Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 798. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1213  —  798. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um fjárfestingar viðskiptabanka.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvert var markaðsvirði hlutafjáreignar viðskiptabankanna og dótturfyrirtækja þeirra í fyrirtækjum skráðum í Kauphöll Íslands í milljörðum króna og sem hlutfall af markaðsvirði skráðra hlutabréfa í lok áranna 2000 og 2003? Hvert var markaðsvirði hlutafjáreignar viðskiptabankanna í öðrum félögum á sama tíma?
     2.      Hver var fjöldi fyrirtækja og dótturfélaga sem viðskiptabankarnir áttu hlut í innan lands og erlendis í lok áranna 2000 og 2003?
     3.      Hvernig skiptist hlutafjáreignin innbyrðis milli bankanna og hverjar voru fimm verðmætustu eignirnar hjá hverjum banka um sig í lok áranna 2000 og 2003?
     4.      Hversu hátt hlutfall af eignum bankanna var í erlendum og innlendum skuldabréfum og erlendum og innlendum hlutabréfum í lok áranna 2000 og 2003?


Skriflegt svar óskast.