Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 633. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 963  —  633. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um greiðslur til ríkisins frá Landssímanum.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hverjar eru heildargreiðslur Landssíma Íslands hf., áður Pósts og síma hf., áður Pósts og síma, til ríkissjóðs á arði eða skil á hagnaði eða aðrar greiðslur til ríkisins sem eiganda frá upphafi til og með þeim arðgreiðslum sem ákveðnar hafa verið á yfirstandandi ári að ósk ríkisins, uppfært til núgildandi verðlags og sundurliðað eftir árum?
     2.      Hver er meðaltalsársupphæð viðkomandi greiðslutímabils og hve mörg ár er sú upphæð að skila ígildi söluandvirðis Símans ef miðað er við 40 milljarða kr.?


Skriflegt svar óskast.