Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 541. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1145  —  541. mál.




Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Guðmundar Hallvarðssonar um útflutningsmarkaði fyrir íslenskt dilkakjöt.

     1.      Hverjir voru helstu útflutningsmarkaðir fyrir íslenskt dilkakjöt sl. fimm ár? Hve mikið magn fór árlega á hvern stað?
     2.      Hvert var cif-verð á hverjum markaði hvert ár (sl. fimm ár) miðað við verð á heilum skrokkum?
    Upplýsingar um útflutningsmarkaði og magn eru í töflunum. Hjá Hagstofu Íslands eru ekki veittar upplýsingar um cif-verð og eru þær því ekki tiltækar. Hins vegar liggja fyrir upplýsingar um meðaltals fob-verð á hverjum markaði sl. fimm ár og er það í töflunum.

Útflutningur janúar–desember 2003.
Lönd magn (kg) fob-verð (kr.) meðalverð (kr./kg)
Bandaríkin 72.237 46.792.593 648
Bretland 571.448 118.861.931 208
Danmörk 313.590 102.660.721 327
Frakkland 24 9.421 393
Færeyjar 443.888 138.527.876 312
Grænland 26.157 6.283.470 240
Holland 40 6.303 158
Ítalía 441.500 149.892.533 340
Japan 32.837 6.113.985 186
Lúxemborg 69 51.154 741
Noregur 320.587 95.335.699 297
Svíþjóð 30.818 13.031.700 423
Samtals 2.253.195 677.567.386 301



Útflutningur janúar–desember 2002.
Lönd magn (kg) fob-verð (kr.) meðalverð (kr./kg)
Bandaríkin 55.058 36.328.791 660
Belgía 71 40.268 567
Bretland 160.075 26.926.302 168
Danmörk 261.388 77.570.650 297
Færeyjar 428.483 135.376.965 316
Gabon 14.742 1.257.862 85
Grænland 65 34.916 537
Ítalía 131.682 48.861.707 371
Japan 106.681 19.989.016 187
Lúxemborg 54 42.548 788
Noregur 322.290 120.444.135 374
Svíþjóð 12.114 6.764.758 558
Þýskaland 25.206 3.487.711 138
Samtals 1.517.909 477.125.629 314



Útflutningur janúar–desember 2001.
Lönd magn (kg) fob-verð (kr.) meðalverð (kr./kg)
Bandaríkin 47.722 36.323.901 761
Bretland 320.115 71.110.541 222
Danmörk 151.432 60.676.077 401
Finnland 44.803 4.508.576 101
Færeyjar 384.016 131.602.993 343
Holland 16.200 1.418.915 88
Ítalía 19.956 6.820.658 342
Japan 162.275 31.620.204 195
Kanada 28 231.080 8.253
Lúxemborg 7 7.885 1.126
Noregur 351.276 102.751.719 293
Svíþjóð 2.427 836.343 345
Samtals 1.500.257 447.908.892 299


Útflutningur janúar–desember 2000.
Lönd magn (kg) fob-verð (kr.) meðalverð (kr./kg)
Bandaríkin 36.372 21.955.318 604
Belgía 1.000 7.025 7
Bretland 70.827 8.040.621 114
Danmörk 149.867 38.677.501 258
Frakkland 105 26.999 257
Færeyjar 506.037 125.278.708 248
Holland 237 101.993 430
Ítalía 24 8.264 344
Japan 120.777 14.762.014 122
Jórdanía 19.202 1.879.253 98
Kýpur 10.080 2.540.160 252
Noregur 369.155 94.572.787 256
Svíþjóð 48.869 4.685.489 96
Þýskaland 171 83.423 488
Samtals 1.332.723 312.619.555 235



Útflutningur janúar–desember 1999.
Lönd magn (kg) fob-verð (kr.) meðalverð (kr./kg)
Bandaríkin 11.363 6.045.202 532
Belgía 2.903 2.986.339 1.029
Bretland 5.235 1.246.098 238
Danmörk 148.802 52.214.191 351
Færeyjar 414.335 101.368.672 245
Holland 292 125.344 429
Japan 97.955 15.655.259 160
Lúxemborg 80 61.462 768
Noregur 132.429 32.574.462 246
Svíþjóð 20.309 1.766.395 87
Þýskaland 70 30.319 433
Samtals 833.773 214.073.743 257


Útflutningur janúar–desember 1998.
Lönd magn (kg) fobverð (kr.) meðalverð (kr./kg)
Bandaríkin 26.799 14.505.498 541
Belgía 18.995 13.082.704 689
Danmörk 187.994 44.126.904 235
Færeyjar 388.045 94.164.279 243
Grikkland 12.232 2.873.614 235
Grænland 17.768 4.247.245 239
Holland 566 181.120 320
Ítalía 12.265 3.558.115 290
Japan 88.052 12.061.763 137
Kanada 260 88.017 339
Lúxemborg 220 216.073 982
Noregur 20 27.081 1.354
Rússland 14.935 1.412.493 95
Svíþjóð 25.666 2.797.520 109
Þýskaland 84 37.072 441
Samtals 793.901 193.379.498 244


     3.      Hver er slátur-, vinnslu- og flutningskostnaður á hvert kíló á hverjum markaði hvert ár (sl. fimm ár)?
    Tölur um framangreinda kostnaðarliði liggja ekki fyrir en benda má á að í skýrslu til landbúnaðarráðherra um stefnumótun í sauðfjárslátrun frá því í apríl 2003 kemur fram að áætlaður sláturkostnaður sé á bilinu 90–100 kr./kg (heildsölukostnaður ekki innifalinn).

     4.      Hvert var skilaverð til bænda (cif-verð að frádregnum slátur-, vinnslu- og flutningskostnaði) á hverjum markaði sl. fimm ár?
    Ekki eru tiltækar upplýsingar um kostnaðarliðina.

     5.      Hver er markaðs-, sölu- og kynningarkostnaður á hverjum markaði ár hvert sl. fimm ár og hvernig skiptist hann á milli:
                  a.      Framleiðnisjóðs landbúnaðarins,
                  b.      framkvæmdanefndar búvörusamnings,
                  c.      Bændasamtakanna,
                  d.      annarra, og þá hverra?


Framlög til markaðsfærslu á dilkakjöti erlendis árin 1998–2002.
Ár Bandaríkin Danmörk Bretland Ítalía Færeyjar
1998 1.770.000 1.427.288 260.000
1999 1.047.000 400.000
2000 4.712.721
2001 7.390.337
2002 11.789.486 5.000.000 1.500.000
Samtals 25.662.544 7.474.288 260.000 1.500.000 400.000

    Áform, átaksverkefni, greiddi 17.706.832 kr., framkvæmdanefnd búvörusamninga greiddi 11.200.000 kr. og framleiðnisjóður landbúnaðarins greiddi 6.390.000 kr.

     6.      Hver er annar kostnaður og hve mikill er hann sl. fimm ár vegna stuðnings við útflutning dilkakjöts, t.d. kostnaður innan lands?
    Í svari við 5. lið spurningarinnar eru tilgreind framlög til markaðsfærslu á dilkakjöti á fimm markaðssvæðum. Um er að ræða framlög til útflutningsaðila og verkefna vegna sölu- og kynningarmála á svæðunum. Gera má ráð fyrir að hluti af umræddu fé hafi farið til að greiða kostnað sem til féll innanlands en ráðuneytið hefur ekki handbærar upplýsingar um hve mikill hluti af fénu það hefur verið.

     7.      Liggur fyrir kostnaður einstakra fyrirtækja sem hafa annast útflutning dilkakjöts sl. fimm ár? Ef svo er, hver var kostnaður þeirra sl. fimm ár?
    Ráðuneytið hefur ekki undir höndum upplýsingar um annan kostnað einstakra fyrirtækja eða útflutningsaðila vegna útflutnings á dilkakjöti.