Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 952. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1667  —  952. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um Landsvirkjun.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver hafa verið framlög eigenda Landsvirkjunar til fyrirtækisins frá upphafi, sundurliðað eftir eigendum og árum?
     2.      Hvernig skiptast framlög hvers eiganda hverju sinni í fjárframlög og eignarhluta í framlögðum eignum og hverjar voru þær eignir, sundurliðað eftir árum?
     3.      Hverjar hafa verið arðgreiðslur Landsvirkjunar frá upphafi til eigenda fyrirtækisins hvers um sig og samtals, sundurliðað eftir árum, og hvernig hafa þær arðgreiðslur verið reiknaðar og greiddar?
     4.      Hvaða ábyrgðir hafa eigendur Landsvirkjunar gengist í og hvað hefur fyrirtækið greitt fyrir þær, sundurliðað eftir eigendum og árum?
     5.      Hvernig hefur Marshall-aðstoðin, sem Bandaríkjamenn veittu Íslendingum um miðja síðustu öld, nýst til þess að mynda eign einstakra eigenda í Landsvirkjun? Hver voru fjárframlög eigenda Sogsvirkjunar og Laxárvirkjunar, sundurliðað eftir eigendum, virkjunum og árum fram að því að virkjanirnar runnu inn í Landsvirkjun? Hver er fjárhæðin talin vera miðað við núverandi eigið fé Landsvirkjunar og einnig miðað við áætlað markaðsvirði fyrirtækisins?
    Óskað er eftir því að allar fjárhæðir verði reiknaðar á núverandi verðlagi.


    1. Framlög eigenda eftir árum á verðlagi í árslok 1995 eru sýnd í töflu hér á eftir en samkomulag eigenda Landsvirkjunar sem undirritað var 28. október 1996 byggðist á útreikningi á eigendaframlögum. Voru framlögin uppreiknuð miðað við byggingarvísitölu og vextir reiknaðir miðað við 3% vexti á ári. Síðan hafa eigendaframlögin verið uppfærð með byggingarvísitölu og reiknaður af þeim 5,5% arður. Útgreiddur hluti arðsins hefur verið dreginn frá endurreiknuðum framlögum. Eigendaframlögin skiptust í árslok 2003 sem hér segir:

    Ríkissjóður     13.725.165.000 kr.
    Reykjavíkurborg     12.222.256.000 kr.
    Akureyrarbær      1.502.907.000 kr.
     Samtals     27.450 328.000kr.

    Fram til ársins 1989 skiptust eigendaframlögin jafnt milli ríkisins og Reykjavíkurborgar. Árið 1983 var Laxárvirkjun sameinuð Landsvirkjun en ríkið átti 35% í Laxárvirkjun og Akureyri 65%. Jafnframt fóru fram leiðréttingar á eiginfjárframlögum í samræmi við samkomulag eigenda um hlut eigenda hvers um sig í Landsvirkjun sem staðfest voru í sameignarsamningi, dags. 27. febrúar 1981.
    Annað eigin fé Landsvirkjunar en eigendaframlögin námu 13.729.883.000 kr. í árslok 2003.

Eigendaframlög samtals í þús. kr. á verðlagi í árslok 1995.

Ár Framlög
1965 3.273.279
1966 194.309
1967 0
1968 0
1969 0
1970 0
1971 0
1972 702.751
1973 0
1974 153.880
1975 119.788
1976 84.588
1977 0
1978 0
1979 88.022
1980 81.645
1981 81.688
1982 68.486
1983 2.450.362
1984 -85.328
1985 0
Samtals eigendaframlög 7.213.470
Upps. staða með vöxtum 14.000.000

Eigendaframlög í árslok 2003 í þús. kr.

Ríkissjóður 13.725.165 50,000%
Reykjavíkurborg 12.222.256 44,525%
Akureyrarbær 1.502.907 5,475%
Samtals 27.450.328

    2. Vísað er í töflu hér að framan. Árið 1965 lögðu þáverandi eigendur Landsvirkjunar hvor um sig fram 1.636.640.000 kr. og námu fjárframlög 226.778.000 kr. og framlagðar eignir námu 1.409.862.000 kr. Þessar eignir voru:
     Frá ríkinu: Eignarhlutur í Sogsvirkjun (50%) ásamt vatns- og lóðaréttindum, vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar og undirbúningur Búrfellsvirkjunar.
     Frá Reykjavíkurborg: Eignarhlutur í Sogsvirkjun (50%) ásamt vatns- og lóðaréttindum, gufuaflsstöð við Elliðaár og lóð í Elliðaárdal vegna aðalspennustöðvar Sogsvirkjunar.
    Árið 1983 lögðu eigendur Laxárvirkjunar, þ.e. ríkið og Akureyrarbær fram eignir Laxárvirkjunar. Að öðru leyti hafa eigendur lagt fram fé.

    3. Í eftirfarandi töflu er sundurliðun á arðgreiðslum frá upphafi eftir árum og eigendum. Arðgreiðslur eru reiknaðar af endurmetnum eigendaframlögum og er reiknaður arður 5,5%. Við ákvörðun um útborgun arðs hefur eftirfarandi verið lagt til grundvallar:
     a.      Séu hreinar rekstrartekjur án afskrifta 1) sem hlutfall af heildarskuldum undir 12% komi 25% af reiknuðum arði til útborgunar til eigenda í hlutfalli við eign þeirra en 75% bætist við eigendaframlög og hækki arðgreiðslustofn.
     b.      Séu hreinar rekstrartekjur án afskrifta 1) sem hlutfall af heildarskuldum á bilinu 12–15% komi 40% af reiknuðum arði til útborgunar til eigenda í hlutfalli við eign þeirra en 60% bætist við eigendaframlög og hækki arðgreiðslustofn.
     c.      Séu hreinar rekstrartekjur án afskrifta 1) sem hlutfall af heildarskuldum hærri en 15% komi 60% af reiknuðum arði til útborgunar til eigenda í hlutfalli við eign þeirra en 40% bætist við eigendaframlög og hækki arðgreiðslustofn.
     d.      Á árunum 2001–2003 fékk Akureyrarbær greiddar sérstakar viðbótararðgreiðslur til að vega upp á móti minni arðgjöf af framlagi Akureyrarbæjar til Landsvirkjunar en af framlögum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Árleg viðbótararðgreiðsla á umræddu tímabili nam 5,475% af fjárhæð sem nemur 25% af reiknuðum arði samkvæmt framansögðu.
     1)      Hreinar rekstrartekjur án afskrifta = heildartekjur - beinn rekstrarkostnaður fyrir vaxtagreiðslur, skatta og afskriftir.

Arðgreiðslur. Fjárhæðir í þús. kr. á verðlagi 2003.

Ár Ríkissjóður Reykjavík Akureyri Samtals
50,000% 44,525% 5,475% 100,000%
1985 96.439 85.879 10.560 192.879
1986 0 0 0 0
1987 0 0 0 0
1988 55.252 49.202 6.050 110.504
1989 52.511 46.761 5.750 105.021
1990 55.699 49.600 6.099 111.397
1991 56.885 50.656 6.229 113.770
1992 59.571 53.048 6.523 119.142
1993 0 0 0 0
1994 0 0 0 0
1995 0 0 0 0
1996 0 0 0 0
1997 131.071 116.719 14.352 262.141
1998 136.507 121.561 14.948 273.016
1999 142.268 126.690 15.579 284.537
2000 147.225 131.104 16.122 294.451
2001 150.083 133.649 16.434 300.165
2002 157.442 140.201 17.240 314.882
2003 165.938 147.768 18.170 331.876
Samtals 1.406.889 1.252.837 154.055 2.813.781

    4. Samkvæmt 1. grein laga um Landsvirkjun er hver eigandi um sig í einfaldri ábyrgð fyrir öllum skuldbindinum fyrirtækisins en um innbyrðis skiptingu á ábyrgð þeirra fer eftir eignarhlutföllum. Heildarskuldir Landsvirkjunar í árslok 2003 námu 92.816.507.000 kr. og fellur mestur hluti þeirrar fjárhæðar undir ábyrgð eigenda. Í eftirfarandi töflu er að finna greiðslur Landsvirkjunar á ábyrgðargjaldi skipt eftir árum og eigendum.

Ábyrgðargjald. Fjárhæðir í þús. kr. á verðlagi 2003.

Ár Ríkissjóður Reykjavík Akureyri Samtals
50,000% 44,525% 5,475% 100,000%
1985 0 0 0 0
1986 0 0 0 0
1987 33.434 29.773 3.661 66.868
1988 68.205 60.736 7.468 136.409
1989 68.784 61.252 7.532 137.568
1990 63.141 56.227 6.914 126.282
1991 67.218 59.858 7.360 134.436
1992 68.731 61.205 7.526 137.462
1993 81.828 72.868 8.960 163.656
1994 82.600 73.555 9.045 165.199
1995 77.900 69.370 8.530 155.801
1996 71.743 63.888 7.856 143.487
1997 67.065 59.721 7.344 134.129
1998 71.060 63.279 7.781 142.121
1999 86.143 76.710 9.433 172.285
2000 93.351 83.129 10.222 186.702
2001 117.055 104.238 12.818 234.111
2002 104.549 93.101 11.448 209.098
2003 103.802 92.436 11.366 207.605
Samtals 1.326.610 1.181.346 145.264 2.653.220

    5. Hvorki iðnaðarráðuneytið né Landsvirkjun búa yfir þeim upplýsingum sem farið er fram á í 5. lið fyrirspurnarinnar. Við stofnun Landsvirkjunar voru yfirtekin lán frá Mótvirðissjóði og önnur lán sem tengdust Marshall-aðstoðinni og voru þessi lán bæði í íslenskum krónum og í Bandaríkjadölum. Þessi lán báru öll vexti og voru endurgreidd í samræmi við lánasamninga. Landsvirkjun er ekki kunnugt um að virkjunarframkvæmdir hafi fengið neina styrki vegna Marshall-aðstoðarinnar.