Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 317. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 346  —  317. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um stóriðju og skatta.

Frá Guðmundi Árna Stefánssyni.



     1.      Hve mikla skatta og þjónustugjöld greiddu alþjóðleg stóriðjufyrirtæki hérlendis til íslenska ríkisins annars vegar og sveitarfélaga hins vegar árin 1995–2003, sundurliðað eftir fyrirtækjum og árum?
     2.      Hvernig er háttað samningum um mismunandi skattlagningu gagnvart nefndum fyrirtækjum?
     3.      Hverjar hefðu skatttekjur ríkis og sveitarfélaga orðið á árunum 1995–2003 ef viðkomandi fyrirtæki hefðu verið skattlögð að fullu til samræmis við skattlagningu á almenn íslensk atvinnufyrirtæki?


Skriflegt svar óskast.