Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 606. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1266  —  606. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar um rekstur framhaldsskóla.

     1.      Hefur þeim fjármunum verið ráðstafað sem samkvæmt fjárlögum fyrir þetta ár eru til ráðstöfunar hjá menntamálaráðuneytinu til að styrkja rekstur framhaldsskólanna?
    Í kaflanum Breytingar Alþingis á frumvarpi til fjárlaga 2003, bls. 265 í fjálögum 2003, segir m.a um fjárlagaliðinn 02 319 190 Framhaldsskólar óskipt: „Veitt er 200 m.kr. hækkun á fjárveitingu til framhaldsskóla af tveimur tilefnum. Í fyrsta lagi er veitt 100 m.kr. hækkun vegna nemendafjölgunar sem ekki var séð fyrir við gerð frumvarpsins. Nýjar upplýsingar um fjölda ársnemenda á vorönn 2002 og innritana í framhaldsskólana í haust benda til þess að ársnemendur verði nokkru fleiri en forsendur frumvarpsins miðast við. Í öðru lagi er um að ræða endurskoðun á reiknilíkani framhaldsskóla um skiptingu fjárveitinga milli skóla sem veldur því að framlög til sumra skóla lækka en hækka til annarra miðað við líkanið sem lagt var til grundvallar í frumvarpinu. Þetta veldur skólum vanda og er veitt 100 m.kr. hækkun svo að hægt sé að draga úr neikvæðum áhrifum líkansins.“
    Upphæðinni (100 millj. kr.) vegna nemendafjölgunar hefur verið skipt milli þeirra skóla sem sýndu fjölgun nemenda árið 2002 (samkvæmt áfanga- og bekkjalistum frá skólunum) sem gera má ráð fyrir að haldist yfir á árið 2003. Upphæðinni var skipt á milli skólanna í hlutfalli við fjölgunina miðað við forsendur fjárlaganna 2003 og að því marki sem samræmist skólasamningum ráðuneytisins og skólanna.
    Í öðru lagi hefur reiknilíkanið verið endurskoðað með tilliti til reiknings á notuðu húsnæði skólanna, þ.e. hversu mikið húsnæði skólarnir teljast þurfa undir skilgreinda starfsemi sína. Sú breyting, miðuð við eldra líkan, kom harðar niður á þeim skólum sem búa rúmt, ekki síst fámennum skólum. Þannig myndaðist bil á milli fjárveitinga og þeirrar leigu sem skólarnir þurfa að greiða Fasteignum ríkisins vegna viðhalds húsnæðis. Menntamálaráðuneytið mat svo, að rétt væri að koma til móts við einstaka skóla um lausn á þeim vandkvæðum sem þetta misræmi gæti valdið.
    Í tveimur tilfellum hafa reiknuð framlög á skóla vegna húsnæðis verið látin koma á móti nemendafækkun sem varð á árinu 2002, þ.e. hjá Iðnskólanum í Reykjavík og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

     2.      Hvaða skólar hafa fengið fjármuni til styrktar rekstri, hve háa upphæð hefur hver skóli fengið og hvaða vinnureglur eru lagðar til grundvallar við úthlutun umræddra fjármuna?
    Umbeðnar upplýsingar koma fram í töflu 1.


Tafla 1. Aukin rekstrarframlög 2003. Allar upphæðir eru í millj. kr.

Skólar

Lagfæringar á líkani og leiðréttingar

Nemendafjölgun 2003


Alls
301 Menntaskólinn í Reykjavík 0,6 2,2 2,9
302 Menntaskólinn á Akureyri
303 Menntaskólinn að Laugarvatni
304 Menntaskólinn við Hamrahlíð 2,1 15,0 17,1
305 Menntaskólinn við Sund 7,9 2,6 10,4
306 Menntaskólinn á Ísafirði 3,8 3,8
307 Menntaskólinn á Egilsstöðum 1,3 1,3
308 Menntaskólinn í Kópavogi 20,0 20,0
309 Kvennaskólinn í Reykjavík 0,5 0,5
350 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 3,1 3,1
351 Fjölbrautaskólinn við Ármúla 3,2 15,5 18,7
352 Flensborgarskóli 2,2 5,2 7,4
353 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 4,5 2,7 7,3
354 Fjölbrautaskóli Vesturlands 4,5 2,7 7,1
355 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 2,6 4,3 6,9
356 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
357 Fjölbrautaskóli Suðurlands 3,7 3,7
358 Verkmenntaskóli Austurlands 11,0 11,0
359 Verkmenntaskólinn á Akureyri 10,0 8,2 18,2
360 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 4,8 12,1 17,0
361 Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellsýslu 1,8 5,2 7,0
362 Framhaldsskólinn á Húsavík 1,1 1,1
363 Framhaldsskólinn á Laugum 6,4 3,2 9,6
365 Borgarholtsskóli 1,8 8,3 10,1
506 Vélskóli Íslands 3,3 3,5 6,8
507 Stýrimannaskólinn í Reykjavík 0,8 0,8
514 Iðnskólinn í Reykjavík
516 Iðnskólinn í Hafnarfirði 0,8 9,1 9,9
Alls 101,9 100,0 201,9

     3.      Hvaða framhaldsskólar voru reknir með halla sl. fimm ár? Hve mikinn rekstrarhalla var hver skóli með árlega þessi ár?

    Á töflu 2 má sjá hver rekstrarafkoma einstakra framhaldsskóla var árin 1998–2001. Endanlegar tölur fyrir árið 2002 liggja ekki enn fyrir. Vísbendingar eru um að um helmingur skólanna hafi verið rekinn með halla, en um helmingur hafi skilað rekstrarafgangi það ár.
    Rétt er að undirstrika að hallarekstur einstakra skóla fyrir einstök ár þarf ekki að þýða að viðkomandi skóli hafi eytt umfram heimildir fjárlaga. Í sumum tilvikum skýrast slíkar hallatölur af því að útgjöld sem greidd eru af geymdum fjárheimildum fyrri ára eru gjaldfærð á viðkomandi ári.

Tafla 2. Rekstrarafkoma framhaldsskóla sem falla undir reiknilíkan árin 1998–2001.
Upphæðir í millj. kr. 1998 1999 2000 2001
301 Menntaskólinn í Reykjavík 12,3 15,9 7,8 -14,9
302 Menntaskólinn á Akureyri -7,4 14,3 10,3 -22,8
303 Menntaskólinn að Laugarvatni -8,3 15,1 4,8 -11,1
304 Menntaskólinn við Hamrahlíð 6,6 19,4 11,8 -4,6
305 Menntaskólinn við Sund -4,3 -7,5 -3,9 18,4
306 Menntaskólinn á Ísafirði -10,5 -3,3 9,2 10,5
307 Menntaskólinn á Egilsstöðum -0,1 11,5 3,3 1,2
308 Menntaskólinn í Kópavogi -13,1 -35,4 -36,6 -37,9
309 Kvennaskólinn í Reykjavík 1,6 5,5 1,1 6,5
350 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti -39,3 -22,2 -7,2 -8,7
351 Fjölbrautaskólinn við Ármúla -4,9 -20,4 -4,9 4,4
352 Flensborgarskóli 3,2 -21,9 10,8 11,6
353 Fjölbrautaskóli Suðurnesja -6,0 11,4 9,2 -15,3
354 Fjölbrautaskóli Vesturlands -5,9 -12,8 -11,7 -23,9
355 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum -1,2 9,0 4,0 5,1
356 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra -7,7 -10,3 -9,6 2,8
357 Fjölbrautaskóli Suðurlands 2,8 -0,6 21,2 25,8
358 Verkmenntaskóli Austurlands 0,0 15,0 -7,8 -1,2
359 Verkmenntaskólinn á Akureyri -17,5 -11,7 7,4 -46,2
360 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ -16,6 18,5 5,2 2,4
361 Framhaldsskólinn í A-Skaftafellsýslu -3,6 4,9 -1,8 3,3
362 Framhaldsskólinn á Húsavík -5,6 8,2 -3,7 -9,3
363 Framhaldsskólinn á Laugum -2,5 -0,7 6,7 16,7
365 Borgarholtsskóli -37,2 12,4 6,9 0,9
506 Vélskóli Íslands 2,6 5,4 1,3 -6,4
507 Stýrimannaskólinn í Reykjavík -4,0 9,5 -1,3 3,0
514 Iðnskólinn í Reykjavík -3,4 18,1 -13,6 33,4
516 Iðnskólinn í Hafnarfirði 0,4 4,6 -6,0 0,4
Alls -164,2 48,1 12,9 -55,9


     4.      Í hvaða framhaldsskólum er kennd rafeindavirkjun í vetur, skólaárið 2002–2003, og í hvaða framhaldsskólum hefur hún verið kennd sl. fimm ár?

    Í vetur er kennd rafeindavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, Iðnskólanum í Hafnarfirði og Verkmenntaskólanum á Akureyri. Síðastliðin fjögur ár hefur rafeindavirkjun að auki verið kennd í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

     5.      Hve margir nemendur eru við nám í bifvélavirkjun í vetur og hversu margir í vélvirkjun?
    Á þessu skólaári stunda 70 nemendur nám í bifvélavirkjun og 53 í vélvirkjun í verkmenntaskólum samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir haustönn 2002.

     6.      Hve margir nemendur voru við nám í bifvélavirkjun og hversu margir í vélvirkjun, árin 1997–2001, sundurliðað eftir skólum og skólaárum?
    Á eftirfarandi töflum má sjá hve margir nemendur voru í námi í bifvélavirkjun (tafla 3) og vélvirkjun (tafla 4) árin 1997–2001 og hvernig þeir skiptust á skóla samkvæmt endanlegum tölum frá Hagstofu Íslands. Nemendur geta stundað hluta námsins í vissum skólum en allt til loka í öðrum. Nemendur í grunndeildarnámi í bifvélavirkjum og vélvirkjun koma ekki fram í þessum tölum. Sérstök lína er í töflunni fyrir þá nema sem voru í starfsþjálfun hjá fyrirtækjum, þ.e. ekki í skóla, umrædd skólaár.

Tafla 3. Bifvélavirkjun.
          Skólaár
Skóli 2001–02 2000–01 1999–2000 1998–99 1997–98
Borgarholtsskóli 50 47 50 43 59
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 0 0 0 1 1
Fjölbrautaskóli Suðurlands 0 0 0 0 1
Fjölbrautaskóli Suðurnesja 1 1 1 1 1
Fjölbrautaskóli Vesturlands 0 1 0 0 0
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 0 0 1 0 2
Iðnskólinn í Reykjavík 1 4 6 6 3
Iðnskólinn í Hafnarfirði 0 0 0 1 2
Menntaskólinn á Ísafirði 1 0 1 0 0
Verkmenntaskóli Austurlands 0 0 1 1 0
Verkmenntaskólinn á Akureyri 1 8 4 1 2
Fjöldi alls í skóla 54 61 64 54 71
Í starfsþjálfun í fyrirtækjum 9 18 35 41 51


Tafla 4. Vélvirkjun/vélsmíði.

Skólaár

Skóli 2001–02 2000–01 1999–2000 1998–99 1997–98
Borgarholtsskóli 34 37 49 58 80
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 0 1 2 2 6
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 0 1 2 2 3
Fjölbrautaskóli Suðurlands 1 4 11 19 12
Fjölbrautaskóli Vesturlands 2 14 19 20 22
Framhaldsskólinn á Húsavík 0 0 0 3 7
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 2 11 7 4 7
Iðnskólinn í Reykjavík 1 4 2 2 5
Iðnskólinn í Hafnarfirði 11 8 13 13 8
Menntaskólinn á Ísafirði 0 0 1 5 5
Verkmenntaskóli Austurlands 1 5 3 12 9
Verkmenntaskólinn á Akureyri 9 2 3 2 6
Fjöldi alls í skóla 61 87 112 142 170
Í starfsþjálfun í fyrirtækjum 87 118 123 131 131

     7.      Hve margir nemendur eru við nám í bakaraiðn í vetur og hve margir voru í slíku námi 1997–2001, sundurliðað eftir skólum og skólaárum?
    Á skólaárinu 2002–2003 eru 18 nemendur í námi í bakaraiðn í skóla samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Á töflu 5 má sjá hve margir nemendur voru í námi í bakaraiðn árin 1997–2001 og hvernig þeir skiptust á skóla samkvæmt endanlegum tölum frá Hagstofu Íslands. Nemendur geta stundað hluta námsins í vissum skólum en allt til loka í öðrum. Sérstök lína er í töflunni fyrir þá nema sem voru í starfsþjálfun í fyrirtækjum, þ.e. ekki í skóla, umrædd skólaár.

Tafla 5. Bakarariðn.

Skólaár

Skóli 2001–02 2000–01 1999–2000 1998–99 1997–98
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 0 1 0 0 0
Iðnskólinn í Reykjavík 1 1 0 0 1
Menntaskólinn í Kópavogi 24 24 28 23 20
Verkmenntaskóli Austurlands 0 0 0 3 0
Verkmenntaskólinn á Akureyri 0 0 0 0 1
Fjöldi alls í skóla 25 26 28 26 22
Í starfsþjálfun í fyrirtækjum 27 33 31 38 47