Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 561. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1188  —  561. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um stöðu íslenskrar leikritunar.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða íslensk leikverk hefur Þjóðleikhúsið sett upp sl. 10 ár, hverjir eru höfundar þeirra og á hvaða sviði voru verkin flutt?
     2.      Hver hefur kostnaður við íslensk verk verið á sama tímabili sem hlutfall af heildarkostnaði við rekstur leikhússins?
     3.      Hver hefur annar kostnaður leikhússins verið við frumsköpun íslenskra leikverka, t.d. stuðningur við leikskáld án skuldbindingar um uppsetningu, námskeið, höfundasmiðjur o.fl.?


    Menntamálaráðuneytið leitaði upplýsinga hjá Þjóðleikhúsinu í tilefni af fyrirspurninni og gögnin í svarinu eru þaðan.

Íslensk leikrit sviðsett í Þjóðleikhúsinu.
(Frumsýningar á viðkomandi leikári.)
Leikárið 1993–1994.
Steinunn Jóhannesdóttir: Ferðalok. Smíðaverkstæðið.
Oddur Björnsson: Þrettánda krossferðin. Stóra sviðið.
Þorvaldur Þorsteinsson: Skilaboðaskjóðan. Stóra sviðið.
Ólafur Haukur Símonarson: Gauragangur. Stóra sviðið.
Leiklestrar á leikritum eftir Jökul Jakobsson:
Sjóðleiðin til Bagdad. Smíðaverkstæðið.
Herbergi 213. Leikhúskjallarinn.
Dómínó. Smíðaverkstæðið.
Leikárið 1994–1995.
Guðbergur Bergsson og Viðar Eggertsson:         Sannar sögur af sálarlífi systra.
Smíðaverkstæðið.
Guðmundur Steinsson: Stakkaskipti. Stóra sviðið.
Leikárið 1995–1996.
Ólafur Haukur Símonarson: Þrek og tár. Stóra sviðið.
Þórunn Sigurðardóttir, leikgerð skáldsögu
    Ólafs Gunnarssonar: Tröllakirkja.

Stóra sviðið.
Unnur Guttormsd., Anna Kristín Kristjánsd. og Fríða B. Andersen:     Fjötur um fót. Samstarf við Sjálfsbjörgu.
Litla sviðið.
Leikárið 1996–1997.
Karl Ágúst Úlfsson: Í hvítu myrkri. Litla sviðið.
Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson: Nanna systir. Stóra sviðið.
Ólafur Haukur Símonarson: Kennarar óskast. Stóra sviðið.
Leikárið 1997–1998.
Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir,
    leikgerð skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur: Grandavegur 7.

Stóra sviðið.
Bjarni Jónsson: Kaffi. Litla sviðið.
Ólafur Haukur Símonarson: Meiri gauragangur. Stóra sviðið.
Birgir Sigurðsson: Óskastjarnan. Stóra sviðið.
Leikárið 1998–1999.
Ragnar Arnalds: Solveig. Stóra sviðið.
Armundur S. Backman: Maður í mislitum sokkum. Smíðaverkstæðið.
Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, leikgerð
    skáldsögu Halldórs Laxness: Sjálfstætt fólk: Bjartur.

Stóra sviðið.
Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, leikgerð
    skáldsögu Halldórs Laxness: Sjálfstætt fólk: Ásta Sóllilja.

Stóra sviðið.
Leikárið 1999–2000.
Magnús Scheving: Glanni glæpur í Latabæ. Stóra sviðið.
Davíð Stefánsson: Gullna hliðið. Stóra sviðið.
Guðmundur Kamban: Vér morðingjar. Smíðaverkstæðið.
Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir: Hægan, Elektra. Litla sviðið.
Ragnar Arnalds: Landkrabbinn. Stóra sviðið.
Leikárið 2000–2001.
Edda.ris. Sýning á vegum Bandamanna í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Smíðaverkstæðið.
Andri Snær Magnason: Blái hnötturinn. Stóra sviðið.
Kristján Þórður Hrafnsson: Já, hamingjan. Litla sviðið.
Leikárið 2001–2002.
Benóný Ægisson: Vatn lífsins. Stóra sviðið.
Guðrún Helgadóttir: Jón Oddur og Jón Bjarni. Stóra sviðið.
Halldór Laxness: Strompleikurinn. Stóra sviðið.
Leikárið 2002–2003.
Ólafur Haukur Símonarson: Viktoría og Georg. Litla sviðið.
Ólafur Jóhann Ólafsson: Rakstur. Litla sviðið.
Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir:
    Rauða spjaldið.

Stóra sviðið.
Sigtryggur Magnason: Herjólfur er hættur að elska. Leiksmiðja. Sölvhólsgata 11.
Leikárið 2003–2004.
Hávar Sigurjónsson: Pabbastrákur. Litla sviðið.
Ólafur Haukur Símonarson: Græna landið. Frumleikhúsið í Keflavík
    og Litla sviðið.
Bjarni Jónsson: Vegurinn brennur. Smíðaverkstæðið.
Baltasar Kormákur, leikgerð skáldsögu Hallgríms Helgasonar:
    Þetta er allt að koma.

Stóra sviðið.
Sigurður Pálsson: Edith Piaf. Stóra sviðið.
Jón Atli Jónasson: Rambó 7. Leiksmiðja. Utan Þjóðleikhússins.
Kristján Þórður Hrafnsson: Böndin á milli okkar. Litla sviðið.
Vala Þórsdóttir, í samvinnu við Ágústu Skúladóttur
    og leikhópinn Á floti. Leiksmiðja.

Utan Þjóðleikhússins.


Kostnaður við íslensk leikrit í Þjóðleikhúsinu.

Leikár

Framlag til sýninganna

Kostnaður við íslensku verkin
Heildarkostnaður Verkefnatengdur kostnaður
kr. hlutf. kr. hlutf.
1993–1994 57.394.358 130.079.000 471.190.000 28% 224.286.000 58%
1994–1995 20.923.000 28.667.000 456.010.000 6% 239.637.000 12%
1995–1996 23.088.115 84.713.000 434.808.000 19% 206.967.000 41%
1996–1997 20.402.147 40.201.766 453.274.000 9% 215.627.000 19%
1997–1998 29.976.116 60.454.316 481.370.000 13% 230.014.000 26%
1998–1999 24.950.530 88.164.000 535.077.000 16% 253.318.000 35%
1999–2000 48.552.743 118.809.000 535.899.000 22% 255.505.000 46%
2000–2001 19.580.083 44.418.000 608.307.000 7% 284.204.000 16%
2001–2002 38.952.398 78.997.000 639.118.000 12% 270.554.000 29%
2002–2003 41.596.943 52.448.000 640.490.000 8% 275.320.000 19%

    Árið 1994 var bókhaldslyklum Þjóðleikhússins breytt og kostnaðarbókhald byggt upp af verkbókhaldi þar sem viðbótarkostnaður vegna leikverka bókast á ákveðin verk.
    Bókhaldskerfi ríkisins sem Þjóðleikhúsið notar býður ekki upp á nútíma verkbókhald heldur vísi að verkbókhaldi. Í launakerfi ríkisins er ekki hægt að bóka laun á viðunandi hátt inn í verkbókhald. Reynt hefur verið síðasta áratuginn að þróa uppgjörsmáta innan annmarka tölvukerfanna til að skipta sem mestum viðbótarkostnaði niður á ákveðin leikverk. Uppgjörsmátinn hefur verið að þróast frá 1995 svo að tölur eru varla sambærilegar milli ára.
    Kostnaðarbókhald Þjóðleikhússins skiptist í grunninn í fastan kostað og breytilegan kostnað sem síðan skiptist í verkefnatengdan kostnað og breytilegan kostnað sem ekki fylgir ákveðnu verkefni.
    Föstum launum starfsmanna og öðrum kostnaði sem ekki tengist ákveðinni sýningu er ekki skipt niður á leikverk. Sérstaklega má þar benda á marga stóra kostnaðarliði, t.d. rekstur húsnæðis, skrifstofu, markaðsdeildar og miðasölu. Deildarstjórar eru almennt á fastlaunasamningi og skiptist launakostnaður þeirra ekki á verk. Í kjarasamningi við leikara árið 2001 var sett inn í stofnanasamning að fastráðnir leikarar fái ekki sýningarlaun fyrir fjórar sýningar á mánuði. Þessar fjórar sýningar eru ekki færðar á verk.
    Kostnaður sem fellur til við uppsetningu ákveðinnar sýningar er bókaður sem verkefnatengdur kostnaður. Yfirvinna fastráðinna starfsmanna bókast að stærstum hluta á ákveðið verk þótt deildarstjórar tæknideilda séu misnákvæmir í skiptingu yfirvinnutíma á verk. Ef lausráðnir listamenn taka þátt í fleiri en einu verki á sama greiðslutímabili er erfitt að skipta kostnaðinum vélrænt niður svo að skiptingin er metin eftir á.
    Hér eru leikverkin sett á leikár sem hefst í september en kostnaður er gerður upp samkvæmt almanaksári sem hefst þá í janúar árið á eftir. Almennt kemur kostnaður að töluverðu leyti til áður en til sýningar kemur.
    Hér er tilgreindur heildarkostnaður sem bókaður hefur verið á hverja sýningu. Hann dreifist mjög oft á fleiri en eitt almanaksár en viðmiðunartölurnar eru á ársgrundvelli.
    Fjölmennar sýningar eins og söngleikir, barnasýningar og óperur, hvort sem þær eru íslenskar eða erlendar, eru almennt dýrar í uppsetningu og oftast sýndar lengi svo að heildarkostnaður við þær er mikill.

Höfundar ráðnir við Þjóðleikhúsið 1993–2003.

Nafn
Tímabil Mánuðir
1 Ólafur Haukur Símonarson 1. jan. – 31. mars 1993 3
2 Viðar Eggertsson 1. apríl – 31. maí 1993 2
3 Guðmundur Steinsson 1. júní – 31. ágúst 1993 3
4 Nína Björk Árnadóttir 1. okt. – 31. des. 1993 3
5 Hallgrímur Helgason 1. mars – 31. mars 1994 1
6 Hallgrímur Helgason 1. júní – 30. júní 1994 1
7 Þórunn Sigurðardóttir 1. ágúst – 30. sept. 1994 2
8 Hallgrímur Helgason 1. jan. – 31. jan. 1995 1
9 Karl Ágúst Úlfsson 1. mars – 30. apríl 1995 2
10 Gunnar Gunnarsson 1. júní – 31. júlí 1995 2
11 Súsanna Svavarsdóttir 1. ágúst – 30. sept. 1995 2
12 Benóný Ægisson 1. sept. – 30. nóv. 1996 3
13 Birgir Sigurðsson 1. maí – 31. júlí 1997 3
14 Elísabet Jökulsdóttir 1. júlí – 31. ágúst 1997 2
15 Karl Ágúst Úlfsson 1. júlí – 30. sept. 1997 3
16 Hrafnhildur Hagalín 1. okt. – 31. des. 1997 3
17 Nína Björk Árnadóttir 1. jan. – 28. feb. 1998 2
18 Úlfar Þormóðsson 1. jan. – 29. feb. 2000 2
19 Brian P. Fitzgibbon 1. apríl – 31. maí 2000 2
20 Birgir Sigurðsson 1. jan. – 30. júní 2001 6
21 Bjarni Jónsson 1. ágúst – 31. okt. 2001 3
22 Karl Ágúst Úlfsson 1. jan. – 28. feb. 2002 2
23 Linda Vilhjálmsdóttir 1. mars – 30. apríl 2002 2
24 Bjarni Jónsson 1. apríl – 31. des. 2002 9
25 Páll Baldvin Baldvinsson 1. júlí – 31. ágúst 2002 2
26 Ásdís Thoroddsen 1. sept. – 30. okt. 2002 2
27 Elísabet Jökulsdóttir 1. nóv. – 31. des. 2002 2
28 Kristján Þórður Hrafnsson 1. des. 2002 – 30. júní 2003 7
29 Hrafnhildur Hagalín 1. jan. – 1. okt. 2003 10
30 Jón Atli Jónasson 15. júní – 14. ágúst 2003 2
31 Sigurður Pálsson 1. júní – 31. júlí 2003 2
32 Sigurður Pálsson 1. ágúst 2003 – 31. jan. 2004 6
33 Valgerður Þórsdóttir 2003 4,3
Mánuðir samtals
101,3
Greidd höfundarlaun á núvirði, samtals: 16.870.048 kr.
Með launatengdum gjöldum, samtals: 20.146.211 kr.



Fylgiskjal.


Stefán Baldursson,
þjóðleikhússtjóri:


Upplýsingar og fróðleiksmolar um höfundarstarf Þjóðleikhússins.

    Árlega er efnt til fjölmargra leiklestra innanhúss með höfundum þar sem þeim gefst kostur á að vinna að verki sínu í eina til tvær vikur með leikurum og leikstjóra án þess að um opinberan flutning sé að ræða. Þetta er einkum ætlað höfundunum sjálfum til lærdóms og þroska enda hafa viðbrögð þeirra verið ákaflega jákvæð og margir hafa talið sig mun betur í stakk búna til að halda áfram leikritun í kjölfar slíkrar höfundarsmiðju/leiksmiðju. Þá hafa verið haldin námskeið fyrir höfunda undir leiðsögn leikstjóra, reyndra leikritahöfunda og leikara, þar sem væntanlegum höfundum gefst kostur á að þróa og prófa verk sín, allt frá fyrstu hugmynd til fullbúins leikrits. Þeir sem mestan áhuga hafa sýnt og bestum árangri hafa náð hafa átt kost á framhaldsnámskeiðum sem náð hafa yfir tvö leikár.
    Átak hefur verið gert síðustu missiri í að virkja fleiri nýja höfunda og efla reyndari höfunda til dáða, bæði með fyrrgreindum námskeiðum, auknum fjölda leiklestra svo og opnum umræðufundum með höfundum um hvernig leikhúsið geti best stutt þá sem skapandi leikskáld. Voru langreyndir sem lítt reyndir höfundar fengnir – einn í senn – til að ræða við leikstjóra/leikara og aðra listamenn Þjóðleikhússins á fjölmennum fundum um starf sitt og reynslu og hvernig leikhúsið gæti á sem árangursríkastan hátt komið til móts við þá í leikritun þeirra. Höfðu báðir aðilar af þessu hið mesta gagn. Eitt af því sem Þjóðleikhúsið ákvað að reyna í kjölfar þessara höfundarfunda og -umræðu, var að kaupa leikrit af nokkrum efnilegum leikskáldum óséð, ráða þau til starfa í ákveðinn tíma, gagngert til þess að skrifa leikrit, treysta þeim í ljósi fyrri verka til þess að skila góðu leikriti, sem leikhúsið mundi síðan sýna. Er þetta nýjung og frábrugðið starfslaunafyrirkomulaginu, þar sem hvorki höfundur né leikhúsið er skuldbundið, höfundur þarf ekki að skila fullbúnu leikriti né er leikhúsinu skylt að sýna verkin.
    Sem fyrr segir hefur kostnaður af þessu starfi oftar en ekki fallið inn í vinnuskyldu listamanna og annarra starfsmanna Þjóðleikhússins, þótt í mörgum tilfellum hafi þurft að greiða leikstjórum/leikurum sérstaklega. Kostnaður getur þó varla talist verulegur miðað við árangur.
    Rétt er að ítreka, að hvorki magn né kostnaður er endanlegur eða marktækur mælikvarði á gæði íslenskrar leikritunar. Forsvarsmenn Þjóðleikhússins fá til lestrar mikinn fjölda íslenskra verka sem aldrei ná á svið, þar eð þau uppfylla ekki gæðakröfur sem gera verður til góðra leikhúsverka. Um öll þessi verk fjalla a.m.k. fimm aðilar, þ.e. þriggja manna verkefnavalsnefnd Þjóðleikhússsins, kosin úr hópi starfandi listamanna þess, svo og leiklistarráðunautur leikhússins og þjóðleikhússtjóri. Öllum höfundunum er gefinn kostur á ráðleggingum og aðstoð varðandi frekari skrif og sem fyrr segir oft tilraunaleiklestrum til þess að þeir geti betur glöggvað sig á kostum og göllum verkanna. Þá má enn fremur benda á að félagsmenn Rithöfundasamband Íslands og Leikskáldafélags Íslands eiga kost á frímiða í Þjóðleikhúsið þau kvöld sem ekki er uppselt og er hugmyndin að baki þessa fyrirkomulags sú að aukin kynni af leikritun og list leikhússins geti virkað örvandi á höfundana og eflt þá til dáða varðandi leikritun.
    Ítrekaður skal sá veigamikli þáttur höfundarstarfsins sem felst í tímabundnum starfslaunum til höfunda, sem gera þeim kleift að vinna að leikverkum sínum um lengri eða skemmri tíma, í samvinnu við leikhúsið út frá handritum, sem eru komin mislangt í vinnslu og geta verið allt frá hugmyndalýsingu að nokkurn veginn tilbúnu handriti. Hafa þessi starfslaun oft skilað þeim árangri á endanum að leikhúsið hefur keypt viðkomandi leikrit af höfundi til sýningar.
    Höfundarstarf og þróun nýsköpunar í leikritun á vegum Þjóðleikhússins tekur þannig á sig margvíslegar myndir. Eðli málsins samkvæmt er árangurinn ekki ætíð mælanlegur í skyndi enda oft um langtímamarkmið að ræða þar sem uppskeran getur reynst seinsprottin en verðug þess að eftir henni sé beðið af þolinmæði. Leikhúsið getur aldrei skapað leikritahöfunda fremur en aðra listamenn en það getur hvatt menn til dáða, kynnt þeim kringumstæður og lögmál leikhússins og veitt þeim aðgang að listamönnum þess til þess að þróa viðfangsefni sín og læra af reynslunni. Enda hefur höfundarstarf leikhússins í mörgum tilvikum á endanum skilað sér í vel frambærilegum og áhugaverðum leikritum.