðskönnunum í Þýskalandi og Færeyjum.
c)    Mat á stöðu eldis hlýra, sandhvelju og skelfisks og möguleikum þess að hefja eldi þessara tegunda á Íslandi.
d)    Rafrænn gagnabanki um rannsókna- og upplýsingatækni ætlaður frumkvöðlum, fyrirtækjum og stofnunum.
e)    Framhaldsrannsóknir á möguleikum þess að hagnýta zeolíta (geislasteina) á Haukastaða- og Vopnafjarðarheiðum. Samvinnuverkefni Þróunarstofu Austurlands og Vopnafjarðarhrepps í samstarfi við jarðfræðistofuna Ekru.
f)    Framhald á hagkvæmnisathugunum um byggingu og rekstur frístundagarðs á Austurlandi. Samvinnuverkefni Þróunarstofu Austurlands og Fjárfestingaskrifst. Íslands.
g)    Þróunarverkefni um fyrirtækjanet milli norskra og íslenskra fyrirtækja. Samstarfsverkefni Þróunarstofu Austurlands og Rogaland Næringstjeneste AS.
4.500.000
Frumkvöðlasetur
IMPRU
Iðntæknistofnun Íslands – frumkvöðlasetur: Skapa aðstæður og umhverfi fyrir íslenska frumkvöðla til að þróa nýjar hugmyndir er leitt geti til söluhæfra afurða eða stofnunar nýrra fyrirtækja um hugmyndirnar. 6.000.000
Háskóli Íslands,
verkfræðideild
Ráðstefna um nýsköpun, vöruþróun og hönnun í iðnaði. Samstarfsverkefni aðila sem vinna að framgangi nýsköpunar á Íslandi. 250.000
Garðyrkjustöðin Sunna, Selfossi Vöruþróun og nýsköpun á niðursuðu á lífrænt ræktuðu grænmeti í garðyrkjustöð í Sólheimum í Grímsnesi. 200.000
Hólmar Bragi Pálsson, Grímsnesi Markaðssókn á nýjan útflutningsmarkað í Finnlandi fyrir íslenska hestinn ásamt hestanámskeiði. Einni markaðskynning á hestaferðum í íslenskri náttúru. 400.000
Saumastofan Eva,
Blönduósi
Þróun og markaðssókn á nýjum ullarvörum framleiddum af saumastofunni Evu á Blönduósi fyrir erlenda markaði. 600.000
Félag áhugamanna um minjasafn, Siglufirði Stuðningur við að koma á fót síldarminjasafni á Siglufirði sem ætlað er til fræðslu og afþreyingar og byggir á þýðingarmiklum þætti í atvinnusögu Íslands. 300.000
Eyjaberg ehf.,
Mosfellsbæ
Undirbúningur að stofnun landbúnaðar- og fræðsluseturs að Eyjum í Kjós með sérstaka áherslu á lífríki Hvalfjarðar. 400.000
Atvinnuþróunarfélag
Vestfjarða
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða:
a)    Kynning á fjárfestingarkostum á Vestfjörðum fyrir íslenska og erlenda fjárfesta.
b)    Stuðningur við að koma á laggirnar þróunarsetri á Vestfjörðum með tengslum við þær stofnanir sem vinna að rannsóknum og þróun á svæðinu.
c)    Samræmd markaðssetning, innan lands og utan, á Vestfjörðum sem vistvænu ferðamannasvæði. Samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum.
d)    Vestfjarðavefur þar sem finna má upplýsingar um öll ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu.
e)    Notkun upplýsingatækni við verkefnastjórnun flóknari verkefna. Þróa tækni og vinnuferla til að auka skilvirkni.
f)    Hagkvæmnisathuganir á því að hefja vinnslu á rekaviði og innfluttum bolviði á Flateyri.
g)    Kynning á Vestur-Barðastrandarsýslu sem ferðamannasvæði.
h)    Hagkvæmnisathugun á rekstri hótels á Tálknafirði.
i)    Vöruþróun og vinnsla á heilsuvörum úr vestfirskum fjallagrösum.
j)    Markaðs- og vöruþróun á nýjum ullarvörum til útflutnings frá saumastofunni Strönd.
k)    Tímabundið starf ráðgjafa í atvinnuþróunarverkefnum. Svokallað Strandaátak.
l)    Menningartengd ferðaþjónusta. Þróun sýningarefnis og fræðirannsóknir í tengslum við meinta galdraiðkun fyrr á öldum. Samstarfsverkefni sveitarfélaga í Strandasýslu.
3.700.000
Oddi, Patreksfirði Könnun á hagkvæmni nýrrar aðferðar við útvötnun á saltfiski er miðast við fullvinnslu í neytendapakkningar fyrir Suður-Evrópu. 400.000
Íslensk miðlun Vesturbyggð, Patreksfirði Könnun á möguleikum á stofnsetningu fyrirtækja á Patreksfirði er tengjast upplýsinga- og fjarskiptatækni. 450.000
Gunnar Sigurðsson,
Þingeyri
Styrkja verslunarrekstur í sessi og tryggja atvinnustörf á Þingeyri. 400.000
Fyrir vestan ehf., Ísafirði Endurútgáfa á bók um gönguleiðir á Hornströndum. 200.000
Ragnar Guðmunds.,
Brjánslæk
Undirbúningur félags um úrvinnslu fiskafurða á Barðaströnd. 250.000
Iðnþróunarfélag
Norðurlands vestra,
Blönduósi
Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra:
a)    Úrvinnsla verkefnahugmynda er tengjast upplýsingatækni, einkum fjarvinnslu og undirbúningur að stofnun félags og rekstur þess.
b)    Léttitækni. Þróun á margvíslegum léttitækjum og trillum sem tengjast einkum iðnaðar- og verslunarstarfsemi.
c)    Söðlasmíði. Þróun á ýmsum reiðtygjum og fylgihlutum þeirra sem sérstaklega eru sniðin að þörfum erlendra markaða.
d)    Námskeið: „Á traustum grunni – frá hugmynd til framkvæmda“. Unnið í samvinnu við Iðntæknistofnun.
e)    Merkingar og kortlagning á gönguleiðum, sögustöðum og örnefnum í Austur-Húnavatnssýslu (gönguleiðabæklingur).
f)    Bjartar nætur, Hvammstangi. Kynning og efling á afþreyingarþjónustu fyrir ferðafólk í Húnaþingi vestra.
g)    Gerð stefnumótandi áætlana um ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra sem byggjast á könnunum á viðhorfi þeirra sem sótt hafa héraðið heim.
4.500.000
Plastform – Plastbönd
ehf., Sauðárkróki
Frumgerð nýrrar sérhannaðrar vafningsvélar fyrir plastborða vegna þarfa byggingariðnaðarins og markaðsrannsóknir. 300.000
Snorri Þorfinnsson ehf., Hofsósi Athugun á hagkvæmni þess að reisa og reka hótel á Hofsósi í ljósi aukinna umsvifa sem tengjast Vesturfarasetrinu. 600.000
Trausti Sveinsson,
Bjarnargili, Fljótum
Hagkvæmnis- og viðskiptaáætlanir um gerð og rekstur skíðagöngusvæðis, m.a. fyrir alþjóðleg mót í Fljótum. 200.000
Strandbær ehf.,
Hvammstanga
Hönnun, teiknivinna og rekstrarráðgjöf vegna fyrirhugaðrar byggingar á iðngörðum á Hvammstanga. 1.000.000
Íshákarl hf., Stykkishólmi Markaðssetning á ígulkerum frá Íshákarli í Asíu. 500.000
Sjávarleður, Sauðárkróki Markaðssetning erlendis á vörum hönnuðum úr fiskroði framleiddum af Sjávarleðri á Sauðárkróki. 800.000
Iðnþróunarfélag
Norðurlands vestra,
Blönduósi
Þróun á fatnaði frá saumastofunni Rebekku á Hvammstanga fyrir verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Framleiðslunni hefur verið vel tekið og þarf að fylgja því eftir með þróun nýrrar heildstæðrar vörulínu. 500.000
Flísar ehf., Siglufirði Pökkun á kökugerðarefnum, vöruþróun og markaðssetning. 500.000
Tilda ehf., Sauðárkróki Þróun og fullvinnsla á niðursoðinni loðnu í fyrirtækinu Tildu á Sauðárkróki í samvinnu við DIFTA (Dansk Institut for Fiskeri Teknologi og Akvakultur). 850.000
Atvinnuþróunarfélag
Skagafjarðar,
Sauðárkróki
Undirbúningur að stofnun atvinnuþróunarfélags í Skagafirði sem ætlað er að vinna að atvinnuuppbyggingu héraðsins. 400.000
Mývatn hf., Reykjahlíð Lokaþróun og markaðssetning á ráðstefnum og ýmiss konar afþreyingu við og út frá Mývatni, sem stunda má utan hefðbundins ferðamannatíma. 900.000
Sverrir Ingólfsson,
Húsavík
Varðveisla muna og athugun á hagkvæmni þess að setja á fót og reka safn um bíla og önnur samgöngutæki í Þingeyjarsýslu. 500.000
Lagarfljótsormurinn ehf., Egilsstöðum Lokaþróun áætlana og markaðssetning siglinga á Lagarfljóti fyrir erlenda ferðamenn og Íslendinga. 400.000
Rekstrarfélag Jöklaferða, Höfn í Hornafirði Hagkvæmnisathugun vegna fyrirhugaðrar stofnunar jöklamiðstöðvar við Breiðamerkurjökul. 400.000
Markús Runólfsson,
Hvolsvelli
Lokaþróun Skógræktarfélags Rangæinga á tæki til vélrænnar gróðursetningar á bakkaplöntum til skógræktar og skömmtunar á tilbúnum áburði.  600.000
Góðhestar ehf., Selfossi Gerð viðskiptaáætlunar og markaðsathugun vegna tamninga- og reiðkennslumiðstöðvar í Árnessýslu jafnt fyrir Íslendinga sem útlendinga. 1.000.000
Básinn, Selfossi Fullþróun hugmyndar um víkingastofu í Ölfusi og markaðssetning hennar innan lands og utan. 300.000
Tómas Ísleifsson, Vík Lúpínuræktun á Sólheimasandi til iðnaðarnotkunar. 250.000
Sigurður Ævar Harðarson, Vík í Mýrdal Aðstoð við prófun og gæðamerkingu barnahúsgagna sem fengið hafa góðar móttökur á sýningum erlendis og við markaðssetningu þeirra. 400.000
Íshestar, Hafnarfirði Markaðssetning nýrrar hestamiðstöðvar sem mun gjörbreyta möguleikum fyrir móttöku og afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn á öllum árstímum, einkum þó utan hefðbundins ferðamannatíma. 1.000.000
Íslenska lífmassafélagið, Hafnarfirði Könnun á hagkvæmni þess að rækta lúpínu á Suðurlandi og að reisa og reka verksmiðju til að vinna afurðir úr henni. 300.000
Drífa ehf., Reykjavík Endurskipulagning og endurreisn fataverksmiðju á Hvammstanga sem flutt hefur verið frá Akureyri. 1.200.000
Íslensk sjóefni, Höfnum Lokaendurskipulagning saltverksmiðju á Reykjanesi, gerð markaðsáætlunar og kynning fyrir nýja erlenda fjárfesta, sem er forsenda þess að skjóta nýjum stoðum undir rekstur fyrirtækisins til framtíðar. 1.000.000
Latibær ehf.,
Seltjarnarnesi
Gerð kynningarefnis og markaðssetning á söngleiknum Latabæ fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar og fjárfesta. 800.000
Auglýsingastofa Ernst
Backman, Garðabæ
Þróun, hönnun og gerð leikmyndar í tengslum við Sögusafnið sem styrkir innihald og eðli safnsins m.a. fyrir fjárfestum. 800.000
Kort og kynning,
Kópavogi
Gerð gagnagrunns um hálendi Íslands, m.a. um náttúrufar og samgöngur, handa skólafólki, ferðamönnum og fleirum. 750.000
Plús-Film ehf.,
Reykjavík
Gerð heimildarkvikmyndar um eiginleika og kosti heita vatnsins. Einkum ætlað fyrir erlenda ferðamenn til að auðga skilning þeirra á sérkennum vatnsins. 500.000
Landssamband hestamanna, Reykjavík Kynning á íslenska hestinum og Íslandi í tengslum við heimsmeistaramót íslenska hestsins í Þýskalandi. 800.000
Skóverksmiðjan Táp,
Garðabæ
Frumgerð og hönnun nýs skófatnaðar, er auka mun fjölbreytni í vöruvali verksmiðjunnar. 400.000
Reykjavíkur Akademían Undirbúningur að þverfaglegum rannsóknum á búsetu, byggðaþróun, menningu og menningarminjum tengdum byggðum landsins. 1.000.000
Hummerumboðið,
Reykjavík
Lokaþróun á fjallarútu sem þykir sérstaklega hentug fyrir íslenskar aðstæður og er einnig ætluð til útflutnings. Hönnun yfirbyggingar og ýmsar tæknilegar yfirfærslur sem byggjast á langri reynslu íslenskra fjallamanna. 2.000.000
Gæðastjórnunarfélag
Íslands, Reykjavík
Þróun samanburðarmælikvarða til að efla framleiðni íslenskra fyrirtækja og bæta samkeppnisstöðu þeirra í alþjóðlegum samanburði. 1.000.000
MIDAS NET,
Reykjavík
Aðgerðir til eflingar skilningi á mikilvægi margmiðlunar sem öflugs nýs miðils, m.a. könnun á þeim þáttum sem áhrif hafa á eða kunna að hamla þróun margmiðlunar hér á Íslandi. Einnig aðgerðir til að efla starfsemi íslenskra margmiðlunarfyrirtækja. 1.000.000
Vegvísar ehf.,
Hofsósi
Hönnun upplýsinga- og þjónustuskilta með áherslu á gönguleiðir. Skiltin munu sýna þéttbýliskjarna, svæðakort hreppa, staðsetningu menja, gönguleiða og örnefna. 400.000
Þjónustumiðstöðin
IMPRA
Iðntæknistofnun Íslands: Þjónustumiðstöðin IMPRA. Efling nýsköpunar og atvinnuþróunar með viðamikilli miðlun þekkingar til atvinnufyrirtækja frá háskólum og erlendum samstarfsaðilum sem Ísland á aðgang að. Markmiðið er að stórefla hagnýtingu vísindalegrar og tæknilegrar þekkingar í þágu íslenskrar nýsköpunar. 10.800.000

Kjördæmaskipting styrkja 1999.


Kjördæmi Fjöldi styrkja Upphæð kr.
Reykjavík 16 42.150.000
Reykjanes 3 2.300.000
Vesturland 5 3.650.000
Vestfirðir 6 5.400.000
Norðurland vestra 14 12.500.000
Norðurland eystra 5 4.550.000
Austurland 3 5.300.000
Suðurland 9 4.150.000
Samtals 80.000.000


Verkefni á vegum „Átaks til atvinnusköpunar“ 2000.


Umsækjandi Markmið verkefnisins í hnotskurn

Styrkur

Bergþóra Guðnadóttir, Reykjavík
Þróun og markaðssetning á hönnun þar sem fatnaður og skart renna í eina heild á nýstárlegan hátt. 500.000
Genergy ehf., Reykjavík Að hanna og smíða varmaaflsljósavél í gróðurhús. Hún umbreytir varmastreymi í rafstraum, þannig er hægt að framleiða raforku með hitamismuni. 2.000.000
Íslenskar fyrirsætur, Reykjavík Að halda óvenjulegustu sýningu fatahönnuða í heiminum á Vatnajökli, í neðanjarðarhelli. 1.000.000
Skraddarinn Bespoke ehf., Reykjavík Efla markaðssetningu og viðskiptasambönd erlendis fyrir veturinn 2000–2001. 500.000
Stoðtækni Gísli Ferdinandsson ehf., Reykjavík Bæklunarskóverksmiðja í Ólafsfirði. Verksmiðjan er hluti af Evrópuverkefni sem unnið er í samstarfi við hollenska og skoska aðila. 1.000.000
Alþjóða verslunarfélagið / Jóhann Sveinsson, Reykjavík Styrkur til þátttöku í Europartenariat í Danmörku í júní 2009. 50.000
NACC / Sigurður Guðni Sigurðsson Styrkur til þátttöku í Europartenariat í Danmörku í júní 2008. 50.000
Sigfús Ingi Sigfússon, Reykjavík Koma á netið heilsteyptum sögulegum og menningarlegum upplýsingabrunni um Ísland til að markaðssetja Ísland sem spennandi land með skemmtilegan sögulegan bakgrunn í Íslendingasögunum. 300.000
Steinunn Aldís Helgadóttir,Reykjavík Efla og styrkja markaðsstöðu handverksfólks um land allt, bæta gæðavitund í greininni, auka aðgengi að íslensku handverki og sækja fleiri markhópa. 1.000.000
Desform ehf., Björn Ófeigsson, Reykjavík Styrkur til þátttöku í Europartenariat í Danmörku í júní 2000. 50.000
Hárkollugerð Kolfinnu Knútsdóttur ehf., Reykjavík Að auka framleiðslugetu hjá fyrirtækinu með því að kynna sér nýjustu efni og nýjungar í framleiðslu á vélunnum hárkollum. 300.000
Iðntæknistofnun Íslands, Reykjavík Rekstur Impru – þjónustumiðstöðvar frumkvöðla og fyrirtækja fyrir árið 1999 og 2000. Umsóknin er í samræmi við samkomulag Iðntæknistofnunar og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins frá árinu 1999 um rekstur Impru. 20.100.000
Matra, Reykjavík Að koma upp starfsemi á Vestfjörðum og ráða einn starfsmann sem mun miðla sérþekkingu sem til er á Matra til matvælafyrirtækja á svæðinu, framkvæma hluta af verkefnum Mötru og leiðbeina um þróunarmál. 2.000.000
Málmgarður, Iðntæknistofnun, Reykjavík Að vera vettvangur vöruþróunar, markaðs- og tæknirannsókna, menntunar og upplýsingamiðlunar á sviði léttmálma. Að auka og styrkja úrvinnsluiðnað tengdan framleiðslu léttmálma hérlendis. 3.000.000
Samtals Reykjavík 31.850.000
Varðeldur ehf., Kópavogi Uppbygging starfsemi varðandi sjósetningarbúnað fyrir björgunarbáta 1) umsjón með framleiðslu, sölu og eftirliti 2) kynning og markaðssetning. 2.000.000
Sögusafnið, Ernst Backman, Garðabæ Fullgera frumgerð leikbrúðumyndar Sögusafnsins af landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni og Hallveigu Fróðadóttur, konu hans, ásamt öndvegissúlum og víkingaskipi. 1.200.000
Listverk, Lárus Einarsson, Hafnarfirði Styrkur til þátttöku í Europartenariat í Danmörku í júní 2002. 50.000
Ragna Fróðadóttir, Mosfellsbæ Kynna íslenska fatahönnun fyrir innlendum og erlendum aðilum. 500.000
Samtals Reykjanes 3.750.000
Atvinnuráðgjöf Vesturlands, Borgarnesi Kanna möguleika á að nýta heitt vatn í Stykkishólmi til heilsutengdrar ferðaþjónustu. 500.000
Atvinnuráðgjöf Vesturlands, Borgarnesi Fjarvinnsluverkefni til að auka möguleika Vestlendinga á að skapa sér störf við fjarvinnslu með því að mennta fólk í upplýsingatækni og gera því kleift að sýna fram á tölvufærni sína á óyggjandi hátt þegar það sækist eftir fjarvinnsluverkefnum. 500.000
Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands, Borgarnesi Vinna eftir skýrslunni Stefnumótun í ferðaþjónustu á Vesturlandi 1998–2005 „Byggðir milli jökla“. Markmið er að fjölga gistinóttum um 15% á jaðartímum og lágönn, um 10% á háönn á ári fram til 2005. 500.000
Samtals Vesturland 1.500.000
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf., Ísafirði Að kynna fjárfestingarkosti á Vestfjörðum fyrir fjárfestum innan lands og utan. Að afla upplýsinga um staðhætti og auðlindir. Að auka fjölbreytni atvinnulífs á Vestfjörðum og að fá erlent fjármagn til nýsköpunar og arðbærra verkefna. 500.000
Bíldudals – Fjalli ehf., Bíldudal Að þróa 3–4 tegundir af heilsu- og orkudrykkjum í handhægum og smekklegum umbúðum sem hafa skírskotun til heilbrigðis og íþrótta. 750.000
Samtals Vestfirðir 1.250.000
Strandagaldur s.e.s., Hólmavík Í fyrsta áfanga er ætlunin að kynna 17. öldina á Íslandi. Markmið: stuðla að jákvæðri byggðaþróun á Ströndum, styrkja ferðaþjónustu, auka fjölbreytni í atvinnulífi. 1.000.000
Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra, Blönduósi Að efla handverk sem atvinnugrein, með fræðslu um rekstrarþætti, svo sem framlegðarútreikninga, fjárhagsáætlanir, markaðssetningu og gerð kynningarefnis. Auka gæði í greininni með fræðslu um hönnun, auk vöruþróunar í samstarfi við hönnuði. Að auka samkeppnishæfni handverksfólks í Skagafirði og byggja upp arðbær kvennastörf á svæðinu. 700.000
Sero ehf., Skagaströnd Að þróa bragðefni úr sjávarfangi með ensímvirkni til útflutnings. 500.000
Hringur – Atvinnuþrúnarfélag Skagafjarðar hf. Sauðárkróki Að vinna þá grunnvinnu sem nauðsynleg er til að geta greint og kynnt möguleika Skagafjarðar sem valkost fyrir orkufreka iðnaðarstarfsemi. Verkefnið er unnið innan vébanda Hrings hf. í nánu samstarfi við RARIK og aðra hagsmunaaðila. Gert er ráð fyrir að verkefnið standi yfir í 2 ár og að að þeim tíma loknum liggi fyrir allar þarfar upplýsingar. 2.000.000
F-61 ehf., Siglufirði Auka starfsmöguleika eldri kvenna á Siglufirði með iðnfyrirtæki sem framleiðir kökumix. 500.000
Fáum – Síldarminjasafnið á Siglufirði Að byggja upp safn um sögu íslensku síldarverksmiðjanna á 20. öld. 1.000.000
Samtals Norðurland vestra 5.700.000
Egill Jónsson hf., Akureyri Þróun og hönnun á fjöldaframleiddum postulínsfyllingum og þróun og hönnun á skapalóni sem sér um útborun í tennur. 3.000.000
Iðnval ehf. / Elías Þorsteinsson, Akureyri Styrkur til þátttöku í Europartenariat í Danmörku í júní 2001. 50.000
SxS Cargo Line ehf. / Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Dalvík Styrkur til þátttöku í Europartenariat í Danmörku í júní 2005. 50.000
Vélfag ehf., Ólafsfirði Skapa öfluga atvinnueiningu á Eyjafjarðarsvæðinu í þróun, hönnun, smíði og framleiðslu á fiskvinnsluvélum og íhlutum og þjónustu við þær. Markmið er framleiðsla innan lands og útflutningur, atvinnusköpun á landsbyggðinni. 1.500.000
Grýtubakkahreppur Byggja upp fyrirtæki sem verður sérhæft í fjarvinnslu á heilbrigðissviði. 500.000
Íslenskur harðviður ehf., Húsavík Að vinna að vöruþróun og markaðssetningu fyrirtækisins sem skilar sér í betra vöruúrvali og sterkari markaðsstöðu á heimsmarkaði. 1.000.000
Landvist ehf., Húsavík Að skrá fyrirliggjandi heimildir og gögn hjá Þjóðminjasafninu og gera þessi menningarverðmæti aðgengilegri. Að byggja upp þekkingarsetur þar sem þekking og reynsla eflist við skráningu og vinnslu ritaðra heimilda og annarra gagna. 1.500.000
Ragnar L. Þorgrímsson, Húsavík Að koma á framfæri kennslutæki til að kenna á skemmtilegan hátt tónfræði sem hefur löngum verið óvinsæl grein í tónlistarskólum. 600.000
Sjóferðir Arnars, Húsavík Varðveisla á varðskipinu Þór og uppsetning minja- og myndasýningar um borð til að vekja athygli á mikilvægi útfærslu landhelginnar á 20. öld og þorskastríðunum. 1.000.000
Samtals Norðurland eystra 9.200.000
Þróunarstofa Austurlands, Austur-Héraði Efla ferðaþjónustu og annað atvinnulíf á Fljótsdalshéraði. Annars vegar með því að „skapa“ Lagarfljótsorminn þannig að hann geti orðið þungamiðja í uppbyggingu ferðaþjónustu og fleiru á Héraði. Hins vegar gerð markaðsáætlunar fyrir svæðið. 800.000
DIS hf., Egilsstöðum Að ljúka þróun framleiðsluvöru fyrirtækisins til markaðssetningar fyrir matvælaiðnað. Að þróa og breyta framleiðsluvöru fyrirtækisins til notkunar í gróðurhúsum og gera nauðsynlegar kannanir og rannsóknir í því sambandi. Að vinna að kynningu og markaðssetningu framleiðsluvaranna hérlendis og erlendis. 2.000.000
Fræðslunet Austurlands, Egilsstöðum Leggja grunn að og styrkja möguleika Vopnfirðinga og Bakkfirðinga til að taka að sér fjarvinnsluverkefni með sérstakri áherslu á þátttöku kvenna. 350.000
Lagarfljótsormurinn hf., Egilsstöðum Bugtin – hafnarsamlag undir hvolfþaki. Markmiðið er að kanna þörfina fyrir frekari afþreyingu á Austurlandi og stuðla að eflingu svæðisins í ferðaþjónustu. Með tilkomu Bugtarinnar verða til fleiri störf og gríðarleg efling í menningargeiranum. 1.000.000
Minjasafn Austurlands, Egilsstöðum Að koma upp bæjarstæði að fornri fyrirmynd, sem rannsakað hefur verið að hluta með fornleifauppgreftri. 1.000.000
Magnús Gehringer, Egilsstöðum Framkvæma hagkvæmnisathugun á kræklingaeldi á Íslandi. Stofna fyrirtæki til að þróa kræklingaeldi með útflutning sem markmið og leit að erlendum samstarfsaðilum. 800.000
Stjörnublástur / Helgi Guðjónsson, Seyðisfirði Styrkur til þátttöku í Europartenariat í Danmörku í júní 2004. 50.000
Hönnun og ráðgjöf, Reyðarfirði Kanna forsendur og leita fjármagns til stofnunar fyrirtækis sem ynni þróunarstarf með hlýraeldi. Koma á samstarfi innlendra og erlendra aðila sem hafa þekkingu sem nýtist í starfseminni. Stefnt er að að eftir u.þ.b. 5 ár gæti slíkt fyrirtæki staðið undir sér. 1.000.000
Vélgæði / Högni P. Harðarson, Fáskrúðsfirði Styrkur til þátttöku í Europartenariat í Danmörku í júní 2007. 50.000
Samtals Austurland 7.050.000
Guðrún Birna Smáradóttir, Selfossi Koma á fót fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á skraut- og gæðasteini unnum úr íslenskum náttúrusteini. Einnig þróun á vinnslukerfi og markaðssetning á steinunum. 200.000
Menningarsjóður um Brydebúð, Vík Að styrkja grundvöll ferðaþjónustu í Mýrdalshreppi með því að setja upp vandaða sýningu um náttúrufar í Mýrdal og Kötlugos í máli og myndum. 500.000
Kötluvikur ehf., Vík Ljúka þriðja og síðasta þætti rannsókna á vikri af Mýrdalssandi. 1.500.000
Samtals Suðurland 2.200.000
Samtals allt landið 62.400.000
Fylgiskjal II.


Styrkveitingar Byggðastofnunar árið 1998.

Styrkþegi Verkefni Atvinnugrein

Þús. kr.

Bæjarfélag
Austurland
Þröstur Elliðason Fiskrækt í Fjarðará Ræktun og veiði í ám og vötnum 500 Borgarfjörður eystri
Guðbjörg M. Sigmundsdóttir Keramikverkstæði Framleiðsla á nytjaleirmunum og skrautmunum 200 Breiðdalshreppur
Þröstur Elliðason Fiskrækt í Breiðdalsá Ræktun og veiði í ám og vötnum 500 Breiðdalshreppur
Kvennasmiðjan ehf. Rekstur Löngubúðar Framleiðsla á öðrum ótöldum fatnaði og fylgihlutum 400 Djúpavogshreppur
Papeyjarferðir ehf. Ferðaþjónustubátur Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 400 Djúpavogshreppur
Héraðsbygg (Kornbændur á Héraði og Búnaðarsamband Austurlands) Raðsáningarvél og kornþreskivél Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt 1.000 Egilsstaðir
Jóhannes Leifsson, JÓD ehf. Minjagripaframleiðsla Skartgripasmíði og önnur ótalin gull- og silfursmíði 500 Egilsstaðir
Lagarfljótsormurinn ehf. Farþegaskip á Lagarfljóti Samgöngur á vatnaleiðum 300 Egilsstaðir
Jóhann Gísli Jóhannsson Kjarnfóðurgerð Framleiðsla húsdýrafóðurs 500 Eiðahreppur
Sandfell glergallerí Glerverkstæði Annar gleriðnaður 500 Fáskrúðsfjörður
Egill Guðlaugsson Vinnsla og markaðssetning á þara Framleiðsla þörungamjöls 300 Fellahreppur
Magnús Gehringer Vinnsla og markaðssetning á þara Framleiðsla þörungamjöls 100 Fellahreppur
Skúli Magnússon Fashanaeldi Alifuglarækt 300 Fellahreppur
Helgi Hjálmur Bragason Rafstöð Rafmagnsveitur 400 Fljótsdalshreppur
Búnaðarsamband A-Skaftfellinga – Kornsamlag Kaup á vélbúnaði fyrir kornrækt Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt 1.000 Hornafjörður
Eldsmiðurinn hf. Sendi- og myndvinnslubúnaður o.fl. Önnur starfsemi tengd tölvum og gagnavinnslu 500 Hornafjörður
Guðmundur Elíasson Undirbúningur að plastgluggaverksmiðju Framleiðsla á byggingarvörum úr plasti 300 Hornafjörður
Fjarðaferðir hf. Ferðaþjónustubátur Millilanda- og strandsiglingar 400 Neskaupstaður
Halla Einarsdóttir Sérframleiðsla og sérmerking fatnaðar Framleiðsla annarrar ótalinnar textílvöru 300 Reyðarfjörður
Atvinnuþróunarfélag Austurlands Verkefni, rannsóknir, aðgerðir í byggðamálum Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 3.500 Seyðisfjörður
Atvinnuþróunarfélag Austurlands Atvinna – ferðamál, sérstakir samningar Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 9.121 Seyðisfjörður
Atvinnuþróunarfélag Austurlands Fjarfundabúnaður Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.095 Seyðisfjörður
Seyðisfjarðarkaupstaður Atvinnuþróunarátak Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 5.000 Seyðisfjörður
Norðurland eystra
Kornræktarfélag Þingeyinga, Sig. Hálfdánarson Kornþreski- og sáningarvél Kornrækt, grasrækt og önnur jarðrækt 800 Aðaldælahreppur
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. Atvinna – ferðamál, sérstakir samningar Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 4.113 Akureyri
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. Fjarfundabúnaður Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.095 Akureyri
Sjóferðir ehf. Afþreying í ferðaþjónustu Millilanda- og strandsiglingar 300 Dalvík
Kornræktarfélagið Akur Kaup á kornþreskivél Kornrækt, grasrækt og önnur jarðrækt 800 Eyjafjarðarsveit
Rögnvaldur R. Símonarson Hestaleiga fyrir fatlaða Orlofshús, bændagisting, tjaldstæði og önnur aðstaða til stuttrar dvalar 300 Eyjafjarðarsveit
Áslaug Alfreðsdóttir – Gallerí Sól Samstarfsverkefni um handverksstofu Önnur smásala í sérverslunum, frh. 300 Grímsey
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. Atvinna – ferðamál, sérstakir samningar Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 5.008 Húsavík
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. Fjarfundabúnaður Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.095 Húsavík
Norðursiglingar Seglskip Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 500 Húsavík
Sjóferðir – Arnar Sigurðsson Ferðaþjónustuhús í Flatey og markaðssetning Millilanda- og strandsiglingar 800 Húsavík
Grásíða ehf. Vöruþróun í vinnslu á laxi Önnur ótalin fiskvinnsla 300 Kelduneshreppur
Vélfag ehf. Þróun á plastbrautum í fiskvinnsluvélar Framleiðsla og viðhald vélvirkra véla fyrir fiskiðnað og annan matvælaiðnað 300 Ólafsfjörður
Fjallasýn ehf. Kynning á afþreyingu fyrir ferðamenn Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 400 Reykjahreppur
Félagsbúið Vogum I Framkvæmdir við ferðamannafjós Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 400 Skútustaðahreppur
Safnasafnið Úrbætur á aðgengi fyrir ferðamenn Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 200 Svalbarðsströnd
Ingibjörg Kristinsdóttir Aðstaða fyrir hestaferðir og ferðaþjónustu Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 300 Svarfaðardalshreppur
Norðurland vestra
Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra Atvinna – ferðamál, sérstakir samningar Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 9.121 Blönduós
Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra Fjarfundabúnaður Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.095 Blönduós
Saumastofan Eva ehf. Markaðssetning erlendis Peysuframleiðsla 500 Blönduós
Halldór Pálsson Stofnun hestaleigu Önnur ótalin tómstundastarfsemi 200 Hvammstangi
Selið ehf. Ferðaþjónusta Hótel með veitingasölu 400 Hvammstangi
Sigurður Þorvaldsson og Jóhannes Erlendsson Bleikjueldi að Ytri-Völlum Land- og kvíaeldi 500 Hvammstangi
Þreskir ehf. Kaup á kornþreskivél Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt 1.000 Lýtingsstaðahreppur
Atvinnumálanefnd Sauðárkróks Forverkefni um niðursuðu á loðnu Almenn stjórnsýsla og löggjöf 400 Sauðárkrókur
Guðrún Ósk Hrafnsdóttir Markaðssetning á vörum úr mokkaskinnum Framleiðsla á leðurfatnaði 300 Sauðárkrókur
Gunnar Kristinn Þórðarson Mótorminja- og landbúnaðartækjasafn Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 500 Sauðárkrókur
Sauðárkrókskaupstaður Innflutningur fyrirtækja á Norðurland vestra Almenn stjórnsýsla og löggjöf 600 Sauðárkrókur
Anna S. Hróðmarsdóttir Stækkun sýningaraðstöðu fyrir listmuni Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 200 Seyluhreppur
Krossaneshestar ehf. Markaðssetning á íslenska hestinum í Írlandi Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 300 Seyluhreppur
Jón Friðriksson Markaðssetning í ferðaþjónustu Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 200 Viðvíkurhreppur
Reykjanes
Yrki sf. Kornþreskivél Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt 800 Kjósarhreppur
Björg – handverkshópur Þróunarvinna og markaðssetning Önnur ótalin félagastarfsemi 200 Reykjanesbær
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar Fjarfundabúnaður Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.096 Reykjanesbær
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar Atvinna – ferðamál, sérstakir samningar Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 9.121 Reykjanesbær
Sigurður Hólm Sigurðsson Vöruþróun á vistvænu hreinsiefni Framleiðsla á sápu, hreinsi- og þvottaefnum, hreingerningar- og fægiefnum, ilmvatni og snyrtivöru 500 Reykjanesbær
Vatnahöllin ehf. Eldi á skrautfiskum Ótilgreind starfsemi 400 Vogar
Reykjavík
Byggðastofnun Sameiginleg verkefni Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.153 Reykjavík
Dalaleir – Dalabyggð Tilraunavinnsla á leir Framleiðsla á flísum og hellum úr leir og postulíni 700 Reykjavík
Fagráð textíliðnaðarins Þriggja ára átaksverkefni í textíliðnaði Vefnaður 1.000 Reykjavík
Jarðfræðistofan Ekra Könnun á geislasteinum Jarðfræðilegar rannsóknir og könnun jarðefna 300 Reykjavík
Samband íslenskra sveitarfélaga Fjarkennsla í fámennum skólum Stjórnsýsla á sviði heilbrigðisþjónustu, mennta- og menningarmála og félagsmála, þó ekki almannatryggingar 1.500 Reykjavík
Verkefni um jarðhitaleit Jarðhitaleit á köldum svæðum Jarðfræðilegar rannsóknir og könnun jarðefna 10.000 Reykjavík
Suðurland
Ólafur Tómasson Borun eftir heitu vatni Hitaveitur 600 Austur-Eyjafjallahreppur
Samtök um varðveislu Seljavallalaugar Varðveisla gamallar laugar Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 200 Austur-Eyjafjallahreppur
Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands Fjarfundabúnaður Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.096 Árborg
Kornræktarfélagið AX Kaup á kornþreskivél Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt 800 Hella
Skógræktarfél. Rangæinga Lagfæring á umhverfi Þverár og fiskræktar Leiga á landi og landréttindum 500 Hvolsvöllur
Veiðifélag Þverár Lagfæring á umhverfi Þverár og fiskrækt Leiga á landi og landréttindum 500 Hvolsvöllur
Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands Atvinna – ferðamál, sérstakir samningar Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 9.274 Selfoss
Bjarni Harðarson Þjóðmenningarkort af Suðurlandi Bókaútgáfa án starfrækslu eigin prentsmiðju 200 Selfoss
Kirkjubæjarstofa Rannsóknarsetur Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 500 Skaftárhreppur
Kornvellir sf. Kaup á kornþreskivél Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt 1.000 Skaftárhreppur
Þróunarfélag Vestmannaeyja Efling atvinnu fyrir starfsorkuskertar konur Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 200 Vestmannaeyjar
Þróunarfélag Vestmannaeyja Hagnýting upplýsingatækni á landsbyggðinni Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.000 Vestmannaeyjar
Þróunarfélag Vestmannaeyja Fjarfundabúnaðar Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.095 Vestmannaeyjar
Búnaðarfélög A- og V-Eyfellinga Kaup á kornþreskivél Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt 1.000 Vestur-Eyjafjallahreppur
Þingvallavatnssiglingar ehf. Siglingar með ferðamenn Samgöngur á vatnaleiðum 200 Þingvallahreppur
Vestfirðir
Gunnsteinn Gíslason Vatnsöflun fyrir grásleppuverkun Lagmetisiðja og framleiðsla sjávarrétta 100 Árneshreppur
Hólsvélar ehf. Þróun á leikföngum úr timbri og járni Leikfangagerð 200 Bolungarvík
Ragnar Jakobsson Ferðaþjónusta í Reykjafirði Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 400 Bolungarvík
Reimar Vilmundarson Ferðaþjónustubátur Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 400 Bolungarvík
Kaupfélag Hrútfirðinga – Samstarfshópur um endurbyggingu Riis-húss Endurbygging Riis-húss á Borðeyri Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 500 Bæjarhreppur
Sveinn Karlsson Þróun á hestaflutningakerrum Smíði yfirbygginga og framleiðsla tengi- og aftanívagna 200 Bæjarhreppur
Héraðsnefnd Strandasýslu Verkefni í ferðaþjónustu og þjóðmenningu Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 300 Hólmavíkurhreppur
Magnús H. Magnússon Endurbætur á gamla félagsheimilinu Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 300 Hólmavíkurhreppur
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. Atvinna – ferðamál, sérstakir samningar Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 9.121 Ísafjarðarbær
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. Verkefni, rannsóknir, aðgerðir í byggðamálum Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 3.500 Ísafjarðarbær
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. Fjarfundabúnaður Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 2.191 Ísafjarðarbær
Bátasmiðja Vestfjarða Vöruþróun á afgangsefnum úr plasti Önnur ótalin plastvöruframleiðsla 200 Ísafjarðarbær
Edinborgarhúsið ehf. Endurbætur á Edinborgarhúsinu Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 500 Ísafjarðarbær
Elísabet A. Pétursdóttir Handverk og tjaldstæði Önnur ótalin félagastarfsemi 200 Ísafjarðarbær
Ferðamálasamtök Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. Stikun og merking gönguleiða Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 200 Ísafjarðarbær
Finnbogi Hermannsson Heimildarmynd um heimarafstöðvar Framleiðsla kvikmynda og myndbanda 400 Ísafjarðarbær
Guðrún Kristjánsdóttir Ferðaþjónustubátur Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 400 Ísafjarðarbær
Konráð Eggertsson Ferðaþjónustubátur Millilanda- og strandsiglingar 400 Ísafjarðarbær
Kristín Auður Elíasdóttir Stofnun hestaleigu Önnur ótalin tómstundastarfsemi 200 Ísafjarðarbær
Steinar og Málmar Þróun og markaðssetning handverks Steinsmíði 200 Ísafjarðarbær
Önfirðingafélagið í Reykjavík Undirbúningur að minjasafni á Flateyri Önnur ótalin félagastarfsemi 200 Ísafjarðarbær
Einar Hafliðason Afþreying í ferðaþjónustu Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 200 Reykhólahreppur
Ferðaþjónustan Reykjanesi ehf. Sundlaug og tjaldstæði Bændagisting, orlofshúsasvæði og önnur ótalin gisting 200 Súðavík
Leikjaland ehf.– Lilja Magnúsdóttir o.fl. Afþreying í ferðaþjónustu Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 200 Tálknafjörður
Ásgerður Emma Kristjánsd. Sláturhús Sauðfjárrækt 17 Vesturbyggð
Bríet Böðvarsdóttir Sláturhús Sauðfjárrækt 24 Vesturbyggð
Einar Sigurbrandsson Sláturhús Sauðfjárrækt 44 Vesturbyggð
Eiríkur Björnsson Sláturhús Sauðfjárrækt 175 Vesturbyggð
Guðbjörg Ásgeirsdóttir Sláturhús Sauðfjárrækt 3 Vesturbyggð
Guðjón Benediktsson Sláturhús Sauðfjárrækt 64 Vesturbyggð
Guðjón Bjarnason Sláturhús Sauðfjárrækt 642 Vesturbyggð
Hilmar Össurarson Sláturhús Sauðfjárrækt 63 Vesturbyggð
Jóhannes Ólafsson Sláturhús Sauðfjárrækt 47 Vesturbyggð
Júlíus Reynir Ívarsson Sláturhús Sauðfjárrækt 43 Vesturbyggð
Keran St. Ólason Sláturhús Sauðfjárrækt 516 Vesturbyggð
Kristinn Egilsson Sláturhús Sauðfjárrækt 5 Vesturbyggð
Minjasafn Egils Ólafssonar Sýningaraðstaða Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 300 Vesturbyggð
Óli Ingvarsson Sláturhús Sauðfjárrækt 16 Vesturbyggð
Páll Jakobsson Sláturhús Sauðfjárrækt 15 Vesturbyggð
Pétur Sigurðsson Sláturhús Sauðfjárrækt 106 Vesturbyggð
Rannveig Haraldsdóttir Vöruþróun á jurtakremi Framleiðsla hreinsaðrar olíu og feiti 200 Vesturbyggð
Sigurþór Þórisson Sláturhús Sauðfjárrækt 533 Vesturbyggð
Sveinn Þórðarson Sláturhús Sauðfjárrækt 107 Vesturbyggð
Vesturbyggð – Atvinnumálanefnd Rannsóknir á vatnsöflun í landi Brjánslækjar Vatnsveitur 500 Vesturbyggð
Vélsmiðjan Logi ehf. Þróun á kúttunaraðstöðu Almenn málmsmiðjuþjónusta og blikksmíði 300 Vesturbyggð
Þorbjörn Pétursson Sláturhús Sauðfjárrækt 80 Vesturbyggð
Vesturland
Trico ehf. Þróunarkostnaður á eldvarnarsokkum Sokkaframleiðsla 400 Akranes
Þorgeir og Ellert hf. Markaðssetning á lausfrysti Skipasmíði og skipaviðgerðir 1.000 Akranes
Ullarselið Hönnun og markaðssetning á peysum Forvinnsla og spuni á textíltrefjum 200 Andakílshreppur
Atvinnuráðgjöf Vesturlands Atvinna – ferðamál, sérstakir samningar Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 9.121 Borgarbyggð
Atvinnuráðgjöf Vesturlands Fjarfundabúnaður Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.095 Borgarbyggð
Eiríksstaðanefnd – Dalabyggð Endurreisn Eiríksstaða Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 500 Dalabyggð
Handverkshópurinn Bolli Handverkshús Gjafavöruverslun 400 Dalabyggð
Hilmar Jón Kristinsson Ferðaþjónustubátur Millilanda- og strandsiglingar 400 Dalabyggð
Kristinn B. Jónsson Endurbætur á gömlu verslunarhúsi Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 500 Dalabyggð
Búhöldur ehf. Kaup á kornþreskivél Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt 1.000 Innri-Akraneshreppur
Árni Ingvarsson og Ágústa Þorvaldsd. Aðstaða fyrir járnsmíði og ánamaðkaræktun Almenn málmsmiðjuþjónusta og blikksmíði 200 Lundarreykjadalshreppur
Handverkshópurinn Úa Handverkshús Önnur ótalin félagastarfsemi 200 Snæfellsbær
Gamla kirkjan í Stykkishólmi Endurbygging gamallar kirkju Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 200 Stykkishólmur
Samtals 144.106


Styrkveitingar Byggðastofnunar árið 1999.


Styrkþegi Verkefni Atvinnugrein Þús. kr. Bæjarfélag
Austurland
Skúli Sveinsson Markaðssetning í ferðaþjónustu Hótel og gistiheimili án veitingasölu 200 Bakkafjörður
Borgarfjarðarhreppur Gangbraut og útsýnispallur í Hafnarhólma Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ferðaþjónusta 300 Borgarfjörður
Ferðamálahópurinn Borgarfirði eystri Endurbætur og merking gönguleiða Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 200 Borgarfjörður
Jón Sigurðsson, Veiðifélag Fjarðarár Fiskrækt Ræktun og veiði í ám og vötnum 500 Borgarfjörður
Elís P. Sigurðsson Skemmtisiglingar Samgöngur á vatnaleiðum 500 Breiðdalsvík
Steinþór Björnsson Heimilisrafstöð Rafmagnsveitur 500 Djúpivogur
Aðalsteinn Hákonarson f.h. áhugahóps um Hrafnkelssögu Merking á sögustöðum Hrafnkelssögu Freysgoða Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 200 Egilsstaðir
Bláfeldur ehf. Fóðurstöð í loðdýrarækt Loðdýrabú 300 Egilsstaðir
Davíð Jóhannesson Þróun minjagripa úr silfri og íslenskum steinum Skartgripasmíði og önnur ótalin gull- og silfursmíði 200 Egilsstaðir
Karl Jóhannsson, Fóðurstöðin Þrándarstöðum Fóðurstöð í loðdýrarækt Loðdýrabú 310 Egilsstaðir
Magnús Gehringer Viðskiptaáætlun fyrir kræklingaeldi Eldi sjávardýra 200 Egilsstaðir
Minjasafn Austurlands Endurgerð torfkirkju frá Þjóðveldisöld Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 500 Egilsstaðir
Óperustúdío Austurlands Sýningar á „Töfraflautunni“ Önnur ótalin félagastarfsemi 500 Egilsstaðir
Randalín ehf. og Eik sf. Vöruþróun á nytjahlutum úr íslenskum trjávið Framleiðsla annarrar viðarvöru 200 Egilsstaðir
Skúli Magnússon, Þernuklettur ehf. Tilraunaeldi á fashönum Alifuglarækt 300 Egilsstaðir
Tindafell ehf. Fóðurstöð í loðdýrarækt Loðdýrabú 390 Egilsstaðir
Væntanlegt hlutafélag, Örn Þórðarson o.fl. Þróun á tilbúnum réttum Kjötiðnaður 300 Egilsstaðir
Þróunarfélag Austurlands Atvinnuráðgjöf Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 16.112 Egilsstaðir
Þróunarfélag Austurlands Menning á landsbyggðinni Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.000 Egilsstaðir
Fjarðabyggð Ferðaþjónusta við Helgustaðanámu Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 300 Eskifjörður
Átakshópur um gönguleiðir, Sigurlaug Gissurardóttir Merking gönguleiða í A-Skaftafellssýslu Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 200 Höfn
Flateyjarfóður ehf. Kjarnfóðurgerð Framleiðsla húsdýrafóðurs 1.000 Höfn
Ferðafélag fjarðamanna, Austfjörðum Göngukort og merking gönguleiða Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 200 Neskaupstaður
Eignarhaldsfélag Austurlands Stofnkostnaður eignarhaldsfélaga Rekstur eignarhaldsfélaga 900 Reyðarfjörður
Þröstur Elliðason Fiskrækt í Breiðdalsá Ræktun og veiði í ám og vötnum 700 Reykjavík
Skaftfell, menningarmiðstöð á Seyðisfirði Menningarstarf Almenn stjórnsýsla og löggjöf 800 Seyðisfjörður
Upplýsingamiðstöð ferðamála Verkefnið „Aldamótabærinn Seyðisfjörður“ Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 200 Seyðisfjörður
Arthur Pétursson Heimilisrafstöð Rafmagnsveitur 500 Vopnafjörður
Svanur Arthúrsson Heimilisrafstöð Rafmagnsveitur 500 Vopnafjörður
Norðurland eystra
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar Atvinnuráðgjöf Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 8.916 Akureyri
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs. Menning á landsbyggðinni Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.000 Akureyri
Einar Áskelsson og fleiri Viðskiptaáætlun um kvikmyndafyrirtæki Framleiðsla kvikmynda og myndbanda 300 Akureyri
Ferðaþjónusta Akureyrar ehf. Sýning á handverki og ferðaþjónustu Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 300 Akureyri
Félag um varðveislu húsa á Möðruvöllum, Þóroddur Sveinsson Varðveisla sögulegra minja Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 300 Akureyri
Háskólinn á Akureyri Kaup á fjarfundabúnaði Fræðslustarfsemi á æðra námsstigi 5.000 Akureyri
Safnasafnið Leikfangasafn Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 300 Akureyri
Tækifæri ehf. Stofnkostnaður eignarhaldsfélaga Rekstur eignarhaldsfélaga 6.000 Akureyri
Hríseyjarhreppur Ráðgjöf í atvinnumálum Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 916 Hrísey
Hríseyjarhreppur Ráðgjöf í atvinnumálum Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.481 Hrísey
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. Atvinnuráðgjöf Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 6.204 Húsavík
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga Menning á landsbyggðinni Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.000 Húsavík
Hákon Gunnarsson Meðferðarheimili Heimili fyrir börn og unglinga 300 Húsavík
Hvalamiðstöðin á Húsavík Hvalamiðstöð Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 500 Húsavík
Samgönguminjasafnið Ystafelli Samgönguminjasafn Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 500 Húsavík
Almenna vörusalan ehf. Yfirbygging á slökkvi- og sjúkrabíla Smíði yfirbygginga og framleiðsla tengi- og aftanívagna 500 Ólafsfjörður
Baðfélag Mývatnssveitar ehf. Hönnun baðaðstöðu Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 300 Reykjahlíð
Eldá ehf. Aðstaða fyrir fuglaskoðara Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 200 Reykjahlíð
Eyþór Atli Jónsson Skemmtibátaleiga Samgöngur á vatnaleiðum 300 Þórshöfn
Norðurland vestra
Ferðamálafélag A-Húnavatnssýslu Kortlagning á gönguleiðum Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 200 Blönduós
Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra Atvinnuráðgjöf Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 12.118 Blönduós
Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra Skráning menningarauðlinda Rannsóknir og þróunarstarf í raun- og tæknivísindum 300 Blönduós
Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra Menning á landsbyggðinni Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.000 Blönduós
Óstækni ehf., Guðbjartur Á. Ólafsson Tæknistofa Starfsemi arkitekta og verkfræðinga og skyld tækniráðgjöf 300 Blönduós
Saumastofan Eva ehf. Framleiðsla á vörum úr tjalddúk Seglagerðir 300 Blönduós
Staðarflöt ehf. og Staðarskáli ehf. Framkvæmdir við golfvöll Rekstur íþróttamannvirkja 300 Brú
Vegvísar ehf. Upplýsingar á internetinu Rekstur gagnabanka 200 Hofsós
Friðrik Jóhannsson Orlofsheimili fyrir fatlaða Bændagisting, orlofshúsasvæði og önnur ótalin gisting 300 Hvammstangi
Gauksmýri, Jóhann Albertsson Hestamiðstöð fyrir erlenda ferðamenn Önnur ótalin tómstundastarfsemi 300 Hvammstangi
Víðigerði ehf. Sumarmarkaður fyrir ferðamenn Hótel og gistiheimili án veitingasölu 300 Hvammstangi
Bjarni Jónsson o.fl. v. sjóbleikjuverkefna Nýtingarátak í sjóbleikjuveiði Ræktun og veiði í ám og vötnum 300 Sauðárkrókur
Björn Björnsson og Hilmar Sverrisson Geisladiskur um ferðaþjónustu í Skagafirði Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 300 Sauðárkrókur
Byggðastofnun, eignarhaldsfélög Stofnkostnaður eignarhaldsfélaga Rekstur eignarhaldsfélaga 4.960 Sauðárkrókur
Jón Eiríksson Grettislaugar, sjóbúð og fleira Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 300 Sauðárkrókur
Kvenfélag Sauðárkróks Afþreyingarverkefni Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 200 Sauðárkrókur
Sigurður Friðriksson, Ferðaþjónustan Bakkaflöt Ferðaþjónusta að vetri Hótel og gistiheimili án veitingasölu 300 Sauðárkrókur
Tilda ehf. Tilraunaframleiðsla á niðursoðinni loðnu Lagmetisiðja og framleiðsla sjávarrétta 500 Sauðárkrókur
Ferðamálasamtök Siglufjarðar Gönguleiðakort, merkingar o.fl. Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 300 Siglufjörður
Félag áhugamanna um minjasafn Síldarminjasafn Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 500 Siglufjörður
Kántrýbær ehf. Útvarpssendir í Skagafirði Starfsemi útvarps- og sjónvarpsstöðva 200 Skagaströnd
Reykjanes
Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf. Stofnkostnaður eignarhaldsfélaga Rekstur eignarhaldsfélaga 3.000 Keflavík
Jónas Pétursson Laxfiskasafn Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 300 Keflavík
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar Menning á landsbyggðinni Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.000 Keflavík
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar Atvinnuráðgjöf Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 9.120 Keflavík
Sjóskoðun ehf. Sjóskoðunarferðir Millilanda- og strandsiglingar 300 Njarðvík
Sæbýli hf. Umhverfisvæn þaraöflun Eldi sjávardýra 500 Vogar
Reykjavík
Atvinnuráðgjafar Sameiginleg verkefni Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.160 Reykjavík
Fagráð textíliðnaðarins Átaksverkefni í textíliðnaði Framleiðsla á fatnaði, þó ekki leðurfatnaði, og fylgihlutum 500 Reykjavík
Iðntæknistofnun Ferðaþjónustuverkefni Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 500 Reykjavík
Sæblóm ehf. Tækniyfirfærsla á kræklingaeldi Eldi sjávardýra 500 Reykjavík
Sögusmiðjan Handbók í menningartengdri ferðaþjónustu Rannsóknir og þróunarstarf í félags- og hugvísindum 300 Reykjavík
Suðurland
Erlingur Gíslason, Toppferðir Snjóbílaferðir á Heklu og nágrenni Önnur ótalin tómstundastarfsemi 300 Hella
Glerverksmiðjan Samverk ehf. Þróun á hertu gleri Skurður og vinnsla á glerplötum og rúðugleri 200 Hella
Gústav Stolzenwald og Þorbjörg Atladóttir Nýr gönguleið úr Landmannalaugum Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 300 Hella
Eygló Pétursdóttir og Stefán Ólafsson Einangrunarstöð fyrir gæludýr Þjónusta við búfjárrækt önnur en dýralækningar 500 Hveragerði
Denis Arnsdorf Pedersen Hundasleðaferðir Önnur ótalin tómstundastarfsemi 300 Hvolsvöllur
Tindfjöll ehf. Bátsferðir á Markarfljóti Samgöngur á vatnaleiðum 300 Hvolsvöllur
Bjarni Jón Matthíasson Ferðaþjónustubátur Samgöngur á vatnaleiðum 500 Kirkjubæjarklaustur
Kirkjubæjarstofa Uppbygging safnsins Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 300 Kirkjubæjarklaustur
Skaftárhreppur Atvinnumál Almenn stjórnsýsla og löggjöf 2.000 Kirkjubæjarklaustur
Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands Atvinnuráðgjöf Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 15.116 Selfoss
Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands Almenningur á landsbyggðinni Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.000 Selfoss
Auglýsingastofan Alvís ehf., Útvarp Suðurlands Einkarekið svæðisútvarp Starfsemi útvarps- og sjónvarpsstöðva 300 Selfoss
Bátafólkið ehf. Tjaldstæði og hreinlætisaðstaða Samgöngur á vatnaleiðum 500 Selfoss
Björgúlfur Eyjólfsson Stækkun vatnsaflsvirkjunar Rafmagnsveitur 300 Selfoss
Borgarþróun ehf. Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftafræðum Rannsóknir og þróunarstarf í raun- og tæknivísindum 500 Selfoss
Eignarhaldsfélag Suðurlands hf. Stofnkostnaður eignarhaldsfélaga Rekstur eignarhaldsfélaga 3.000 Selfoss
Fjalla-Eyvindur og Halla, áhugahópur Kynningarverkefni Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 200 Selfoss
Garðyrkjustöðin Sunna Vinnsla á lífrænt ræktuðu grænmeti Önnur ótalin vinnsla ávaxta og grænmetis 200 Selfoss
Guðrún Birna Smáradóttir Steinavinnsla Steinsmíði 200 Selfoss
Helgi Sveinbjörnsson Dýragarður Rekstur grasagarða, dýragarða og þjóðgarða 500 Selfoss
Laugardalshreppur Merking á gönguleiðum Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 200 Selfoss
Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja Fjarmyndavélar í fuglabjörgum Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 500 Vestmannaeyjar
BVT ehf. Tölvu-, bókhalds- og verkfræðistofa Bókhaldsþjónusta, endurskoðun og skattaráðgjöf 1.000 Vík
Kötluvikur ehf. Rannsóknir á vikri Malar- og sandnám; vikurnám 300 Vík
Menningarfélag um Brydebúð Sýning um náttúrufar og Kötlugos Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 500 Vík
Mýrdalshreppur Atvinnumál Almenn stjórnsýsla og löggjöf 2.000 Vík
Rumska ehf. Húsakaup af Byggðastofnun Húsbyggingar og önnur mannvirkjagerð 4.100 Vík
Sigfríður Óskarsdóttir Aðstöðuhús við tjaldstæði Tjaldstæði, þ. á m. hjólhýsastæði 200 Þorlákshöfn
Vestfirðir
Jón S. Bjarnason Nytjahlutir úr smíðajárni Önnur ótalin málmsmíði og viðgerðir 200 Bíldudalur
Ólafur Gíslason Listasafn Samúels Jónssonar í Selárdal Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 200 Bíldudalur
Geir Guðmundsson Útgáfa gamalla póstkorta Önnur útgáfustarfsemi 50 Bolungarvík
Hólsvélar ehf. Leikfangagerð Leikfangagerð 300 Bolungarvík
Jakob Ragnarsson Fyrirtæki um plastviðgerðir Framleiðsla á plastvörum til nota í sjávarútvegi 200 Bolungarvík
Samstarfshópur um endurbyggingu Riis-húss, Kaupfélag Hrútfirðinga Endurbygging Riis-húss á Borðeyri Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 300 Brú
Óskar Friðbjarnarson Vöruþróun í hákarlsvinnslu Harðfiskverkun 300 Hnífsdalur
Héraðsnefnd Strandasýslu Galdrasafn- og sýningar Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 500 Hólmavík
Þórður Halldórsson Markaðssetning á hestaferðum Önnur ótalin tómstundastarfsemi 200 Hólmavík
Atvinnuþróunarf. Vestfjarða hf. Atvinnuráðgjöf Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 16.112 Ísafjörður
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. Menning á landsbyggðinni Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.000 Ísafjörður
Áslaug Jóh. Jensdóttir Endurbætur á „Faktorshúsinu“ Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 300 Ísafjörður
Ferðamálasamtök Vestfjarða Merking gönguleiða og sögustaða Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 200 Ísafjörður
Ísafjarðarbær Ráðgjöf í atvinnumálum Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.604 Ísafjörður
Snerpa ehf. Starfsaðstaða í Vesturbyggð Viðhald og viðgerðir á skrifstofu- og bókhaldsvélum og tölvum 200 Ísafjörður
Sumarmenning á Ísafirði Sumarkvöld í Neðstakaupstað Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 200 Ísafjörður
Hótel Djúpavík ehf. Söguminjasafn Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 300 Kjörvogur
Guðjón D. Gunnarsson Þróun á þangáburði Framleiðsla þörungamjöls 200 Króksfjarðarnes
Kaupfélag Króksfjarðar vegna bænda Kynnisferð Slátrun, vinnsla og geymsla kjöts, þó ekki alifuglakjöts 175 Króksfjarðarnes
Ólafur Sigurvinsson Rammaiðja Framleiðsla annarrar viðarvöru 75 Króksfjarðarnes
Íslensk miðlun Vesturbyggð ehf. Símamiðstöð Skrifstofuþjónusta 500 Patreksfjörður
Kristinn Þór Egilsson Heimilisrafstöð Rafmagnsveitur 500 Patreksfjörður
Minjasafn Egils Ólafssonar Sýningaraðstaða Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 200 Patreksfjörður
Páll Hauksson Fyrirtæki um plastviðgerðir Framleiðsla á plastvörum til nota í sjávarútvegi 200 Patreksfjörður
Ragnheiður Magnúsdóttir Heimilisrafstöð Rafmagnsveitur 500 Patreksfjörður
Vesturbyggð Borun eftir vatni í landi Brjánslækjar Vatnsveitur 300 Patreksfjörður
Minningarsjóður Sigvalda Kaldalóns Minnisvarði um tónskáldið á Nauteyri Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 300 Reykjavík
Jón Friðrik Jóhannsson o.fl. Ferðaþjónusta í Grunnuvík Bændagisting, orlofshúsasvæði og önnur ótalin gisting 300 Suðureyri
Leikjaland ehf. Afþreying í ferðaþjónustu Önnur ótalin tómstundastarfsemi 200 Tálknafjörður
Kristín Elíasdóttir Hestaleigu Önnur ótalin tómstundastarfsemi 200 Þingeyri
Vesturland
Jón Þorsteinsson ehf. Niðursuða á kúfiski Lagmetisiðja og framleiðsla sjávarrétta 500 Akranes
Listasmiðjan Hugur og hönd ehf. Leirbrennsluofn Listmuna- og listaverkaverslun; gallerí 200 Akranes
Skaginn hf. Vinnslubúnaður fyrir loðnuþurrkun Framleiðsla og viðhald vélvirkra véla fyrir fiskiðnað og annan matvælaiðnað 300 Akranes
Steinaríki Íslands, Þorsteinn Þorleifsson Steinasafn Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 500 Akranes
Viðar Magnússon Þróun á eldvarnarsokkum Sokkaframleiðsla 300 Akranes
Þórarinn Þórarinsson Þróun á skurðafræsara Þjónusta við jarðyrkju 500 Akranes
Atvinnuráðgjöf Vesturlands Atvinnuráðgjöf Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 10.120 Borgarnes
Atvinnuráðgjöf Vesturlands Menning á landsbyggðinni Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.000 Borgarnes
Fóðurstöðvar í loðdýrarækt Fóðurstöð í loðdýrarækt Loðdýrabú 4.000 Borgarnes
Hótel Borgarnes hf. Þróunarverkefnið „Söguferðir“ Hótel og gistiheimili án veitingasölu 200 Borgarnes
Vesturland hf., eignarhaldsfélag Hlutafjárframlag Byggðastofnunar Rekstur eignarhaldsfélaga 28.541 Borgarnes
Dalabyggð Skýrsla um stöðu byggðar Rannsóknir og þróunarstarf í félags- og hugvísindum 500 Búðardalur
Ferðamálafélag Dala og Reykhólahrepps Sjónskífa á Klofningsfjall Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 200 Búðardalur
Jón Þór Kjartansson Þjónustuhúsnæði fyrir ferðamenn Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 500 Búðardalur
Saumastofan Saumur ehf. Markaðsátak Framleiðsla textílvöru til heimilis- og innanhússnota 500 Búðardalur
Sigríður B. Karlsdóttir o.fl. Grásleppuverkun Lagmetisiðja og framleiðsla sjávarrétta 500 Búðardalur
Skjöldur Orri Skjaldarson Markaðsstarf erlendis á hestaferðum Önnur ótalin tómstundastarfsemi 300 Búðardalur
Trésmiðja Kára Lárussonar Þjónustu- og snyrtihús Framleiðsla einingahúsa og byggingareininga úr viði og öðrum efniviði 300 Búðardalur
Þórunn Hilmarsdóttir Dúnhreinsun Þjónusta við búfjárrækt önnur en dýralækningar 500 Búðardalur
Símon Sigurmonsson o.fl. Golfvöllur Rekstur íþróttamannvirkja 200 Ólafsvík
Snæfellsássamfélagið Ferðaþjónusta Hótel og gistiheimili án veitingasölu 200 Ólafsvík
Langjökull ehf. Íshellir í Langjökli Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 500 Reykholt
Samtals 214.480


Styrkveitingar Byggðastofnunar árið 2000.


Styrkþegi Verkefni Atvinnugrein Þús. kr. Bæjarfélag
Austurland
Áki ehf. Skemmtisiglingar Samgöngur á vatnaleiðum 500 Breiðdalsvík
Þróunarfélag Austurlands Atvinnuráðgjöf Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 16.120 Egilsstaðir
Þróunarverkefni í ferðaþjónustu á Austurlandi Flug frá Þýskalandi til Egilsstaðaflugvallar Leiguflug og þjónustuflug 2.500 Egilsstaðir
Hornafjarðarbær, Jöklasýning í Hornafirði Jöklasýningar Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 500 Höfn
Óperustúdíó Austurlands Sýningar á óperum Önnur ótalin félagastarfsemi 700 Reyðarfjörður
Veiðiþjónustan Strengir Markaðssetning og fiskrækt í Breiðdalsá Leiga á landi og landréttindum 1.200 Reykjavík
Norðurland eystra
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs. Atvinnuráðjöf
Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 8.916 Akureyri
Baldur Snorrason og Víðir Björnsson Kræklingaeldi Eldi sjávardýra 300 Akureyri
Byggðarannsóknastofn un Íslands Rannsóknaverkefni Rannsóknir og þróunarstarf í félags- og hugvísindum 3.000 Akureyri
Háskólinn á Akureyri Ráðstefna um byggðaþróun Rannsóknir og þróunarstarf í félags- og hugvísindum 700 Akureyri
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. Atvinnuráðgjöf Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 6.204 Húsavík
Norðurland vestra
Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra Atvinnuráðgjöf Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 15.120 Blönduós
Byggðasafn Skagfirðinga Viðgerðir á gamla bænum í Glaumbæ Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 1.000 Varmahlíð
Reykjanes
Halldór P. Eydal, Grunnvíkingur Málun Staðarkirkju í Grunnavík Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 300 Kópavogur
Reykjavík
Atvinnuráðgjafar Sameiginleg verkefni Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 1.160 Reykjavík
Byggðaráðgjöf ehf. Flutningur á fjarvinnsluverkefnum Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 300 Reykjavík
Jarðhitaverkefni Jarðhitaleit Vatnsveitur 10.000 Reykjavík
Markhúsið ehf. Hlutafjárframlag Byggðastofnunar Gagnavinnsla 10.000 Reykjavík
Suðurland
Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands Atvinnuráðgjöf Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 15.120 Selfoss
Vestfirðir
Magnús Ó. Hansson Málþing um sérkenni Vestfirðinga Rannsóknir og þróunarstarf í félags- og hugvísindum 600 Bolungarvík
Vilmundur Reimarsson Bygging gistiskála á Hornströndum Bændagisting, orlofshúsasvæði og önnur ótalin gisting 300 Bolungarvík
Strandagaldur s.e.s. Galdrasýningar á Ströndum Rannsóknir og þróunarstarf í félags- og hugvísindum 1.000 Hólmavík
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. Atvinnuráðgjöf Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 16.120 Ísafjörður
Einar V. Skarphéðinsson Markaðssetning á renndum munum úr tré Framleiðsla annarrar viðarvöru 500 Patreksfjörður
Minjasafn Egils Ólafssonar Útvarps- og myndkerfi Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 500 Patreksfjörður
Önfirðingafélagið í Reykjavík Framkvæmdir við menningarsetur Önnur ótalin félagastarfsemi 2.000 Stokkseyri
Vélsmiðja GJS Varðveisla á elstu vélsmiðju landsins Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 500 Þingeyri
Vesturland
Steinaríki Íslands, Þorsteinn Þorleifsson Flutningur á safninu Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga 500 Akranes
Atvinnuráðgjöf Vesturlands Atvinnuráðgjöf Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 15.120 Borgarnes
Kristinn B. Jónsson Endurbætur á gömlu verslunarhúsi Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 500 Búðardalur
Samtals 131.280

Styrkveitingar Byggðastofnunar eftir landshlutum 1998–2000.


1998 1999 2000 1998–2000
Þús. kr. Fjöldi Þús. kr. Fjöldi Þús. kr. Fjöldi Þús. kr. Fjöldi
Austurland 27.116 23 28.012 29 21.520 6 76.648 58
Norðurland eystra 17.011 17 34.317 19 19.120 5 70.448 41
Norðurland vestra 15.316 14 23.478 21 16.120 2 54.914 37
Reykjanes 12.117 6 14.220 6 300 1 26.637 13
Reykjavík 14.653 6 2.960 5 21.460 4 39.073 15
Suðurland 18.165 15 35.316 28 15.120 1 68.601 44
Vestfirðir 24.512 46 25.816 30 21.520 8 71.848 84
Vesturland 15.216 13 50.361 22 16.120 3 81.697 38
Samtals 144.106 140 214.480 160 131.280 30 489.866 330




Fylgiskjal III.


Styrkir úr Kísilgúrsjóði 1998, 1999 og 2000.


Flokkar: Kvk: Kvennaverkefni F: Fyrirtæki
Kk: Karlaverkefni S: Stofnun eða félag
Styrkþegi Verkefni Kr. Fl.
1998
Höfðaver ehf. Húsavík Búa hefðbundinn íslenskan eikarbát skútureiða til notkunar í ferðaþjónustu 500.000 F
Ólöf Hallgrímsdóttir Vogum Skútustaðahreppi Koma upp aðstöðu fyrir ferðamenn við nýbyggt fjós til kynningar á íslenskum landbúnaði 500.000 Kvk
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga Húsavík Styrkur til að halda atvinnuvegasýninguna Stórþing 1998 200.000 S
Eldá ehf. Bjargi Skútustaðahreppi Styrkur til að koma upp aðstöðu fyrir fuglaskoðara við Mývatn 150.000 F
Kornræktarfélag Þingeyinga Hálsi Ljósavatnshreppi Styrkur til stuðnings kornrækt í Þingeyjarsýslu 300.000 S
Menningarsjóður þingeyskra kvenna Styrkur til menningarstarfsemi 100.000 S
Samgönguminjasafnið Ystafelli Ljósavatnshreppi Samgönguminjasafnið Ystafelli, uppbygging 1.000.000 S
Agnar Kári Sævarsson Húsavík Styrkur til áhaldakaupa vegna smíði ýmissa skrautmuna úr járni 130.000 Kk
Markaðsskrifstofa Norðurlands Staðarhóli Aðaldal Styrkur til útgáfu kynningarefnis um ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslu 400.000 F
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga Húsavík Verkefnið er að skilgreina þátt kvenna í atvinnulífinu, og auka þátt þeirra í því 500.000 S
Iðnaðarráðuneytið Mat á umhverfisþáttum kísilduftsverksmiðju 650.000 S
Malisa Pálsdóttir Húsavík Nám í jóga í Bandaríkjunum 100.000 Kvk
1999
Meðferðarheimilið Árbót Aðaldal Að stofna meðferðarheimili fyrir unglinga á Bergi í Aðaldal sem viðbót við heimilið í Árbót 400.000 S
Jóhann F. Kristjánsson Vogum Skútustaðahreppi Kanna hagkvæmni þess að frostþurrka matvæli með gufu og gera forathugun á markaði fyrir frostþurrkuð matvæli 185.000 Kk
Samstarfshópur um stofnun Fræðslumiðstöðvar Þingeyinga Undirbúningsvinna við stofnun Fræðslumiðstöðvar Þingeyinga 250.000 S
Birkir Fanndal Haraldsson o.fl. í Skútustaðahreppi Stofnun og uppsetning minjasafns að Skútustöðum 500.000 S
Ómar Örn Jónsson o.fl. Húsavík Markaðssetning og undirbúningur að stofnun kajakaleigu á Húsavík 150.000 Kvk
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Orkuveita Húsavíkur Markaðssetja Þingeyjarsýslu erlendis með auglýsingu í erlendu fagtímariti 200.000 S
Handverkshópurinn Dyngjan Arnarvatni Uppbygging handverkshúss í Skútustaðahreppi 500.000 Kvk
Íslenskur harðviður Húsavík Markaðssetning á parketi frá harðviðarþurrkuninni á Húsavík 1.000.000 F
Markaðsskrifstofa Norðurlands Staðarhóli Aðaldal Gerð kynnisefnis og markaðssetning á Þingeyjarsýslu fyrir erlenda ferðamenn 300.000 F
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga Húsavík Styrkur til að greiða kostnað við að flytja fyrirtæki í matvælaframleiðslu frá Kópavogi til Húsavíkur 500.000 S
2000
Netleit ehf. Óskar Jóhannsson Laugarbrekku Húsavík Stofnun og markaðssetning fyrirtækis sem veitir leitarþjónustu og vaktar ákveðnar upplýsingar á veraldarvefnum 300.000 F
Sögin ehf. Stóru-Reykjum Reykjahreppi Þróa ýmsa hluti úr límtré 500.000 F
Tækniþing Húsavík Forkönnun á hagkvæmni þess að markaðssetja svo nefnda kalinatækni við framleiðslu á rafmagni með gufu og heitu vatni 500.000 F
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga Framhaldsstyrkur vegna flutnings matvælafyrirtækis frá Kópavogi til Húsavíkur 500.000 S
Ferðafélag Akureyrar Bygging Þjónustuhúss við Dreka í Dyngjufjöllum 250.000 S
Hvalamiðstöðin á Húsavík Flutningur Hvalamiðstöðvarinnar í nýtt húsnæði 500.000 S
Birkir Fanndal Haraldsson o.fl. Skútustaðahreppi Framhaldsstyrkur vegna uppsetningar Mývatnssafns á Skútustöðum 300.000 S
Netleit ehf. Óskar Jóhannsson Húsavík Kaup á forriti og markaðssetning á vöktun útboða á Evrópskra efnahagssvæðinu 250.000 F
Samgönguminjasafnið Ystafelli Ljósavatnshreppi Útgáfa kynningarbæklings og önnur markaðssetning Samgönguminjasafnsins Ystafelli 400.000 S
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Kornræktarfélag Þingeyinga Gerð úttektar á hagkvæmni þess að nota jarðhita til að þurrka korn 150.000 S
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga Húsavík Framhaldsstyrkur vegna flutnings matvælafyrirtækis frá Kópavogi til Húsavíkur 500.000 S
Kaðlín handverkshús Húsavík Innrétting og flutningur á handverkshúsi í annað húsnæði 300.000 Kvk
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Landvist Húsavík Að gera byggðavef fyrir báðar Þingeyjarsýslunar 300.000 S