Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 110. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 282  —  110. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um umferðarsektir.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver er heildarfjárhæð umferðarsekta árlega undanfarin fimm ár og hvernig er skiptingin eftir eðli sektanna?

    Það var sameiginleg ákvörðun Fjársýslu ríkisins, þá tekjubókhalds ríkisins, og ríkislögreglustjórans haustið 1997 að Fjársýsla ríkisins héldi saman upplýsingum um fjárhæðir sekta og innheimtu þeirra, en ríkislögreglustjórinn sæi um að halda utan um fjölda sektanna og skiptingu þeirra eftir brotum. Þetta átti meðal annars að undirstrika það að sektir lögreglu væru refsiviðurlög við brotum og að engin tengsl væru milli fjárhags lögreglunnar og innheimtra sekta, sem renna í ríkissjóð. Vegna þessa fyrirkomulags er ekki unnt að nálgast upplýsingar um fjárhæðir álagðra og innheimtra sekta eftir ákveðnum brotaflokkum, en það gefur ákveðna vísbendingu að sektarboð er einvörðungu hægt að senda út vegna umferðarlagabrota.
    Vísað er til eftirfarandi taflna og skýringa með þeim varðandi frekari tölulegar upplýsingar en í þeim kemur m.a. fram að nettóálagning sekta lögreglu og dómsáritana árin 1999 til og með 2003 var 2.275.386.008 kr. og af þeirri fjárhæð voru 2.120.498.367 kr. greiddar þann 13. október 2004.

Skýringar með yfirlitum, byggðum á gögnum frá Fjársýslu ríkisins.
          Staða í upphafi tímabils: Heildarfjárhæð álagðra sekta sem ekki hafa verið greiddar í upphafi árs, samkvæmt viðkomandi gjaldalið
          Álagning: Brúttó-álagning allra sekta, þar með taldar sektir sem lagðar hafa verið á, síðan felldar niður og lagðar á aftur til að leiðrétta mistök í upphaflegu álagningunni.
          Breytingar: Allar niðurfellingar á álagningu, þar með taldar niðurfellingar til að leiðrétta álagningu, sbr. skýringar við liðinn álagning hér að framan. Enn fremur niðurfelling álagningar vegna sekta sem sendar eru til dómsáritunar eða fara til ákærumeðferðar.
          Afskriftir: Fjárhæð þeirra álagninga sem hafa verið afskrifaðar samkvæmt reglum um afskriftir hjá ríkinu.
          Nettó-álagning: Álagning að frádregnum fjárhæðum breytinga og afskrifta.
          Greiðslur: Fjárhæð greiddra sekta á árinu samkvæmt viðkomandi gjaldalið, óháð því hvenær álagningin var gerð.
          Eftirstöðvar við lok tímabils: Heildarfjárhæð álagðra sekta, sem ekki hafa verið greiddar við lok tímabilsins, samkvæmt viðkomandi gjaldalið.


Yfirlit yfir innheimtu sektarboða árin 1999–2003 og fyrstu 9 mánuði ársins 2004.*



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



* Byggt á gögnum frá Fjársýslu ríkisins 13. október 2004.



Yfirlit yfir innheimtu dómsáritana árin 1999–2003 og fyrstu 9 mánuði ársins 2004.*



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


* Byggt á gögnum frá Fjársýslu ríkisins 13. október 2004.



Yfirlit yfir innheimtu sektargerða árin 1999–2003 og fyrstu 9 mánuði ársins 2004.*



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


* Byggt á gögnum frá Fjársýslu ríkisins 13. október 2004.

Samandregið yfirlit yfir innheimtar sektir
áranna 1999–2003 og fyrstu 9 mánaða ársins 2004.
*


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Byggt á gögnum frá Fjársýslu ríkisins 13. október 2004.