Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 549. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 827  —  549. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve margar verkefnanefndir, annars vegar tímabundnar og hins vegar ótímabundnar, voru starfandi á vegum hvers ráðuneytis fyrir sig á árunum 2001, 2002 og 2003, hver voru verkefni nefndanna, hver var virkur starfstími þeirra á þessum árum og hvernig skiptust nefndarmenn í hverri nefnd fyrir sig eftir kynjum? Hve margir í hópi nefndarmanna voru í starfi hjá hinu opinbera?
     2.      Hve mikið var greitt í nefndarþóknun hjá hverri þessara nefnda á þessum árum og hve margir fengu greitt samkvæmt ákvörðun þóknananefndar? Hve margir fengu laun fyrir nefndarsetu sem ekki tók mið af ákvörðun þóknananefndar og um hve háar heildarfjárhæðir var að ræða á hverju ári hjá hverju ráðuneyti fyrir sig?
     3.      Hve margir sem áttu sæti í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkisins á þessum árum voru í fleiri en einni nefnd? Í hve mörgum nefndum sat hver þeirra og hve háar fjárhæðir voru greiddar þeim tíu sem mest fengu í sinn hlut?
     4.      Telur ráðherra að breyta eigi því fyrirkomulagi að þeir sem sæti eiga í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkisins og starfa hjá hinu opinbera fái nefndarþóknun ef nefndarstarfið fer fram í hefðbundnum vinnutíma þeirra?


Skriflegt svar óskast.