Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 589. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 946  —  589. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um úthlutun sérstaks greiðslumarks í sauðfjárrækt.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hvað líður ákvörðun ráðherra um að úthluta 7.500 ærgilda greiðslumarki til svæða sem sérstaklega eru háð sauðfjárrækt, sbr. yfirlýsingu ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar að lútandi á Alþingi 9. maí árið 2000?
     2.      Hyggst ráðherra auglýsa eftir umsóknum um hlut í þessu greiðslumarki áður en til úthlutunar kemur?
     3.      Hafa verið mótaðar vinnureglur um hvernig staðið skuli að úthlutuninni og hvaða forsendur eru eða verða lagðar til grundvallar:
              a.      landgæði,
              b.      tekjur umsækjenda,
              c.      almennt atvinnuástand á viðkomandi svæði,
              d.      annað?


Skriflegt svar óskast.