Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 594. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 888  —  594. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um Sægull ehf.

Frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni.



     1.      Hverjir áttu fyrirtækið Sægull ehf. sem ráðherra greiddi 35 millj. kr. af söluandvirði Steinullarverksmiðjunnar hinn 15. janúar 2003?
     2.      Hverjar eru helstu niðurstöður rannsókna sem gerðar voru í tengslum við barraeldi og áðurnefndar 35 millj. kr. voru veittar til?
     3.      Hvaða vísindamenn og vísindastofnanir stóðu að framkvæmd þessara rannsókna?
     4.      Hafa niðurstöður rannsóknanna verið birtar í viðurkenndum vísindaritum, eða á öðrum vettvangi?


Skriflegt svar óskast.