Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 332. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 603  —  332. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 9/2003, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES- samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Grétar Má Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti, Fjólu Guðjónsdóttur frá Löggildingarstofu, Jóhannes Gunnarsson frá Neytendasamtökunum og Óskar Maríusson frá Samtökum atvinnulífsins.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 9/2003 frá 31. janúar 2003, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/95/EB frá 3. desember 2001 um öryggi vöru.
    Innleiðing tilskipunarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi. Nefndin bendir á að einhver kostnaðarauki mun fylgja breyttri löggjöf, einkum hvað varðar starfsemi Löggildingarstofu.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 8. des. 2003.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Bryndís Hlöðversdóttir.


Jónína Bjartmarz.



Drífa Hjartardóttir.


Þuríður Backman.


Einar K. Guðfinnsson.



Dagný Jónsdóttir.


Ágúst Ólafur Ágústsson.