Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 733. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1086  —  733. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um barnavernd.

Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur.



     1.      Hversu margar tilkynningar bárust barnaverndarnefndum árið 2003 um slæman eða ónógan aðbúnað barna, sundurliðað eftir umdæmum nefndanna?
     2.      Hvaðan bárust tilkynningarnar, frá lögreglu, sjúkrahúsum, skólum o.s.frv.?
     3.      Hverjar eru tilgreindar orsakir tilkynninganna, áhættuhegðun, vanræksla, ofbeldi o.s.frv.?
     4.      Hvert er algengasta vinnuferlið sem sett er í gang þegar tilkynning berst?
     5.      Hvaða barnaverndarnefndir eru með bakvaktir vegna barnaverndarmála?


Skriflegt svar óskast.