Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 380. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 417  —  380. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um málefni Landspítala – háskólasjúkrahúss.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur og Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Ætlar ráðherra að bregðast við nýlegri dómsniðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um að stjórnendur Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) hafi brotið rétt á þáverandi yfirlækni æðaskurðlækningadeildar LSH, en upplýst hefur verið að LSH kýs að áfrýja ekki dómnum?
     2.      Hvernig rökstyður ráðherra að stjórnendur LSH hafi framfylgt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna í þessu máli eða að ákvörðun stjórnendanna sé í anda þeirrar starfsmannastefnu sem lögin byggjast á?
     3.      Telur ráðherra það farsæla þróun fyrir sjúklinga eina háskólasjúkrahúss landsins að mjög sérhæfðum læknum sé vikið úr starfi með aðgerðum sem nú hafa verið dæmdar ólögmætar?
     4.      Hverjar eru skyldur og ábyrgð ráðherra þegar sú staða kemur upp að stjórnendur stofnunar sem heyrir undir ráðuneyti hans ákveða að skeyta því engu þótt dómstólar dæmi framgöngu þeirra gagnvart starfsmönnum ólögmætar og skaðabótaskylda ríksins virðist augljós af þeim sökum?
     5.      Telur ráðherra að hann hafi gert það sem í hans valdi stóð til að minnka tjón ríkisins vegna þessa máls?


Skriflegt svar óskast.